Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Page 31

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Page 31
31Ljósmæðrablaðið - júní 2013 úthlutunarreglur þessa nýja sjóðs. Þau skjöl verða lögð fram til samþykktar á aðalfundi. Sjóðanefnd fékk aðstoð tveggja lögfræðinga, Ernu Guðmundsdóttur hjá BHM sem og Bergljótu Ingólfsdóttur hjá lögfræðistof- unni Mandat, við að semja skipulagsskrá og úthlutunarreglur þessa nýja sjóðs. Einnig hefur skipulagsskráin og úthlutunarreglurnar fengið yfirlestur stjórnarmanna Ljósmæðrafélagsins. Birna Gerður Jónsdóttir ljósmóðir sem félagið leitaði til kom einnig með góðar ábendingar. Einn fundur var haldinn vegna styrkút- hlutana úr Rannsóknar- og þróunarsjóði LMFÍ. Umsóknir í Rannsóknar- og þróunar- sjóð LMFÍ voru að þessu sinni sex talsins að upphæð 3.205.000 kr. Ein umsókn var ekki styrkhæf þar sem umsækjandi var ekki kjara- félagi í LMFÍ. Upphæð til úthlutunar í ár úr sjóðnum er 1.612.318 kr. Ljóst var að ekki yrði hægt að styrkja öll verkefnin til fulls. Styrkveitingar voru sem hér segir: • Steina Þórey Ragnarsdóttir fékk 300.000 kr. styrk vegna rannsóknar í meistara- námi sínu þar sem hún kannaði útkomu og undirbúning á eðlilegum fæðingum við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. • Ólöf Ásta Ólafsdóttir fékk 250.000 kr. styrk vegna kostnaðar við rannsóknar- og þróunarverkefni. Rannsóknin er um heimafæðingar á Norðurlöndum og nefn- ist Skipulagðar heimafæðingar á Íslandi 2010‒2014. • Sigríður Sía Jónsdóttir fékk 400.000 kr. styrk vegna kostnaðar við rannsóknar- og þróunarverkefni sem er 2. hluti af doktors- verkefni hennar. Verkefnið hennar fjallar um tengsl geðheilsu, sambands við maka, félagslegs stuðnings og vandamála á meðgöngu. • Anna Sigríður Vernharðsdóttir fékk 250.000 kr. styrk vegna kostnaðar við rannsóknar- og þróunarverkefni. Rann- sókn hennar og gæðaverkefni horfir til innleiðingar á breyttu vinnulagi við barnsfæðingar til að fækka 3. og 4. gráðu spangarrifum á Landspítala. • Helga Gottfreðsdóttir fékk 400.000 kr. styrk vegna kostnaðar við rannsóknar- og þróunarverkefni sitt er nefnist Fræðslu- íhlutun um fósturskimun fyrir fagfólk, þróun og mat á árangri. • Margrét Unnur Sigtryggsdóttir sótti um styrk vegna námskeiða vegna framhalds- náms. Hún vinnur að þróun spurningalista fyrir rannsókn til að meta notkun óhefð- bundinna meðferða á meðgöngu. Margrét Unnur sótti um styrk að upphæð 630.000. kr. Sjóðanefnd telur umsækjanda ekki styrkhæfan þar sem viðkomandi er ekki kjarafélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands og veitti því ekki styrk. Skýrsla Ljósanna Starfsemi deildarinnar breytist lítið milli ára. Nokkrar Ljósur hafa látist á árinu en 14 nýjar komu inn eftir áramót og voru 227 fundarboð send út fyrir vorfundinn sem var 13. mars sl. Starfsmaður á skrifstofunni ásamt formanni LMFÍ hafa aðstoðað við að bæta á póstlista þeim ljósmæðrum sem verða sextugar á árinu og búa á Íslandi. Ljósmæðrafélagið hefur borið kostnað af ljósritun og póstsendingum. Það hefur reynst mjög vel að leita til félagsins með ýmis- legt sem viðkemur starfsemi deildarinnar og sömuleiðis er starfsfólk BHM í Borgartúni afar hjálplegt. Ljósurnar halda tvo fundi yfir veturinn, aðalfund í október og einn almennan fund að vori, yfirleitt í mars. Stundum hafa fundar- konur verið með upplestur eða frásagnir á þessum fundum. Algengur mætingarfjöldi er 25, en 13. mars síðastliðinn mættu 36, sem er algjört met. Tveir formlegir stjórnarfundir eru haldnir yfir veturinn, en þess utan er oft lagt á ráðin í gegnum síma. Vorferðin að þessu sinni var farin 6. júní 2012 að Kirkjubæjarklaustri, alls 39 Ljósur. Stansað var á Þorvaldseyri þar var Gestastofa opnuð 2011. Þar eru mjög góðar upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og áhrif þess á lífið á svæðinu. Mynd- band, sem tekur 20 mín., færir mann inn í atburðarásina. Ýmislegt fleira var skoðað þennan dag og í þetta sinn þurfti ferðanefndin ekki að sjá um matartilbúning, borðað var á veitingastöðum. Ferðarnefndin er sú sama og undanfarin ár, Guðrún Davíðsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Sveina Jónsdóttir, Sigurborg Kristins- dóttir og Sjöfn Eyfjörð. Þær hafa staðið sig með mikilli prýði og þessi árvissi atburður er öllum mikið ánægjuefni. Breyting varð á stjórn „Ljósanna“ á síðasta aðalfundi. Inga Elíasdóttir og Þorgerður Páls- dóttir drógu sig í hlé. Þær hafa staðið sig með sóma og gott að vita af þeim áfram í Ljósu- hópnum. Stjórnina skipa nú María Björns- dóttir, formaður, Anna Þorsteinsdóttir, vara- formaður, Halldóra Ásgrímsdóttir, ritari (ný í stjórn ), Ásta Lóa Eggertsdóttir (ný í stjórn), varamaður, og Ásgerður Helgadóttir, vara- maður. Að beiðni ritnefndar Ljósmæðrablaðsins sendi stjórn Ljósanna pistil í blaðið með yfir- skriftinni: „Hvað gera Ljósurnar?