Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Síða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Síða 23
23Ljósmæðrablaðið - júní 2013 Bæklingar um missi á meðgöngu Anna Lísa Björnsdóttir framkvæmdastjóri safnbókarinnar Bjarney Hrafnberg ljósmóðir Fæðingadeild Landspítala Þórunn Pálsdóttir ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítala ,,Fyrr á árum var missir á meðgöngu ekki mikið til umræðu. Að missa fóstur, jafnvel langt gengið barn á meðgöngu, var yfirleitt talið einkamál móðurinnar, eitthvað sem hún gekk í gegnum og tókst á við í hljóði.‘‘ Með þessum orðum hefst bæklingur sem ætlaður er aðstandendum þeirra sem misst hafa á meðgöngu. Það er margt til í þessum orðum þó að á undanförnum árum eða áratugum hafi verið aukin og opnari umræða um sorg tengda missi á meðgöngu og þessi sorg verið viður- kennd sem raunveruleg sorg. Upphafið á vinnu bæklinganna má rekja til haustsins 2011 þegar Anna Lísa Björnsdóttir talaði við stjórn LÍF styrktarfélags um að gera bæklinga fyrir foreldra sem misstu á meðgöngu, en henni hafði fundist það vanta eftir sinn missi fyrr á árinu. LÍF tók vel í tillöguna og bað Önnu Lísu að taka þátt í gerð bæklinganna, ásamt starfsfólki Landspítalans. Á fjölmennum fundi var ákveðið að í ritstjórn væru ljósmæðurnar Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir og Þórunn Pálsdóttir, sjúkrahúspresturinn Ingileif Malm- berg, ásamt Önnu Lísu Björnsdóttur, sem væri fulltrúi LÍF. Í mars 2012 var hafist handa og bað ritstjórnin hina ýmsu sérfræðinga um að skrifa sérstaka kafla, hver á sínu sviði. Leitað var til sálfræðings, félagsfræðings og lækna. Einnig kallaði ritstjórn eftir reynslusögum frá foreldrum. Ritstjórnin fór yfir gamla bæklinga sem, þrátt fyrir að hafa staðið vel fyrir sínu, þurfti að endurnýja. Ritstjórnin kynnti sér ennfremur erlenda bæklinga og greinar og reyndi að koma því besta af öllum þessum fróð- leik í bæklingana. Að lokum urðu bæklingarnir þrír allir með sömu yfirskrift en ætlaðir mismunandi hópum. Einn fyrir foreldra sem missa á öðrum hluta meðgöngunnar eða frá 12.‒22. viku, annar fyrir foreldra sem missa eftir 22. viku og þriðji er ætlaður aðstandendum þeirra sem missa. Ástæða þessarar skiptingar eftir meðgöngu- vikum eru mismunandi réttindi þessara hópa, ólík eftirfylgni og mismunandi vinnulag á kvennadeildum Landspítalans. Þegar leið á þessa vinnu varð ljóst að það vantar og á eftir að vinna sambærilegan bækling fyrir þá foreldra sem missa á fyrsta hluta meðgöngu og vonandi verður hafist handa við gerð hans sem fyrst. Ætlunin var að hittast nokkrum sinnum, koma orðum á blað og síðan gefa út bækling. Okkur fannst að það ætti ekki að taka svo langan tíma. Raunin varð önnur og tók vinnan við bæklingana frá mars 2012 fram í desember sama ár en það var síðan í janúar 2013 sem þeir voru á endanum gefnir út. Þetta varð því löng en fróðleg og áhugaverð meðganga. Tilgangur bæklinganna er, eins og áður segir, sá að koma til móts við þarfir þeirra foreldra sem missa á meðgöngu eða í fæðingu. Mark- miðið var að bæklingarnir yrðu vegvísir og fróðleikur fyrir þessa foreldra. Bæklingarnir eru unnir í samstarfi við starfsfólk Kvennadeildar LSH og bera þess merki að vera aðlagaðir starfseminni þar, en það er samt von höfunda að hægt verði að nota bæklingana hvar sem er á landinu. Í bæklingunum sem ætlaðir eru foreldrum er farið yfir ferli missis, reynt að koma á framfæri upplýsingum sem leiða fólk áfram skref fyrir skref og svara þeim spurn- ingum sem hugsanlega koma upp. Byrjað er á tilfinningum tengdum sorg, fjallað um mögu- legar ástæður missis, farið yfir hvað gert er við komu á spítala, mögulegar tilfinningar og líðan í sjálfum missinum og eftir á. Í bæklingunum eru líka sögur foreldra sem misst hafa á meðgöngu. Í byrjun var bæklingurinn sem ætlaður er aðstandendum aðeins einn kafli í hinum bæklingunum tveimur en endaði sem sér rit. Hann er ekki tengdur meðgöngulengd. Tilgangur bæklingsins er að auðvelda aðstand- endum að skilja upplifun og tilfinningar þeirra sem missa þannig að þeir eigi hugsanlega auðveldar með að veita foreldrum betri stuðning í þeim erfiðu sporum sem missir á meðgöngu er. Vinnan við bæklingana var mjög krefjandi, en skemmtileg og gott var að finna stuðninginn og samheldnina í þeim ólíku hópum sem lögðust á eitt um að gera bæklingana sem best úr garði. Eitt af því sem okkur fannst skipta mjög miklu máli var að velja orðalag sem auðvelt væri að skilja og hafa einfaldar skýringar. Von okkar er að það hafi tekist. Í hópnum komu oft fram ólík sjónarmið og sýn á aðstæður sem vonandi hafa skilað sér. Að lokum langar okkur að koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem komu að gerð bæklinganna. Allir gáfu vinnu sína, þeirra á meðal Eggert Pétursson listmálari, Kristín María Sigþórsdóttir grafískur hönnuður, Helgi Gríms- son prófarkarlesari og prentsmiðjan Leturprent sem gaf alla vinnu og efni. Við færum þeim okkar bestu þakkir. Á eftirfarandi slóð er hægt að nálgast pdf- útgáfu af bæklingunum: www.gefdulif.is/verk- efni/baeklingur-um-andvana-faedingar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.