Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 31

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 31
SAFNGRIPIR OG HEILSA Lyfjakassi Magnúsar á Gilsbaklca „Síðan ég í síðari hluta september mán. kom hingað uppeftir, hafa komið hingað hvað eftir annað menn til þess að biðja mig um meðöl og ráðleggingar við kvillum sín eða sinna. Fyrst framan af afsakaði ég mig með því, að ég svona nýkom- inn hefði ekki tíma eða ástæður til að fást neitt við lækningar, enda heldur ekki meðöl til þess. En þegar frá leið gat ég ekki lengur haft þá viðbáru, einkum eftir að ég hafði fengið hingað dálítið Húsapótek, er ég keypti í sumar hjá Kruger lyfsala, og ætlaði eingöngu fyrir mitt heim- ili. Ég hef gjört það sem í mínu valdi stendur til þess að koma mönnum af því að vera að sækja hingað í þessum efnum. Ýmist hef ég borið við með- alaleysi, ýmist sagt að ég léti engan mann fá meðöl fyrr en héraðslækni hans hefði gefist kostur á að reyna að lælcna hann... “ Pannig skrifar Magnús Andrésson (1845-1922) prestur á Gilsbakka í Hvítársíðu árið 1881. Lyfjalcassi Magnúsar með homópatalyfjum er varðveittur í Byggðasafni Borgaríjarð- ar ásamt mörgu fleiru frá honum. Magnús þótti efnisdrengur og fór um tvítugt í nám hjá séra Helga Hálfdánarsyni presti á Álftanesi. Að sumrinu fór hann til kaupavinnu norður að Grenjaðarstað til séra Magnúsar Jónssonar sem þekktur var um allt land fyrir smáskammtalækn- ingar. Ungi maðurinn lærði af nafna sínum og átti síðar eftir að verða nafnkunnur fyrir slíkar lækningar. Pótti hann m.a. hafa náð góðum ár- angri í að lælcna lungnabólgu. BB-9870 Guðrún Jónsdóttir, safnstjóri www.safnahus.is. Hjarta Jóns Gunnars Jón Gunnar Árnason, Hjartað, 1968. Stál, rafmótor, rofi, hljóðgjafi, 240 x 120 x 100 cm. Keypt aflistamanninum 1987. LÍ 7238. Árið 1967 urður tímamót í lælcnis- fræðinni þegar fyrsta hjartígræðsla í mann var framlcvæmd í Suður- Afríku. Aðgerðin sem skurðlækn- irinn John Bernard stýrði vakti heimsathygli og varð m.a. kveikjan að verkinu Hjartað sem Jón Gunnar Árnason (1931-1989) gerði árið 1968. Pað var ógeð en ekki hrifning sem aðgerðin vakti með Jóni Gunnari og í viðtali í Þjóðviljanum 11. júlí 1987 segir hann að hjartaflutningur sé að hans mati misnotkun á hugviti mannins, betra sé að nota hugvitið til að fyrirbyggja sjúkdóma en til þess að afskræma manneskuna. Hjarta Jóns Gunnar er ríflega mann- hæðar hár skúlptúr úr stáli með rafmótor sem hristist og gefur frá sér óþægilegt hljóð þegar hann er gangsettur. Verkið hefur verið í safn- eign Listasafns íslands frá 1987. Þrátt fyrir grófan efnivið eins og púströr, stuðara og brotajárn, gefur hjarta Jóns Gunnars nokkuð nálcvæma mynd af mannshjarta en áður en Jón Gunnar hófst handa við gerð verksins kynnti hann sér byggingu mannshjartans í smáatriðum, m.a. með því að skoða mannshjörtu í formalíni og teilcna þau. Ólíkt mannshjartanu stendur Hjartað eitt og óstutt, slétt og sldnandi á fjórum fótum eins og sjálfstæð vera sem er bæði heillandi og ógnandi í senn. Stærðin, efniviðurinn og óhljóð- in sem hjartað gefur frá sér má túlka sem afskræmingu á einu mikilvæg- asta líffæri okkar og minnir á flókið samband manns og vélar á tækniöld. Hjarta Jóns Gunnars Árnasonar snertir við áhorfendum, fær þá jafnvel til að hrökkva í kút og fyllast efasemdum. Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafn íslands 31

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.