Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 16
16 Ljósmæðrablaðið - júní 2013
Áhugaverðir þættir úr bók Michels
Odents, Childbirth in the age of plastics
F R Æ Ð S L U G R E I N
Michel Odent er franskur fæðingarlæknir
fæddur 1930 og er því orðinn 83 ára gamall.
Hann kom hingað til lands og hélt ráðstefnu
í apríl 2012 á vegum heilsumiðstöðvarinnar
9 mánuðir. Þar vitnaði hann aðallega í bók
sína Childbirth in the age of plastics en Odent
er þekktastur fyrir náttúrlegar fæðingar og er
frumkvöðull í vatnsfæðingum. Hann lærði
læknisfræði í Parísarháskóla og var yfirmaður
skurð- og fæðingadeildar í Pithiviers í Frakk-
landi á árunum 1962‒1985. Einnig vann
hann í London um tíma og stofnaði Primal
Health Research Centre. Hann er hættur að
vinna en heldur fyrirlestra víða um heim og er
enn að skrifa bækur, sem eru orðnar 11 tals-
ins á 21 tungumáli og hann hefur sent frá sér
50 greinar í virt tímarit, meðal annars í The
Lancet (Wikipedia, 2013). Odent komst í
kynni við heimafæðingarumhverfið í London
1985 þegar hann hætti að vinna formlega sem
fæðingarlæknir en fór að vinna með konum í
eðlilegri fæðingu. Hann talar um að hlutfallið
á milli fjölda ljósmæðra og fæðingarlækna
á einum fæðingarstað hafi áhrif á útkomu
fæðingar og tíðni inngripa, þ.e.a.s. hátt hlutfall
ljósmæðra á einn fæðingarlækni er forsenda
fyrir góðri útkomu og lágri tíðni inngripa
(Odent, 1994).
Nýjasta bók Odent´s, Childbirth in the age
of plastics, var gefin út 2011 og segir frá mann-
lega hormóninu oxytocín og hve mikið búið er
að iðnvæða barneignarferlið. Hér á eftir er lítil
samantekt úr áhugaverðum þáttum úr bókinni
sem endurspegla hugmyndafræði hans.
Ástarhormónið Oxytocín
Odent byrjar á því að velta fyrir sér nýjum
aðstæðum þar sem hann spyr af hverju
nauðsynlegt sé að hafa hormón í lyfjaformi. Er
það af því að búið er að trufla hormónafram-
leiðsluna? Er það vegna þess að búið er að hafa
áhrif og tæknivæða fæðingarnar kynslóð eftir
kynslóð? Odent segir að hægt sé að læra mikið
af tuttugustu öldinni. Í fyrsta lagi að fræðileg
þekking sé nauðsynleg til þess að snúa við
gömlum hefðum, eins og það að ekki var lögð
áhersla á að barnið væri í húðtengslum við
móðurina. Hefðin var sterkari en móðureðlið
og breytingar geta tekið langan tíma. Þetta
sá Odent þegar hann vann við fæðingarhjálp
milli 1970 og1980. Síðan þá hafa vísindin
kennt okkur ýmislegt um tengslamyndun
móður og barns og áhrif hennar á brjóstagjöf,
eins og rannsóknir á broddi og brjóstamjólk og
mikilvægi þess að barn fari á brjóst sem fyrst
sýna.
Erfitt getur verið að meta hættuna á
mæðradauða þar sem ekki er hægt að gera
tilraunir með fólk, en hættan virðist vera
þrisvar til fjórum sinnum meiri á mæðradauða
í heiminum eftir keisarafæðingu en fæðingu
um fæðingarveg. Hann spyr sig hvað gerist
eftir eina eða tvær aldir ef flest börn myndu
fæðast með keisarafæðingu.
Erfitt er að útskýra það af hverju tíðni
inngripa í fæðingu sé stöðugt að aukast
alls staðar í heiminum. Hver skyldi fram-
tíð oxytocín-kerfisins í manninum vera?
