Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 38
yfírheiti svo sem Menningarmiðstöð
Pingeyinga eða á Austfjörðum
þar sem viðlíka stofnun heitir
Safnastofnun Fjarðarbyggðar. Aðrar
stofnanir sveitarfélaga eins og t.d.
bókasafn, skjalasafn og ljósmyndasafn
falla gjarnan þar undir. Petta eru
greinilega stofnananöfn og nafnið
aðgreinir sig frá byggingu safnsins
eða safnanna sem heyra undir hana.
Þá er spurningin hvort vörumerkið
sé „menningarmiðstöð“ eða hver og
ein safnaeining útaf fyrir sig. Orðið
„safn“ víkur gjarnan úr þessum
stofnanaheitum um leið og ekki er
lengur til staðar beintenging nafns
við sýningarhúsið. í Hornafirði var
t.d. stofnanaheitinu Sýslusafn Austur-
Skaftafellssýslu breytt árið 2001 í
Menningarmiðstöð Hornafjarðar.2
Víða um land eru eigendur safna að
glíma við hvernig færa megi mörg
söfn undir eitt vörumerki og er
Pingeyingum næsta vorkunn þegar
þetta lítur svona út: „Með stofnun
Menningarmiðstöðvar Pingeyinga
varð til Byggðasafn Pingeyinga sem
skiptist í eftirfarandi deildir: Byggða-
safn Suður-Þingeyinga Grenjaðarstað,
Byggðasafn Suður-Pingeyinga Safna-
húsinu á Húsavík, Byggðasafn Suður-
Pingeyinga Sjóminjasafn, Byggðasafn
Norður-Pingeyinga v/Snartarstaði.“3
Orðið „safn“ sem hluti af nafni safna
er næstum því ófrávíkjanleg hefð
ef undan eru skildar þær stofnan-
ir sem aðgreina sig sem setur. Hér
skiptir mögulega máli að á íslenskri
tungu hefur orðið tvíþætta merkingu
„museum" og „collection" svo það er
enn erfiðara að víkja sér undan að
nota orðið „safn“ þegar safn gripa
eða verka eru á annað borð til sýnis.
Sjálfsagt mál var að nýstofnuð stofn-
um héti „byggðasafn“ og á eftir kom
svæðisheitið sem var öll sýslan en
ekki bærinn þar sem safnhúsið stend-
ur. Svipuð hefð er við nafngift svæð-
isbundinna listasafna. Pegar sérsöfn
eru stofnuð er einnig sjálfsagt mál að
orðið safn sé hluti heitis þess.
Pað má spyrja sig hvort heitið „byggða-
safn“ sé vænlegt vörumerki safna í
dag. Þegar byggðasöfn spruttu upp
í öllum sýslum landsins um miðja
20. öld var þeirra meginhlutverk og
markmið að varðveita sögu byggðar-
innar, varðveita og miðla hverfandi
verlcmenningu og þjóðháttum, sem
og leggja áherslu á einlcenni síns
svæðis.4 Söfn höfðu ekki mikla ástæðu
til að íhuga nafngiftina sérstaklega
heldur lá hún í augum uppi. Heiti
sýslu í nafni safns í dag hefur ekki
sama vægi og áður og marlchópur-
inn er orðinn annar en við stofnun
byggðasafnanna.
Með breyttum þörfum og öðruvísi
samsettum marlchópi er hefðbundin
nafngift ekki sjálfsögð.
Erlendis eru að ryðja sér til rúms
óhlutstæð nöfn. Má helst relcja þá þró-
un í nafngift til listasafna þar sem hið
vel þekkta listasafn MOMA í New York
er besta fyrirmyndin. Hér á landi er
t.d. Nýlistasafnið þelckt sem Nýló og
fleiri söfn gætu farið svipaða leið.
Breytt rekstrarumhverfi
Veröld safna í nágrannalöndunum
breytist mjög hratt um þessar mund-
ir. Söfn eru að færast úr eigu hins
opinbera yfir í breytt eignarhald
sem færir söfn út á markaðsvöllinn
þar sem aukin samlceppni ríkir.
Þessi breytta mynd hvetur til sér-
hæfingar og gerir kröfu um sterka
ímynd sem vekur athygli almenn-
ings.5 Söfn keppast við að finna sér
sitt vörumerki, þá ímynd sem best
skilgreinir sérstöðu safnsins og selur/
kynnir það út á við. Hérlendis er
augljóst að þegar relcstraraðilar og
eigendur safna eru héraðsnefndir
þá er nafnabreyting lítt til umræðu
þó að markaðurinn mögulega kalli
á slíkt. Eitt fárra safna sem hafa um-
bylt nafni sínu eru Byggðasafn Vest-
mannaeyja og Fiska- og Náttúrugripa-
safn í Vestmannaeyjum sem heita nú
Sagnheimar og Sæheimar með safna-
heiti sem undirtitil.6 í fótspor þeirra
kom svo nýopnað setur, Eldheimar.
Þrenna sem með nafngiftinni einni
og saman ætti að geta myndað eitt
sterkt vörumerlci.
Þessum atriðum hefur ekki verið veitt
næg athygli á fagsviði safnamanna og
mætti bæta þar úr með rannsókn þar
sem til að mynda væri slcoðuð þróun
í nafngiftum safna og setra, mark-
aðsvænleiki nafns og safnhúsa sem
vörumerki og viðhorfi samfélagsins til
safnaheita.7
1 Greinarhöfundur er safnvörður á Byggðasafni Árnesinga
2 http://www.horna5ordur.is/mannlif/menning/
3 http://www.husmus.is/index.php?option=com_content
&view=article&id=59&Itemid=9&lang=is
4 Nánar um upphaf byggðasafna: Sigurjón Baldur Haf-
steinsson, „Ræktunarstarf byggðasafna“, Byggdasöfn á
íslandi, Háskóli íslands 2015.
5 Anna Karina Kjeldsen og Line Schmeltz, “What's in
a museum name? - A study of name changes among
Danish museum-”, NordiskMuseologi, 2016:2, bls.20.
6 http://www.setur.is/page/thekkingarsetur-vestm
7 Hvatinn að þessum skrifum er greinin “What's in a
museum name? - A study of name changes among
Danish museum-”, Nordisk Museologi, 2016:2, en þar er
áhugaverð skoðun á nafnabreytingum danskra safna
og viðhorf til nafna sem vörumerki.
Linda Ásdísardóttir, safnafræðingur
38