Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 15
HUGLEIÐING UM SIGLINGU KÚTTER SIGURFARA
r
Iglæpasögunni Mýrin eftir Arnald
Indriðason heldur sögumaður því
fram að safnarar búi sér til heim.
„Þeir búa til litla veröld í kringum
sig“ segir hann „velja ákveðin tákn úr
veruleikanum og gera þau að helstu
íbúum í veröldinni sem þeir skapa.”1
Söfn eru því sköpun, en þau byggja á
starfi safnara og færa það í ákveðinn
búning sem gengur undir nafninu
faglegt starf safna. Sé þetta rétt, erum
við búin að koma olckur í þá stöðu að
geta dregið lærdóm af hugmyndum
um náðarvald Guðs, skapara himins
og jarðar, og yfirfært á störf sem
unnin eru á söfnum. Við vitum hins
vegar að manninum eru sett önnur
takmörk en guðlegu valdi. Takmörkin
ráðast af sköpun annarra manna og er
kannski nærtælcast að vitna til orða
Karl Marx í þessu sambandi sem í
Átjánda brumaire Lúðvílcs Bónaparte
hélt því fram að „Mennirnir skapa
sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana
ekki að vild sinni, elcki við slcilyrði
sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við
þau slcilyrði sem þeir hitta fyrir sér,
þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.“2
Arfur liðinna kynslóða, segir svo
Marx, hvílir eins og farg á heila fólks.
Fargið er martröð olckar og inn í hana
fæðumst við. Starfsmenn safna búa til
martraðir fyrir annað fólk. Martröðin
er ekki bara huglæg, heldur einnig
efnisleg. En núlifandi kynslóð og kyn-
slóðir sem eiga eftir að koma þurfa
að fást við þann efnislega veruleika í
geymslum safna sem safnmenn hafa
sanlcað að sér.
Sagan af lcútter Sigurfara er gott
dæmi um það hvernig varðveisla
á efnislegum minjum getur breyst
í martröð, orðið farg á heila. Jón M.
Guðjónsson, einn af stofnendum
Byggðasafnsins að Görðum, hafði
frumkvæði að því að færeyslci kútter-
inn var keyptur og hann varðveittur
á safninu. Jón fékk íbúa Akranesbæj-
ar til liðs við sig, skipið var keypt og
afhent á þjóðhátíðarárinu 1974, þegar
íslendingar fögnuðu 1100 ára búsetu
í landinu. Eftir afhendingu skipsins
lá það í höfninni á Akranesi, en var
svo hriplekt að færa þurfti skipið í
slipp til að það sykki ekki. Fljótlega
eftir viðgerðina var skipið fært upp
á land, keyrt í gegnum Akranes eins
og verðlaunagripur, steyptir undir
það sökklar við safnið og hefur kút-
terinn setið þar síðan. Strax á fyrstu
mánuðum eftir komu skipsins fóru
að heyrast raddir um hversu dýrt
þetta allt saman væri. Þremur árum
síðar ágerðust þær raddir, en eftir
að skipið var komið á safnasvæðið
var lítið gert við það og það lét á sjá.
Sjóður sem standa átti undir viðhaldi
á slcipinu var orðinn stórskuldugur
og framlög annarra skorin við nögl.
Árið 1977 leit framtíð skipsins því
elcki vel út. Ein gagnrýnisröddin sem
kom fram á þeim tíma sagði að það
hefðu verið mistök að setja slcipið á
land. Betra hefði verið að varðveita
slcipið á sjó og nota það til að veita
ungum krökkum í sumarvinnu tæki-
færi til að stunda „nytsamlega vinnu
og kenna þeim jafnframt eitthvað af
viti.“3 Fyrirmyndin að hugmyndinni
var danska seglskipið Fulton, en
drengir af „vandræðaheimilum" í
Danmörku voru munstraðir á skipið
eftir að heimilin höfðu gefist upp á
þeim. Árangurinn af þeirri vist var að
sögn góður, en drengirnir öðluðust
„ábyrgðartilfinningu um borð, að
kæruleysi af þeirra hálfu, illa hnýttur
hnútur eða annað álíka getur kostað
alla um borð lífið ef óveður skellur á."4
Árið 1977 var kútter Sigurfari orðinn
til vandræða, ef elcki að eiginlegri
martröð. í blaðagrein um málið voru
bornar fram margar áhugaverðar
spurningar í ljósi aðstæðna. „Var þetta
raunsætt starf til að bjarga menn-
ingarverðmætum og sögulegum verð-
mætum, eða var þetta bara „þjóðhá-
tíðarhúmbúg“ eins og svo margt sem
gert var árið 1974?“ Önnur spurning
hljóðaði svo: hvort „„karlaklúbbarnir"
svonefndu [séu] réttir eða heppilegir
til að takast slílct verlc á hendur? Er t.d.
ekki alltaf hætta á að þeir hlaupi frá
ábyrgðinni þegar þeir eru orðnir leiðir
á verkinu og „menningarstarfsglorían“
er farin af því?“5 Eftir að spurningarn-
ar voru bornar fram, hefur ástandið
elcki slcánað. Að vísu tókst að færa
slcipið í skikkanlegra horf6 en í dag
er verið að ræða um í fullri alvöru að
liða slcipið í sundur, láta það hverfa og
umbreyta í ljósmyndir og upplýsingar
á pappír. En fúi hefur læst sig í það
og gert það hættulegt þeim sem vilja
stíga um borð.
15