Barnsfæðing er ekki eina ástandið sem þarf
á oxytocín að halda, heldur er oxytocín aðal-
uppistaða hormónakokteils mannsins, bæði
hvað varðar kynlíf og æxlunarfærin. Nú þegar
er verið að velta fyrir sér af hverju kynlífs-
vandamál eru æ algengari og ekki hefur
orðið aukning á brjóstagjöf. Sennilega liggur
svarið í oxytocínhormóninu. Odent hefur á
svo skemmtilegan hátt kallað oxytocín ástar-
hormónið. Hann segir að aðalmarkmiðið eigi
að vera hjá kynslóð 21. aldarinnar að kenna
þeim að búa til aðstæður þar sem flestar konur
á jörðinni geta fætt börn sín og fylgjur með
losun á ástarhormónum.
Gangsetningar og hormónin
Odent segir að þótt fæðing hafi hafist með
gangsetningu sé hún flokkuð sem eðlileg
með eða án mænurótardeyfingu ef ekki hefur
þurft að nota tangir og sogklukkur, þrátt fyrir
að fæðing sé örvuð með gervi-oxytocín eða
hríðaörvandi lyfi. En það virðist sem almennt
sé litið á notkun hríðaörvandi lyfs sem minni-
háttar inngrip.
Odent telur að hægt sé að draga úr keisara-
tíðni með því að draga úr gangsetningum þar
sem mikil notkun gervi-oxytocínsdreypis
(syntocínon) geti aukið líkur á læknisfræði-
legum inngripum. Nútímakonunni er gefinn
ákveðinn tími þar sem barnið á að fæðast, sem
er eftir 40 vikur, og ef fæðing hefur ekki hafist
af sjálfu sér eftir ákveðinn tíma er konan sett af
stað í fæðingu. Það veldur því að konan missir
trúna á að geta farið sjálf í gang. Fæðingar eftir
gangsetningar eru almennt erfiðari en þegar
þær fara sjálfar af stað. Það eru auknar líkur
á mænurótardeyfingu, sogklukku, töngum eða
bráðakeisara. Odent talar um þetta sem gang-
setningarfaraldur sem hafi orðið til þess að
hækka keisaratíðni í heiminum, þar sem sumar
konur eyði síðustu dögunum ekki í ró og
næði, eins og þær ættu að gera, heldur eru þær
stressaðar yfir því að eiga yfir höfði sér gang-
setningu og fara því ekki af stað í fæðingu.
Hormónin og hugurinn
Odent telur að til að ná því takmarki að
konur geti treyst á hormónajafnvægi sín þá
þurfi að viðurkenna hvað geti valdið truflun
á þeirri starfsemi, eins og adrenalín-oxytocín
mótverkunina, þ.e.a.s. að ef konan losar
adrenalín þá hamlar það losun á oxytocíni.
Vitað er að spendýr losa adrenalín þegar þau
eru hrædd, þegar þeim finnst að verið sé að
fylgjast með þeim og þegar þeim verður kalt.
Þess vegna verður kona sem er í fæðingu að
finnast hún vera örugg, að vera á hlýjum stað
og án þess að verið sé að fylgjast með henni.
Oft er talað um að í byrjun fæðingar eigi
konan að vera sem mest á hreyfingu til að
höfuð barnsins beri rétt að, en margir taka
ekki með í reikninginn að hafa adrenalínflæði
sem lægst. Til dæmis er tilgangslaust að hvetja
konu sem er að byrja í fæðingu og er í sama
ástandi og þegar hún er að sofna, að ganga um.
Þetta er eins og einhver myndi segja fólki sem
er við það að sofna að standa upp og ganga.
Taugalífeðlisfræðin getur haft hamlandi
áhrif. Þegar kona er í fæðingu þá gleymir hún
því sem hún hefur lært, lesið og planað og
verður frumstæð. Hún fer að haga sér á þann
hátt sem þykir ekki ásættanlegt hjá siðmennt-
uðu konunni í hinu daglega lífi. Hún getur
Steina Þórey Ragnarsdóttir,
Ljósmóðir, MSc
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja