Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Síða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Síða 32
32 Ljósmæðrablaðið - júní 2013 Stjórn: Formaður: Áslaug Valsdóttir, s. 861 6855 formadur@ljosmodir.is Varaform.: Anna Eðvaldsdóttir annaedva@landspitali.is Ritari: Ásta Hlín Ólafsdóttir asta.hlin@simnet.is Vararitari: Steina Þórey Ragnarsdóttir steina@hss.is Gjaldkeri: Inga Sigríður Árnadóttir geggja@hotmail.com Varagjaldk.: Hafdís Ólafsdóttir hafdisol@gmail.com Meðstj. Björg Sigurðardóttir bjorg@hss.is Ritnefnd: Hrafnhildur Ólafsdóttir ritstjóri, s. 846 1576 hrafno@internet.is Helga Gottfreðsdóttir helgagot@hi.is Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir ingibjorghre@simnet.is Ingibjörg Eiríksdóttir ingibjorgei@simnet.is Berglind Hálfdánsdóttir bugsy@internet.is Ásrún Ösp Jónsdóttir aoj5@hi.is Edda Sveinsdóttir eddasveins@simnet.is Kjaranefnd: Björg Sigurðardóttir, formaður, s. 894 4649, bjorg@hss.is Guðrún Fema Ágústsdóttir femaa@hotmail.com Guðrún Kormáksdóttir gudrunk@hsu.is Harpa Ósk Valgeirsdóttir Formaður LMFÍ Fræðslu- og endurmenntun- arnefnd: Hanna Rut Jónasdóttir, formaður, s. 698 3637 hannadagga@hotmail.com Bergrún Svava Jónsdóttir bergrunjons@hotmail.com Elín Arna Gunnarsdóttir Guðrún I. Gunnlaugsdóttir gualjosa@gmail.com Hallfríður Kristín Jónsdóttir frida@gmail.com Sjóðanefnd: Formaður LMFÍ Gjaldkeri LMFÍ Gréta Rún Árnadóttir gretarunarna@gmail.com Greta Matthíasdóttir greta@makker.is Margrét Guðmundsdóttir magmar@internet.is Kjörnefnd: Birna Ólafsdóttir, formaður, s. 863 8806 Guðrún Huld Kristinsdóttir Hilda Friðfinnsdóttir Siðanefnd: Anna Rut Sverrisdóttir annarutljosa@gmail.com Birna Gerður Jónsdóttir birnagj@landspitali.is Guðrún Halldórsdóttir NJF: Hildur Kristjánsdóttir S: 557 1591 hildurkr@simnet.is Fulltrúi úr stjórn Skoðunarmenn: Ingunn Vattnes Jónsdóttir Margrét Guðmundsdóttir Aðaltrúnaðarmaður: Guðrún Sigríður Ólafsdóttir Stjórn og nefndir Ljósmæðrafélags Íslands 2013-2014 Breytt vinnulag við K-vítamín gjöf á LSH Fyrir um einu og hálfu ári ákváðu ljósmæður á Landspítala að fara út í breytingar á K-vítamín gjöf, þ.e. hvenær gefið er K-vítamín. Fram að þessu hafði hver ljósmóðir sinn háttinn á með þetta, þó svo flestar ljósmæður gæfu K-vítamín sprautuna eftir að búið var að vigta og mæla barnið. Ákveðið var að gefa K-vítamín alltaf sem fyrst eftir að barnið fæðist, yfirleitt þannig að sú ljósmóðir sem aðstoðar við fæðinguna gefur það á fyrstu mínútunum. Rökin fyrir breytingunni voru fyrst og fremst að rétt eftir fæðinguna er barnið enn undir áhrifum endor- fínanna sem það fær við fæðinguna og ætti því ekki að upplifa eins mikinn sársauka við það að fá sprautu. Sprautan getur einnig gegnt því hlutverki að veita örvun því á fyrstu mínútunum þarf stundum að örva börn til þess að anda eða gráta. Okkur fannst mikilvægt að samræma verk- lag við gjöf K-vítamíns á stofnuninni til að minnka líkur á að K-vítamín væri gefið of oft eða að það gleymdist. Sú ljósmóðir sem gefur sprautuna kvittar fyrir lyfjagjöfinni á barnablaði. Rétt er að það komi fram að ekki er mælt með því að Konakion-stungulyf sé dregið upp í sprautu fyrirfram og geymt í lengri tíma þar sem virka efnið Phytomena- dione brotnar niður í ljósi. Út frá örverufræði- legu sjónarmiði er heldur ekki mælt með því að geyma lyf uppdregin í sprautu. Við höfum því haft þann háttinn á að draga lyfið upp eins nálægt lyfjagjöf og hægt er, miðað við aðstæður hverju sinni en þó er í lagi að geyma það uppdregið í allt að klukkustund. Þetta verklag krefst auðvitað þess að búið sé að láta foreldrana vita fyrir fram að þetta verði gert, svo þau viti bæði um ástæður þess að K-vítamín sé gefið, tímasetninguna á gjöfinni og möguleika þeirra á að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þau þiggi K-vítamín gjöf fyrir sitt barn. Best er auðvitað að búið sé að kynna þetta fyrir foreldrum áður en í fæðinguna er komið þar sem umræðan og ákvarðanatakan er foreldrunum auðveldari hafi þau heyrt um K-vítamín gjöf áður en til fæðingarinnar kemur. Í því sambandi bendum við á bæklinginn um K-vítamín, úr bæklingaröð Ljósmæðrafélagsins, sem finnst á vefsíðunni ljosmodir.is og ætti því að vera öllum aðgengilegur. Veitir hann góðar upplýsingar fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa. Gréta Rún Árnadóttir og Anna Sigríður Vernharðsdóttir ljósmæður á fæðingadeild Landspítala

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.