Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 25
25Ljósmæðrablaðið - júní 2013 oftar í sængurlegu. Ég var ekki alveg laus við hræðsluna og var sífellt að rifja upp HELPERR því ég var viss um að ég myndi örugglega lenda í einhverju svakalegu. Svo kom að því að ég mætti á vakt og fjölbyrja var á leiðinni í hús. Ég hljóp inn á fæðingarstofuna, sem ég hafði reyndar gert oft áður, til að átta mig á því hvar allt var geymt. Jú hlutirnir voru enn allir á sínum stað en ég þurfti nú stundum að leita á fleiri en einum. Þetta kvöld tók ég á móti sextugasta og fyrsta barninu mínu og var alein. Ég tók þátt í dásam- legri fæðingu þar sem allt gekk eins og í lygasögu ÞAR TIL tími var kominn á að fylgjan kæmi en þá fór að blæða. Á Selfossi getur maður kallað eftir aðstoð hjúkrunarfræðings af annarri deild í fæðingu utan dagvinnutíma og á þessari stundu var hjá mér ein sú dásamlegasta sem jafnframt átti von á sínu fyrsta barni og fylgdist með öllu, full aðdáunar og áhuga. Hún var fyrsta flokks aðstoð í þessum aðstæðum. Ég kom sjálfri mér svo endalaust á óvart þetta kvöld því ég vissi ekki í raun hvað ég kunni mikið og var fær um að gera. Ég vissi nákvæmlega hvar allt var þegar ég þurfti á því að halda. Ég hafði strax samband við deildarlækni á LSH enda kann ég símann hjá þeim utanbókar eins og sannur starfsmaður kvennadeildar- innar. Ég fékk fyrsta flokks aðstoð gegnum símann en varð svo að lokum að játa mig sigraða og flytja konuna til Reykjavíkur þar sem pikkföst fylgja var sótt í svæf- ingu. En sátt var ég og konan alsæl þrátt fyrir allt. Í þessum aðstæðum kallaði ég til lækni sem var á vakt á slysadeildinni. Það var kandídat sem vildi svo skemmtilega til að var sonur vinkonu minnar svo við þekktumst ágætlega. Það sem mér fannst skrýtið eftir að hafa unnið á LSH þar sem læknarnir gjarnan taka yfir ef þeir eru kallaðir til, var það að þarna var ég með stjórnina allan tímann. Læknirinn kom inn og spurði hvað ég vildi að hann gerði og fengu þá verkstjórnarhæfileikar mínir að njóta sín. Síðan þá hef ég tekið á móti hjá fleiri konum sem hafa lokið fæðingu án fylgikvilla, farið með konur í sjúkrabíl á forgangi í bæinn á brjálaðri ferð með hótandi fyrirburafæðingu og í fæðingu, sinnt konum í sængurlegu og hvíldarinn- lögnum á meðgöngu. Ég hef komist að því að það tekur rétt um þrjátíu mínútur að fara með konu úr rúmi í rúm frá Selfossi til Reykjavíkur ef þörf krefur og telst það nú varla verra en Hafnafjörður ‒ Landspítali í morgunumferðinni! Hér á Selfossi hef ég gott aðgengi að þeim átta ljósmæðrum sem hér starfa alla jafna en yfirleitt fylgir alltaf á vakta- skiptum: „Þú hringir bara í mig ef það er eitthvað.‟ Læknar og ljósmæður kvenna- deildar LSH veita ráðgjöf ef þess þarf og hef ég nokkrum sinnum haft samband og fengið þar góðan stuðning og ráðgjöf vegna hjartsláttarita og annarra þátta sem þarfnast frekari ráðgjafar. Oft og tíðum þarf maður að vega og meta aðstæður, taka ákvarðanir sem hafa áhrif á útkomu fæðingarinnar bæði fyrir móður og barn og upplifun hennar. Það er því yfirleitt mikil þekkingargagnrýni sem fer fram í huga mínum þegar ég keyri til baka með sjúkrabílnum eftir að hafa flutt konu í bæinn. Gerði ég rétt? Fór ég of snemma? Var þörf á að fara? En já, ég þekki takmörk mín og takmörk aðstæðna og stend og fell með þeim ákvörðunum sem ég tek. Þegar þetta er skrifað er ég einmitt á vakt á fallegu aprílkvöldi og á von á frumbyrju ofan úr sveit með farið vatn. Ég er spennt fyrir kvöldinu og því sem koma skal. Ég er ekki alveg laus við kvíða eða óöryggi en ég veit að ég kann miklu meira en ég geri mér sjálf grein fyrir og hef aðgang að öllum þeim stuðn- ingi sem ég þarf fyrir farsæla þjónustu við barnshafandi konur í sinni heima- byggð, Selfossi. Með þessum skrifum mínum vonast ég til að hvetja ungar eða nýlega útskrif- aðar ljósmæður til að stinga sér út í djúpu laugina og ráða sig til starfa utan höfuð- borgarsvæðisins. Það er einstakt tækifæri og frábær leið til að þroskast og öðlast öryggi í starfi.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.