Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Qupperneq 18
SAFN UM MARGBREYTILEIKA MANNSHUGANS
Safh um sálina
Hét Dolhuys er safn í Haarlem
í Hollandi sem vekur fólk
til umhugsunar um geðheil-
brigðismál og vinnur gegn fordóm-
um sem beinast gegn þeim sem
veikjast. Safnið var opnað árið 2005
og er hýst í byggingu frá 14. öld þar
sem starfrælct var heilbrigðisstofnun
í um 700 ár. Par var meðal annars
vistað fóllc með smitsjúkdóma eins
og holdsveiki, fólk með geðsjúk-
dóma, eða heilabilun. Á heimasíðu
safnsins er greint frá því að staðsetn-
ing safnsins í þessu húsi sé tvíbent.
Annars vegar er hún vitnisburður
um umhyggju aðstandenda gagnvart
þeim sem minna máttu sín. Hins
vegar stendur hún sem minnisvarði
um þá hugmynd að loka þurfi inni
og einangra þá frá öðrum sem ekki
tilheyra eða trufli samfélagsgerðina.
Markmið safnsins er að leiða í ljós
margbreytileikann í samfélagi manna
í nútíð og fortíð og að skapa umræðu
um staðalímyndir. Sett er spurningar-
merki við það hvað þurfi til þess að
teljast vera eðlilegur. Safnið sker sig
frá öðrum söfnurn á sama sviði sem
eru í húsnæði sem var áður nýtt sem
meðferðarstaður fólks með geðsjúk-
dóma. Algeng nálgun þeirra safna er
að fjalla um sögu geðlækninga með
því að sýna meðferðartæki og lýsa
framvindu geðlæknisfræðinnar. En
hér er reynsla af meðferð og geðlækn-
ingum saga einstaklinganna, sögð
af þeim sjálfum og miðlað á safninu.
Grunnsýningin inniheldur meðal
annars skápa sem eru innréttaðir af
þeim og sem innihalda hluti úr eigu
þeirra sem hafa reynslu af geðsjúk-
dómi og samansafni hlutanna fýlgir
frásögn af veikindum. Inni í einangr-
unarklefa er spiluð hljóðupptaka sem
lýsir upplifun þeirrar sem hefur verið
sett í einangrun. Meðlíðan er líka
miðlað í kvikmynd eða með trúnaðar-
samtali í gegnum símtól.
Á safninu er dregið úr vægi mark-
anna á milli þess að vera heilbrigður
og óheilbrigður. Á tölvuskjá eru
gerð aðgengileg próf sem notuð hafa
verið í gegnum tíðina til að mæla
frávik geðheilbrigðis. Með því að
taka próf í tölvunni kemur í ljós að
samfélagsbreytingar hafa áhrif á það
hvers konar frávilc teljast samþykkt
hverju sinni. í einu sýningarrýminu
er neonljósaskilti sem birtir á víxl
andheitin óeðlilegur og eðlilegur.
Með þeim birtast ljósmyndir af fólki
á skjám sem stillt er upp til móts
við áhorfandann eins og honuni sé
ætlað að mynda sér skoðun á því
hver sé eðlilegur og hver elcki. í garði
safnsins eru skilti með orðunum
klikkaður, galinn, brjálaður, blásin upp í
ofurstærð. Orðin voru áður notuð af
fagfólki við umfjöllun um geðsjúk-
dóma en kalla núna fram neikvæð
hugrenningatengsl og eru til dæmis
notuð þegar einhver ætlar sér að auð-
mýkja annan. Pau eru áminning um
þá merkimiða sem settir eru á fólk.
Safnið á í samstarfi við stofnanir,
hópa og einstaklinga og styður við
endurhæfingu fólks í bata. Safnið
leggur áherslu á sýningar á list jaðar-
listamanna (fr. art brut / e. outsider
art). Listaverk eru stór hluti safneignar
safnsins og verk eru fengin að láni á
breytilegar sýningar. Með því að sýna
og koma listamönnum með geðröskun
á framfæri, styður safnið við listsköp-
un þeirra. Auk sýninga safnsins í
eigin húsnæði, hefur það frumkvæði
að stærri listsýningum utan safnsins,
bæði á landsvísu og á alþjóðavettvangi
þar sem umfjöllunarefnið er list fólks
sem þekkir geðraskanir af eigin raun.
Safnið hefur frá upphafi unnið með
einstaklingum í bata að sjálfseflingu
þeirra. Um er að ræða sjálfboðaliða-
starf í safninu við móttölcu gesta, sem
aðstoðarmenn forvarða, vinna við leið-
sögn, í safnbúð, við safneignina, s.s. við
18