Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Síða 30
30 Ljósmæðrablaðið - júní 2013
inn á myndinni. Fræðslumyndin fjallar um
ungversku ljósmóðurina Agnes Gereb sem
fundin var sek og sett í fangelsi í heimalandi
sínu fyrir þær sakir að taka á móti börnum í
heimahúsum. Þeir sem stóðu að myndinni
vildu með þessu vekja athygli á mannréttinda-
brotum. Eftir myndina voru umræður og í
pallborði sátu Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir,
Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir og Eyrún
Ingadóttir, móðir sem hefur fætt heima.
Viðburðurinn var opinn fyrir alla áhugasama
og mættu um 40 manns.
Fræðsludagur um heimaþjónustu ljósmæðra
var haldinn 27. október sl. í samvinnu við
Fagdeild heimaþjónustuljósmæðra. Fjallað
var um hin ýmsu mál sem viðkoma heima-
þjónustu. Kristbjörg Magnúsdóttir og Berglind
Hálfdánsdóttir fjölluðu um ýmis praktísk mál
varðandi eigin rekstur ljósmæðra sem sinna
heimaþjónustu, Hulda Sigurlína Þórðardóttir
stjórnaði umræðum um brjóstagjöf í fyrstu
vikunni, Eva Björk Guðmundsdóttir hjúk-
runarfræðingur og móðir barns með efna-
skiptasjúkdóm fjallaði um nýburaskimun út
frá sjónarhorni foreldra, Lilja Eiríksdóttir og
Leifur Franzson svöruðu spurningum um
PKU sýnatöku og Bergrún S. Jónsdóttir fjall-
aði um frágang skjala og fleira.
Jólafundurinn var haldinn 6. desember sl.
Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur kynnti bók
sína Ljósmóðirin sem fjallar um ljósmóðurina
Þórdísi Símonardóttur frá Eyrarbakka. Boðið
var upp á jólaglögg, konfekt og smákökur
og að sjálfsögðu var farið í jólapakkaleikinn
skemmtilega.
Undirbúningsfundur um stofnun fagdeildar
í mæðravernd var haldinn 6. febrúar sl. Fyrir
fundinn var Valgerður Halldórsdóttir félags-
ráðgjafi með fræðsluerindið Litli brúarsmiður-
inn ‒ fæðing barns í stjúpfjölskyldu.
Skýrsla kjaranefndar Ljósmæðrafélags
Íslands
Síðastliðið ár hefur verið tíðindalítið hjá
kjaranefndinni, en almennir kjarasamningar
verða ekki lausir fyrr en í byrjun næsta árs.
Unnið hefur verið í samvinnu við formann
félagsins, sem einnig er í nefndinni, að yfirferð
og greiningu á stofnanasamningum ljósmæðra.
Lítið hefur þokast í vinnu við nýja stofnana-
samninga og starfa ljósmæður í raun samn-
ingslausar hvað þá varðar þar sem þeir hafa
verið lausir í langan tíma. Þó hefur vinna verið
í gangi á einstaka stofnun við endurskoðun
þeirra. Lítill vilji virðist vera hjá stjórnvöldum
og yfirmönnum stofnana að vinna að gerð
nýrra stofnanasamninga. Beðið var útkomu
stofnanasamninga hjúkrunarfræðinga á LSH
og leitað eftir samningum á sömu nótum hjá
ljósmæðrum þar, en lítið hefur enn komið út úr
þeim viðræðum.
Formaður kjaranefndar sat fundi með
formanni félagsins þar sem unnið var við
bókun 1 úr miðlægu samningunum í samstarfi
við félög innan BHM. Var það gagnleg og
þörf vinna. Þá fór formaður einnig á fund með
formanni félagsins til að ganga frá verkfalls-
listum við fjármálaráðuneytið.
Í stjórn Ljósmæðrafélagsins hefur farið fram
gerð handbókar félagsins og kom formaður
nefndarinnar að gerð hennar sem almennur
stjórnarmaður, en í handbókinni er kafli um
störf kjaranefndar sem er vísir að leiðbein-
ingum um þá vinnu og ábyrgð sem henni eru
falin af hálfu félagsmanna. Er það vel.
