Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Side 27

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Side 27
Uppgröftur heim vidbæ- Fornleifauppgröftur í 11. aldar kirkjugardi í Keflavík í Hegranesi fórfram 2016-2017. Ljósm. Gudný Zoéga/BSk. voru bændur upp til hópa hálfsmeykir við fornleifar og töldu að ef eitthvað fyndist við fornleifaslcráningu myndi það kosta þá peninga, töf og fyrirhöfn. Núna er spurt hvort einhver sé ekki að fara að koma til að skrá og skoða. Það er allt annað að vinna í svoleiðis um- hverfi. Allflestir taka okkur mjög vel, enda sjá menn hvað er verið að gera. Sé grafið er það á afmörkuðum stað, oft vegna framkvæmda þegar rekist er á eitthvað og þá þurfa þeir hvort sem er að fá aðstoð. Mér finnst Skagfirð- ingar upp til hópa vel meðvitaðir um umhveríi sitt, enda ástæða til þar sem að fornleifaskráning, fornleifarann- sóknir og byggðasöguritun hafa farið fram samtímis. Á næstu tveimur árum þarf að vinna betur úr því mikla heim- ildaefni sem við höfum aflað auk þess sem nauðsynlegt er að koma því í þannig form að fólk geti gengið að því. Hjá okkur liggja t.d. tugir rannsóknar- skýrslna um minjaumhverfi okkar sem hægt er að vinna margt afar áhugavert og forvitnilegt úr. Segðu aðeins frá útgáfu safnsins. Hvemig er henni háttað? Það er ekki hægt að setja allt í sýningar eða inn í geymslu þegjandi og hljóða- laust og úrvinnslu söfnunar, skráninga og rannsóltna er hægt að haga með ýmsum hætti. Við höfum gefið út 23 smárit, tvö stærri rannsóknarrit, 177 rannsóknarskýrslur, fjölda greina og bæklinga um ýmislegt sem nýtist leiðsögumönnum og skólafólki sem handbækur og ítarefni. Sumt er ætlað til áframhaldandi rannsókna og úr- vinnslu og annað er fyrir almenning og eða nýtist sem námsefni, s.s. fyrir fornverkaskólann. Margt af því sem gefið er út í smáriti er hugsað sem ígildi sýninga. Sum smáritin koma í staðinn fyrir að sett er upp sýning eða þá að efni þeirra byggir á sýningum sem hafa verið teknar niður. Þá er efnið dregið saman í útgáfu sem stend- ur eftir þegar sýningu er lokið. Hver er tilurð fomverkaskólans? Fornverkaskólinn er til kominn af áhuga á byggingararfi okkar, einkum mannvirkjum úr torfi, sem safnið hefur beint athyglinni að á síðustu tveimur áratugum. Á árunum 1992-95 var ég stundum handlangari torfhleðslumanna sem voru að gera við torfhús hér og þar. Einu sinni var ég send í ristuna með spaða og sagt að ná í nokkrar góðar sniddur, svona eins og á einn vagn. Þetta tókst bara vel og það lifði í þeirri sniddu- þekjunni í mörg ár. Eftir að hafa kynnst þessu efni og séð hversu fáir voru að vinna með það gat ég ekki séð hvernig færi um þá þekkingu til framtíðar litið. Við höngum elcki á þessum torfbæjum okkar nema að kunna hvernig á að gera við þá. í ferðum mínum um Skagaíjörð lagði ég mig eftir að skoða torfleifar og tók myndir af tóftum og rústum þannig að úr varð dálítill banki. Á árunum 2006-2007 var svo komið á bæ einum þar sem höfðu staðið torfhús að þau voru að lyppast hvert af öðru og hrynja niður, þetta var á lýrfings- stöðum. Mér datt í hug að mögulega væri hægt að nota þetta svæði sem vettvang fyrir námskeið í að gera við torfhús. Ég ræddi þetta við kennara tréiðnaðardeildar Fj ölbrautaskólans og ferðamáladeildarinnar á Hólum. Við sóttum í einhverju brjálæði um styrk til Starfsgreinasambandsins sem var eyrnamerktur því að styðja við handverksþekkingu. Styrkurinn félckst og verkefnið um fornverka- skólann hófst í samstarfi tveggja slcóla og safnsins. Markmiðið var að kenna handverkið og að gera við, ekki bara torfhús og grjóthlaðin hús heldur líka gömul timburhús. Við veltum því fyrir okkur hvort þetta gæti orðið hluti í skyldunámi í smíð- um og réðum kennara til að búa til námsskrá fyrir okkur. Allt gekk vel framan af en skólarnir náðu ekki að fara í þetta verkefni af fullu afli. Safnið samdi við eigendur jarðar og húsa á Tyrfingsstöðum um að húsin þar yrðu sá vettvangur sem safnið útvegaði til handverkskennslunnar. Safnið hefur fengið góða styrki úr Húsafriðunarsjóði til að halda utan um og fjármagna viðgerðir á húsun- um og efnistöku fyrir námskeið Forn- verkaskólans, sem hefur jafnframt fengið styrki úr sjóðum SSNV og víð- ar frá til námskeiðahaldsins. Nem- endur eru í rauninni að gera við um leið og þeir læra handbrögðin. Safnið útvegar efnið og smiði til að klára þá ýmsu verkþætti sem ekki næst að ljúka við á námskeiðunum. Tréiðna- deild FNV hefur tekið þátt í og staðið fyrir nokkrum námskeiðum, s.s. gluggasmíði og tréviðgerðum á göml- um húsum. Hólaskóli hefur lítið get- að nýtt sér þetta verkefni, aðallega vegna kostnaðarhliðarinnar. í dag er Fornverkaskólaverkefnið nær alfarið á snærum safnsins en skólarnir eiga fulltrúa í stjórn verkefnisins. 27

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.