Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Side 7

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Side 7
7Ljósmæðrablaðið - júní 2013 R I T R Ý N D G R E I N ÚTDRÁTTUR Rannsóknir hafa sýnt að brjóstagjöf er heilsu og þroska barna mikilvæg. Fræðsla og stuðningur við konur sem gefa brjóst getur haft áhrif á framvindu brjóstagjafar, sjálfsmynd mæðra og reynslu þeirra af brjóstagjöf. Tilgangur rannsóknar var að skoða viðhorf mæðra til fræðslu um brjóstagjöf og samskipti þeirra við fagaðila. Eigindleg hálfstöð- luð viðtöl voru tekin við fjórtán mæður með reynslu af brjóstagjöf á 21. öldinni. Mæður með sem breytilegasta reynslu af brjóstagjöf voru fengnar til þátttöku með snjóboltaúrtaki. Viðtölin voru skráð og þemagreind. Meginþemu voru vettvangur fræðslunnar, innihald hennar og fram- setning, viðhorf og viðmót fræðsluaðila, áreiðanleiki þekkingar, stuðningur og vellíðan móður. Fræðsla um brjóstagjöf var talin mikilvæg en þótti einkennast um of af vandlætingu í garð mæðra sem ekki gáfu brjóst í samræmi við ráðgjöf. Vissar mótsagnir einkenndu fræðsl- una og ósamræmi var á upplýsingagjöf. Fræðslu um brjóstagjöf á meðgöngunni skorti og sumar mæður töldu upplýsingar ljósmæðra um hana ekki alltaf áreiðan- legar. Mæður kunnu að meta fræðslu sem einkenndist af virðingu og gagnkvæmu trausti, opinskáum umræðum um mögu- lega erfiðleika, sem og samræmdum og hagnýtum upplýsingum og ráðum, meðal annars um notkun þurrmjólkur. Gagnlegt væri að rannsaka frekar viðhorf mæðra til gæða brjóstamjólkur og áreiðanleika veittrar fræðslu sem og viðhorf einstakra faghópa til mikilvægis brjóstagjafar, gæða brjóstamjólkur og ákjósanlegrar lengdar brjóstagjafar. Lykilorð: brjóstagjöf, brjóstamjólk, fræðsla, samskipti, mannfræði. ABSTRACT Research confirms that breastfeed- ing is important for the physical and cognitive development of children. Counselling and support for women who breastfeed may influence their lact- ation, self-image and breastfeeding experiences. The aim of the research was to examine mothers views on breastfeed- ing information and counselling and their interactions with health professionals. Fourteen mothers with breastfeeding experience from the first decade of the 21st century were interviewed. Mothers with varied experience of breastfeed- ing were recruited for participation by snowball sampling. The interviews were recorded and through thematic analysis following themes were identified: setting, content and form of counselling, attitude and interface of counsellors, reliabil- ity of knowledge, support and mother’s wellbeing. Mothers appreciated brea- astfeeding conselling and considered it important for successful breastfeeding, however indignation towards mothers who experienced difficulties in breast- feeding was noted. Some contradict- ions characterised the counselling and information given was not always seen as coherent. Counselling during pregnancy was lacking and some of the mothers argued that the information given by the midwives was not always reliable. The mothers emphasized counselling that was given in a respectful manner and in an athmosphere of trust. They wanted honest and open conversations about eventual difficulties and recommendations should be consistent and useful, and include information about the use of breastmilk substitute. Further research on the views of mothers towards breast milk quality and reliability of breastfeeding lectures and counselling would be valuable, as much as reasearch on the views of indi- vidual professions on the importance of breastfeeding, breast milk quality and the optimal duration of lactation. Keywords: breastfeeding, breast milk, education/information, communication, anthropology. INNGANGUR Þótt konum sé líffræðilega gefið að framleiða brjóstamjólk er brjóstagjöf og viðhorf til hennar breytileg. Ákvörðun um að gefa brjóst er ekki einhliða persónulegt val kvenna um næringu ungbarns heldur hafa félags-, efnahags- og menningarlegar aðstæður áhrif á þá ákvörðun (Maher, 1992; Tully og Ball, 2013) og kerfislægir þættir eins og aðgangur að fræðslu um brjóstagjöf (Blum, 1999; McKinley og Hyde, 2004). Félags- og menningarlegar aðstæður hafa afgerandi þýðingu fyrir hvort, hvernig og hversu lengi brjóstagjöf er stunduð (Maher, 1992). Ráðleggingar til íslenskra kvenna um brjóstagjöf hafa verið breytilegar í tímans Viðhorf mæðra til fræðslu og ráðgjafar um brjóstagjöf: Eigindleg viðtalsrannsókn í mannfræði Jónína Einarsdóttir mannfræðingur, PhD, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Elín Ösp Gísladóttir mannfræðingur, MA RANNSÓKN Fyrirspurnir Elín Ösp Gísladóttir eog10@hi.is

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.