Skýrsla ritnefndar Ljósmæðrafélags
Íslands
Í ritnefndinni voru árið 2012 Hrafnhildur
Ólafsdóttir ritstjóri, Helga Gottfreðsdóttir,
Ingibjörg Eiríksdóttir, Ingibjörg Th. Hreiðars-
dóttir, Berglind Hálfdánsdóttir, Stefanía
Guðmundsdóttir og Ásrún Ösp Jónsdóttir.
Stefanía hefur ákveðið að hætta í ritnefndinni
og þökkum við henni fyrir samvinnuna.
Árið 2012 voru gefin út tvö tölublöð af Ljós-
mæðrablaðinu eins og undanfarin ár, gekk vel
að fá efni í blaðið. Tvær ritrýndar greinar birtust
og margar fræðslugreinar. Margar ljósmæður
eru búnar að vera í framhaldsnámi og hafa þær
verið duglegar að skrifa í blaðið. Vill ritnefndin
nota þetta tækifæri til að minna þær ljósmæður
sem hlotið hafa styrk frá Ljósmæðrafélaginu að
skrifa í blaðið. Ritnefnd hittist einu sinni fyrir
útgáfu hvors blaðs en mikil samskipti fóru fram
í gegnum netið með tölvupósti.
Það gekk sæmilega að safna auglýsingum
í blaðið. Kostnaður við útgáfu blaðsins er þó
nokkuð meiri en innkoma, prentkostnaður
hefur aukist mikið eftir hrun. Þegar öllu er
á botninn hvolft verðum við þó að hugsa um
hvaða þýðingu Ljósmæðrablaðið hefur fyrir
starfsemi félagsins og líf félagsmanna, það
vegur mjög þungt. Því skiptir kannski ekki
öllu þó blaðið standi ekki undir sér, það er
bara þýðingarmikill hluti af starfsemi Ljós-
mæðrafélagsins. Að sjálfsögðu verður þó
reynt að halda kostnaði niðri með útboði og
áfram reynt að fá inn fleiri auglýsingar.
Á síðasta ári tók ritnefndin að sér í fyrsta
sinn að sjá um útgáfu Fylgjunnar, dagbókar
félagsins. Ritnefndin tók við góðu búi frá Elín-
borgu Jónsdóttur og voru ekki gerðar miklar
breytingar á Fylgjunni. Nokkur umræða skap-
aðist um hvort Ljósmæðrafélagið eigi að gefa
út Fylgjuna í þessu formi. Tæknin er orðin
mikil, margir eru með snjallsíma og geta því
nálgast allar upplýsingar beint af netinu úr
þeim og einnig eru margir farnir að setja inn
vaktaplanið beint í símann sinn. Eftir að hafa
kannað óformlega hug ljósmæðra til Fylgj-
unnar þá er raunin sú að stór hluti ljósmæðra
notar Fylgjuna mikið og eru ekki tilbúnar að
missa af því að fá hana, er það hluti af jólunum
hjá mörgum ljósmæðrum að fá Fylgjuna í hús.
Skýrsla sjóðanefndar Ljósmæðrafélags
Íslands
Sjóðanefnd fundaði þrisvar á árinu 2012.
Tveir fundir af þremur voru vinnufundir vegna
vinnu við nýjan sjóð á vegum Ljósmæðrafé-
lagsins, Minningarsjóðs Jóhönnu Hrafnfjörð.
Jóhanna Hrafnfjörð ljósmóðir arfleiddi Ljós-
mæðrafélag Íslands að íbúð sinni að Ásvallar-
götu 25 í Reykjavík. Andvirði sölu hennar vildi
Jóhanna að færi í sjóð í hennar nafni. Megin
vinnan hefur verið í kringum skipulagsskrá og
Hrefna Einarsdóttir og Áslaug Valsdóttir buðu sig fram til formannsembættis hjá LMFÍ