Stjarnan - 01.08.1928, Side 9

Stjarnan - 01.08.1928, Side 9
120 STJARNAN STJARNAN 121 Pana—Kraftaverk náðarinnar. Eftir forsjón GuÖs hafa margir kristnir kennimenn veriÖ kallaÖir til að flytja bræðrum sínum í Solomon eyjunum fagnað- arerindið. Þessir kennimenn, sem hafa aSeins takmarkaða ment- un, hafa yfirgefið heimili sín og sezt að meðal þjóðflokka í myrkri heiðindómsins og fyrir hiS göfuga líferni þeirra og hina einföldu kenningu hafa margir verið leiddir til að fylgja götu réttlætisins. Þegar séra G. F. Jones kom fyrst til Marovo Lagoon, var Tatangu fjölskyldan meðal hinna fyrstu til að veita kenningu Krists viðtöku. Tatangu átti fleiri syni og einnig einn fóstur- son og fúslega gaf hann þessa drengi til að verða kristniboða. Allir þessir drengir höfðu mikla löngun til að læra ensku og meðan þeir lærðu hana frá Biblíunni, leiddi Heilagur Andi þá til að sjá Jesúm sem Frelsara allra kynkvísla jarðarinnar, en Satan var ekki á því að sleppa þessum drengjum án þess að heyja stríð, til þess að geta haldið þeim. I fleiri ár var þeirra freistað og voru þeir oft truflaðir á margan hátt, en þeir komu ávalt undir eins til kristniboðans, til þess að öðlast hjálp hjá honum. Hann kendi þeim að biðja og yfirbuga hinn vonda í Jesú nafni. Er þeirra eigin hjörtu voru opnuð fyrir fagnaðarerindinu og þeir sáu hversu miklu dýrmætara lífið var þeim, þegar þeir fylgdu kenningu Heilagrar Ritningar, voru þeir fúsir til þess að færa öðrum fagnaðarerindið. Meðal hinna fyrstu, sem kjörnir voru til að yfirgefa heimili og ættingja, var Pana, bróðursonur og fóstursonur Tatangu. Hann var með séra R. H. Tutty og konu hans til Vella La- Pana og kona hans. vella eyjunnar sem aðstoðarkennari. Ekki fyr höfðu þau lent í Dovele, fyr en inflúenza fór eins og farsótt um alla eyjuna. Pana hjálpaði til að hjúkra hinum veiku, þangað til aö hann sjálf- ur veiktist af þessari skæðu veiki og í þrjá mánuði lá hann rúm- íastur á heimili kristniboðans. Með stöðugri hjúkrun og fyrir innilegri bæn fékk hann heilsuna aftur, til þess að gjöra enn meira verk á eyjunni Ronongo. Þegar höfðinginn i Ronongo bað um að fá kennara, hafði séra Tutty engan að send'a, en beiðni höfðingjans var framborin í svo mikilli alvöru, að hann að lokum ákvað að senda Pana með honum og láta hann reyna að gjöra það, sem hann var fær um með sinni takmörkuðu mentun. Pana fann þar fólk, sem þurfti hjálpar með. Hann byrjaði undir eins að rétta þeim hjálparhönd. Daglega hélt hann skóla og kendi þeim hinar einföldu lexíur, sem hann sjálfur hafði lært. Hann kendi þeim einnig aS syngja söngva Zíónar, sem þeir lærðu að elska mjög svo mikið. Skólakenslan, söngæfingarnar og guðs- þjónusturnar voru vel sóttar af stórum hóp af unga fólkinu, en hann þurfti að hafa aðra aðferð til að geta hjálpað eldra fólkinu, sem lengi hafði þjónað skurðgoðum af tré og steini. Pana vissi af reynslu hvað það þýðir að slíta sig frá skurðgoðunum og djöflatilheiðslunni. Hann hafði sigrað í nafni og fyrir kraft Jesú Krists og nú hafði hann sjálfur á þessu nýja kristniboðs- sviði þvílíkan kraft i bæninni, að djöflar voru oft og tíðum reknir í Jesú nafni út af þeim, er reyndu að stefna á ljósið. Þegar Pana talar um verk sitt þar, segir hann: Spítali vor í Maulmain, þar sem maðurinn, sem hafði verið stunginn af fíli fékk lækn- ingu. (Sú grein verður að bíða til næsta blaðs.) prír holdsveikir menn, sem fengu lœkn- Dr. Graybill hjálpar sjúklingum á trúboös- Morton kristnibogi skoðar sjúklinga undir beru ingu á spítalanum i Malamulo í Ný- skipinu á Titica vatninu. lofti í Bechuanalandi í Afríku. assalandi. Sjúklingar, sem eru að bíða eftir að sjá lækninn, fyrir utan spítala vorn í Nuzoid á Indlandi.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.