Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 35
Hreindýrin skapa náttúru og menningu Austurlands sérstödu. í Minjasafni Austurlands á Egilsstödum máfrædast um þessi tignarlegu dýr, lifnadarhætti þeirra, sögu, veidar og nýtingu.
Elsa Gudný Björgvinsdóttir.
sem er íslenskt?“ þurfa söfn að eiga
svör við og ekki búa þau til.
„Er opið hjá ykkur?“ Petta er spurn-
ing sem margir safnmenn fá í auknu
mæli frá ferðaþjónustuaðilum nú
í kjölfar fjölgunar ferðamanna.
Greina má merki um aukningu í
gestafjölda á söfnum, sér í lagi á
höfuðborgarsvæðinu og hefur auk-
inn ferðamannastraumur í mörgum
tilfellum verið lyftistöng fyrir fjár-
hag safna. Til að mynda eru erlendir
gestir um 85% þeirra gesta sem
sækja Listasafn Reykjavíkur heim
þegar mest lætur. Fjölgunin hefur
samt ekki verið í takti við þá Ijölgun
ferðamanna sem sækja landið heim
og eru þar augljós tækifæri til þess
að gera betur.
Baráttan um frítíma ferðamannsins
er hörð. Margir þættir spila hins
vegar inn í hvort að söfn á lands-
byggðinni nái hlutdeild í ferða-
mannastraumnum. Sumir telja að
markaðssetning sé allt sem þurfi og
er hún vissulega mjög mikilvægur
þáttur en ekki eina breytan. Stað-
setning safnsins við hlið annarra
vinsælla ferðamannastaða er líka
lykilatriði, eins og hjá Skógasafni.
Nokkur söfn og setur hafa náð þeim
árangri að verða sjálf aðalaðdráttar-
afl staðar sem væri mögulega ekki
annars ferðamannstopp og krefst
aukakeyrslu, þar er helst að nefna
Síldarminjasafnið á Siglufirði. í
Skagafirði einum eru samtals tíu
sýningar opnar ferðamönnum.
Sex þeirra innihalda safngripi frá
Byggðasafni Skagfirðinga. Sé litið
til sýninga safna, setra og gestastofa
í Skagafirði virðist sem samspil
staðsetningar, markaðssetningar
og umfjöllunarefnis ráði mestu um
aðsóknina.
Safnmenning hér á landi hefur
einnig tekið talverðum breytingum
á síðustu árum og er það ósk margra
að heimsókn á söfn verði eins
sjálfsögð og að fara í sund. Við sem
störfum á söfnum finnst við oft ekki
ná að sinna marlcaðssetningu eins
vel og við vildum. Með hverju árinu
fjölgar þeim stöðum sem söfn þurfa
að auglýsa sig til að ná til gesta. Það
hvort söfn, þ.e. sýningar, verði „mik-
ilvægur þáttur 1 ferðaþjónustu" gæti
farið eftir því hvort hægt er að vekja
áhuga gestsins fyrirfram. Fæst safn-
anna hafa burði til að markaðssetja
sýningar sínar sem sérstakt aðdrátt-
arafl fyrir ferðamenn. Það skiptir
þess vegna máli að ferðaþjónustuað-
ilar á svæðinu veki á þeim athygli,
samhliða annarri afþreyingu. Því er
mikilvægt að sveitafélög og mark-
aðsstofur þeirra taki söfnin með í
„paklcann" þegar verið er að kynna
landshluta eða svæði. Sveitarfélög
þurfa að gera sér grein fyrir mikil-
vægi safns sem áfangastaðar. Gott
dæmi er nýlega samþykkt menn-
ingarstefna í Fljótsdalshéraði þar
sem meðal annars eru sett fram
marlcmið um að menningararfur
svæðisins og landsins sé aðgengileg-
ur íbúum og gestum. Sem dæmi um
leiðir til að ná því markmiði er nefnt
í stefnunni að endurskoða verði opn-
unartíma menningarstofnana reglu-
lega til að koma til móts við íbúa og
35