Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 33

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 33
UM MIKILVÆGI SAFNASTARFSEMI í FERÐAÞJÓNUSTU Á ÍSLAND íslenskra sveitarfélaga og bar yfir- skriftina Söfn ogferdaþjónusta. Það síðara var haldið þann 3. mars 2017 og var það á vegum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og var yfirskrift- in Sveitarfélög ogferðaþjónusta. Við gerð erindanna var leitað til félagsmanna FÍSOS sem tóku þátt með því að senda inn hugleiðingar sínar og myndir og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Málþingið í nóvember var haldið í kjölfar útgáfu skýrslu safnaráðs um söfn og ferðaþjónustu sem kom út haustið 2015 og var unnin af Rannsóknasetri í safnafræðum við Hásltóla íslands og Hagfræðistofnun Háskóla íslands. Tilgangur málþings- ins var að leiða saman noklcra af þeim hagsmunaaðilum sem koma að stefnumótun í þessum mála- flokkum, til að mynda sem eigendur safna eða opinberir stefnumótunar- aðilar. Á málþinginu í mars komu saman sveitarstjórnarmenn til að ræða málefni ferðaþjónustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í Qölgun ferðamanna á íslandi. Samlcvæmt kynningu á málþinginu í nóvember þá voru meginniður- stöður skýrslu safnaráðs um söfn og ferðaþjónustu þær að verulegur skortur er á opinberri stefnumótun um hlutverk safna og safntengdrar starfsemi innan ferðaþjónustunnar. Þá var minnt á niðurstöður Hag- fræðistofnunar sem benda til þess að umfang safnageirans hafi aukist á síðustu árum, til að mynda hefur safnagestum fjölgað um 90% frá árinu 1996. Ríkisframlög eru árlega yfir milljarður króna til svokallaðra ferðamannasafna en þau hafa farið lækkandi að raunvirði á síðustu árum. Við gerð rannsóknarinnar voru lagðar viðhorfskannanir fyrir menningarfulltrúa, starfsmenn hjá markaðsstofum, aðila innan ferða- þjónustunnar, aulc starfsmanna safna og safntengdrar starfsemi. í niðurstöðunni kom fram, að á sama tíma og söfn eru talin mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu, þá virðist hlutverk og staða safnanna innan greinarinnar veik. Þótt undanfarin ár hafi verið unnið mikilvægt starf í málefnum ferðaþjónustu og safna skortir grundvöll og heildræna yfir- sýn þeirra aðila sem koma að sam- þættingu beggja málaflokka! Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru 138 söfn eða fyrirtæki með safna- tengda starfsemi á íslandi. Af þeim eru þó ekki nema 45 sem skilgreind eru sem viðurkennd söfn. í dag má finna fjölda setra, safnvísa og sýn- inga um landið sem sinna sínum verkefnum af dugnaði og metnaði. Það sem skilur einkum þá starfsemi frá viðurkenndum söfnum er að þau uppfylla ekki öll skilyrði til viður- kenningar. Þau söfn sem hlotið hafa viðurkenningu verða að sinna öllum þeim þáttum sem krafist er sam- kvæmt gildandi safnalögum og siða- reglum ICOM og lúta að skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðl- un. Elcki má gleyma þeirri öflugu fræðslu sem flest söfn veita öllum skólastigum. Þau eru ófá handtökin við að kynna sig og starfsemi sína í öllum þeim miðlum sem nú eru í notkun. Að taka á móti gestum er einungis einn þáttur þeirrar dag- legu umsýslu safnamannsins. Það er því margt á könnu eins eða tveggja starfsmanna á söfnum eins og Heim- ilisiðnarsafninu á Blönduósi eða Byggðasafns Vestfirðinga. Söfn á íslandi eru lifandi, marg- breytileg, ögrandi, skrítin, forvitni- leg, skemmtileg, nýtískuleg, gamal- dags, dulmögnuð, undraverð og svo mætti lengi telja. Svo eru þar líka góð klósett! Söfn leysa ekki salernis- vandamál ferðamanna en ég veit um safn á Norðurlandi sem var vel sótt af einum leiðsögumanni sem kom oft þangað með hópa. Þegar henni var hrósað af starfsmanni fyrir að koma með hópana á safnið þá var svarið: „Það eru svo góð klósett hérna!“ Þetta segir kannslci eitthvað um hversu margþættu hlutverlci söfnin gegna. Það er elcki nóg fyrir ferðamenn að fá gott að borða og fara í sund. Þeir þurfa líka afþreyingu. Vissulega vilja margir þeirra fara í skipulagð- ar slcoðunarferðir, jöklaferðir eða hellaferðir. En það er alltaf ákveðinn hópur gesta sem hefur áhuga á að fræðast meira um menningu og sögu landsins líkt og gestakannanir sýna. Það má læra margt af þeim sem koma langt að og eitt af því er hvað erlendir gestir virðast „sjóaðir" í því að njóta sín á söfnum, þeir taka sér tíma og anda að sér því sem söfn- in hafa upp á að bjóða. Ferðamenn virðast stundum skilja það betur en heimamenn að opinber söfn eru 33

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.