Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 2
2 STJÁRNAN wwwwwwvwwwwwvwwwwvvwvwvwwwwwwwwwwww Gleðilegt nýár 1932 Hversu oft heyrum vér ekki börnin tala um hvaÖ þau ætli að gjöra þegar þau verða stór. Mér er sönn ánægja að hlusta á ráðagjörðir þeirra, þótt eg viti að þær muni breytast á einn og annan hátt, áður en til framkvæmdanna kemur. Það er einnig gleðiefni að vita foreldrana gjöra sér vonir um, hvað börn þeirra muni verða, og hvað þau muni gjöra þegar þau ná þroska aldri. Þetta ber vott um líf og f jör og áhuga. Og mikið af gleði lifsins er fólgin í því, að setja sér hátt takmark, og keppa svo að því með öllum lífs og sálar kröftum, með öruggri fullvissu um að ná hinu setta takmarki og öðlast sigur- launin. Eitt, sem vert er að athuga í þessu sam- bandi er það, að vér verðum að byggja loftkastala vora svo skynsamlega, að þeir megi verða oss og öðrum til gagns, þegar þeir komast á fastan grundvöll, og annað hitt, að hugsjónir vorar séu svo háar, traust vort á guði og sjálfum oss svo ó- bilandi, að vér ekki missum kjarkinn þótt vér verðum að breyta til með áform vor eða fresta þeim. Fegursta framtíð og vissastan sigur i framsóknar baráttu lífsins öðlumst vér, ef vér byggjum loftkastala vora, það er, á- form vor og hugsjónir, í samræmi við áform og óskir vors himneska Föður oss til handa. Ó hvílík framtið. Vér getum stundað lögfræði, læknis- fræði og allskonar vísindi, búið oss undir stöðu, sem veraldlegir eða andlegir leið- togar þjóðar vorrar, eða gjörst kennarar í vísindum eða verklegum framkvæmdum, þar sem auður og heiður blasir við oss. Þetta er alt lofsvert og Guði þóknanlegt þegar það er framkvæmt mannkyninu til blessunar og Guði til dýrðar. En áform Guðs oss til handa er miklu víðtækara. hærra og háleitara. Vér finnum það í Eúk. 12 :32. “Vertu ekki hrœdd litla hjörð, því Föð- ur yðar hefir þóknast að gefa yður ríkið.” Jesús er Konungur konunganna og Drott- inn drotnanna, og það er vilji Föðursins að vér skulum ríkja með Jesú á hans há- sæti eilíflega: “Sá er sigrar, hann mun eg láta sitja hjá mér í hásæti mínu, eins og eg sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans.” Opinb. 3:21. Óútmálanleg dýrð. Konungleg staða um eilífar aldir. Alt sem vér þurfum að gjöra, er að mæta skilyrðum þeim sem Guð setur, og búa oss undir stöðuna sam- kvæmt áætlun hans, svo vér megum finn- ast verðir þess að upphefjast til slíkrar tignar. “Öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, sem trúa á nafn hans.” Jóh. 1 :i2. “En ef vér erum börn, þá erum vér líka erf- ingjar og það erfingjar Guðs en samarfar Krists.” Róm. 8:17. Þótt Jesús sé á himni en vér á jörðu, þá er hann nálægur öllum, sem hann ákalla, hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið, hann er vor eina sáluhjálparvon. Aðeins fj^rir samfélag við hann, getum vér öðl- ast þá mentun og það hugarfar, sem gjörir oss verðuga fyrir arfleifð heilagra i ljósinu. Guð hefir kallað oss til sam- félags sonar síns, Drottins vors Jesú Krists. “Hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss alt, sem heyrir til lífs og guð- rækni, með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni dýrð og dáð, og með því hefir hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakandi í guðlegu eðli. 2. Pét. 1:4- (Framh. á bls. 14)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.