Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 16
Nýárs hugleiðingar 1 öllum löndum og á öllum sviÖum mannlífsins finna menn tii þess hvað þess- ir tímar eru erfiðir. Það virðast vera öfl ríkjandi í heiminum, sem menn ráða ekki við. Margir ætla sér það á þessum dögum, sem þeir ekki komast. Skattar og byrðar af öllu tægi eru lagðar á þjóðirnar, til þess að ríkin geti náð í peninga tii að borga gamlar skuldir og auka stríðsútbúnað sinn. Fæstir menn nú á tímum hafa !ært að sníða stakk eftir vexti. Ef forfeður vorir hefðu getað litið upp úr gröfum sínum, mundu þeir allir segja einum rómi: “Þér lifið í óhófi.” Bílar og óhollar skemtanir taka mikla peninga og mikinn tíma, svo að þeir menn eru óðum að fækka, sem lesa sér til fróðleiks og mentunar eins og áður var tilfellið. Og þótt menn taki tíma til að lesa, þá fara þeir yfir lítið annað en fréttablöðin og skáld- sögurnar síðustu, sem eru eins og grasið, er í dag stendur, en á morgun er í eldinn kastað. Það ritmál og þær bókmentir, sem útheimta hugsun til að geta haft nokk- uð gagn af, eru ekki vinsæl á þessum tímum. Sem betur fer eru enn nokkrar und- antekningar. Meðal íslendinga er ekki fróðleiksfýsnin útdauð. Margir íslendingar hafa viðbjóð á því bókmarkaðsrusli, sem ekki hefir neitt fróðleiksgildi, heldur skemm- andi áhrif á sál og líkama. Stjarnan hefir áður bent á hvað óhollur lestur getur haft í för með sér. Margur ungur maður og stúlka hafa lent í ógæfu fyrir að hafa drukkið vatn af þess konar gruggugum uppsprettum. Þess vegna verður maður að vera varkár hvað maður þýður sál sinni að nærast á. Samkvæmt vitnisburðum þeim, sem hafa borist Stjörnunni, eru menn og konur svo hundruðum skiftir, er hafa ekki einungis ánægju af að lesa fræðandi rit and- legs efnis, heldur álíta það nauðsynlegt, því að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem framgengur af Guðs munni. Með allri hóg- værð skorum vér á þess konar manneskjur að rétta oss hjálparhönd, til að geta komið Stjörnunni inn á enn fleiri heimili, þar sem hún mundi geta orðið fólkinu til gagns og blessunar. Við og við fáum vér bréf frá kaupendum, sem ekki eiga heima í íslenzkum nýlendum, og votta þeir Stjörnunni þakklæti sitt, því að hún er eini presturinn, sem heimsækir þá. Hefir þú, kæri vinur, skyldfólk, sem býr fyrir utan allan íslenzkan félagsskap, þá reyndu að senda þeim Stjörnuna á þessu ári, og getum vér fullvissað þig um að hún mun verða þegin með þakklæti. Hver hefir ekki gaman af að lesa sögur sem “Flóttann frá Síberíu” og fyrir- lestraflokka “Davíðs Djarfs.” Báðar þessar sögur fræða oss um margt, sem vér vissum ekki áður. Spurningakassinn hefir þegar veitt mörgum þekkingu á því, sem þeim var áður hulið. Margar ágætar ritgjörðir eru þegar í smíðum og munu birtast undir eins og plássið leyfir. Á þessum alvarlegu tímum verða rnenn að ná í eitthvað, sem getur borið þá uppi, þegar alt fer að hrynja. Guð hefir boðskap til allra. í þessum boðskap er ljós, þekking, líf og kraftur til að hjálpa mönnum undir öllum kringumstæðum. Stjarnan sendir kaupendum sínum alúðarþakkir fyrir að hafa sent inn and- virðið og gjafir til kristniboðsins á liðna árinu og vonum vér að þeir, sem enn ekki hafa borgað blaðið gjöri það við fyrstu hentugleika. Með hugheilum nýárs- óskum. —D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.