“ Ritnefnd þótti greinilega forvitnilegt að vita hvað þessar kellur gera þegar aldur færist yfir. Pistillinn birtist í 1. tbl. júní 2012. Utan formlegra starfa í Ljósudeild er nokkuð fastur liður að fara í kaffi í Perlunni 1. miðvikudag hvers mánaðar, en sá fundur er opinn öllum, óháð því hvort þær eru skráðar í deildina eða ekki. Einnig er orðin hefð að fara og borða saman á veitinga- stað þegar hyllir undir aðventu. Hluti ferðanefndar stýrir þessu. Það verða alltaf fagnaðarfundir þegar Ljósurnar hittast, hvort sem er á fundum eða ferðalögum. Það má því segja að þær lifi eftir því sem Hjálmar Freysteinsson segir í ljóði: „... en viltu muna að vináttan er, verðmæt- ust eðalsteina“ Skýrsla Fagdeildar heimaþjónustu Síðasta starfsár Fagdeildarinnar einkenndist að miklu leyti af óvissu um framtíð heima- þjónustu í sængurlegu, eins og starfsárin þar á undan. Að auki einkenndist starfsárið af viðræðum um rammasamninga. Á haustdögum stóð fræðslunefndin ásamt fagdeild um heimaþjónustu fyrir fræðsludegi sem var mjög ánægjulegur og vel sóttur af ljós- mæðrum. Fræðsludagurinn var gott sambland af grunnmenntun fyrir nýjar heimaþjónustuljós- mæður um hagnýt atriði ásamt símenntun. Er þetta vonandi vísir að áframhaldandi símenntun fyrir heimaþjónustuljósmæður. Í nóvember sl. hófust fundahöld vegna rammasamnings við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þar kom fram að viðræður við Sjúkra- tryggingar Íslands vegna ljósmóðurrekins fyrirtækis um heimaþjónustu í sængur- legu höfðu ekki gengið sem skyldi. Því var ljóst að gengið yrði til viðræðna um áfram- haldandi rammasamning við SÍ. Óskaði stjórn Fagdeildar eftir því við SÍ að viðræður um nýjan rammasamning um heimaþjónustu yrðu hafnar hið fyrsta. Þar sem miklar viðbætur höfðu orðið á samningi ársins 2012 til að bæta þjón- ustu við sængurkonur var ákveðið að leggja megin áherslu á löngu tímabæra launa- leiðréttingu ljósmæðra í heimaþjónustu og heimafæðingum. Fagdeildin hafði undir höndum skjal frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem fram kom hin mikli sparnaður sem hlotist hefur af heimaþjónustu ljósmæðra. Fagdeildin fór fram á að hluti þess sparnaðar yrði nýttur til launaleiðréttingar. Farið var fram á að greiðslur yrðu leiðréttar til samræmis við launaleiðréttingar ljósmæðra í almennum kjarasamningum í september 2008. Farið var fram á að SÍ leituðu til yfirboðara sinna eftir auknu svigrúmi til samninga. Strax var ljóst að Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki komið til móts við kröfur ljósmæðra. Gerð voru drög að nýjum rammasamningi sem fagdeildin lagði fyrir kjarafund heimaþjónustuljósmæðra sem haldinn var 6. desember 2012 sem því miður var mjög illa sóttur. Tilgangurinn með fund- inum var að skýra stöðuna fyrir ljósmæðrum og fá fram skýran vilja þeirra um hvort ganga ætti að rammasamningi eða fara í frekari aðgerðir til að þrýsta á launaleiðréttingu. Þar sem svo fáar ljósmæður mættu á fundinn og ekki ljóst um vilja ljósmæðra þótti rétt að ganga að breyttum rammasamningi. Niðurstaðan var samningur með hækk- unum sem tóku gildi 1. janúar 2013 til eins árs. Helstu breytingar voru þær að eininga- verð hækkaði og einingafjöldi á bak við hverja vitjun var aukinn. Á móti fækkaði hámarks- fjölda vitjana fyrir konur og börn í heilsufars- flokki A. Með þessu hækkuðu laun ljósmæðra á hverja vitjun. Því miður sá SÍ sér ekki fært að verða við kröfum ljósmæðra um launaleiðréttingu, þrátt fyrir óyggjandi rök fyrir að slík leiðrétting sé nauðsynleg til að halda þjónustustiginu við lýði.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.