Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 4
4 stjarnan og borganna hverfur og fólksfjöldinn verSur of mikill í borgunum og vinnu- krafturinn óf lítill til sveita, þá er þjóÖ- inni hætta búin, vegna þess að framleiÖsla iSnaÖarins verður of mikil og atvinnu- leysið fer í vöxt. VerkalýÖurinn hefir þá ekkert kaupmagn og þar af leiSandi verö- ur salan fyrir bændavöru minni og hún fellur í verði og því verður tjóniS tvöfalt. Á þetta sér stað í mörgum löndum er heiminum öllum hætta búin. AuÖur þjóS- anna er þá í öllum föllum kominn á hend- ur fárra manna eSa félaga, sem ráSa lög- um og lofum og kæra sig ekkert um hvort verkalýðurinn haldi lífinu eSa svelti í hel. Mannkynssagan sýnir oss aS þess háttar fyrirkomulag er uppkveðinn dauðadómur yfir þjóðunum. Fáein dæmi munu fljótlega sannfæra oss um þaÖ: “PersarikiS leiS undir lok, þegar eitt prócent af öllum íbúum landsins átti alt landið. Egyptaland fór um koll, þegar tvö .prócent af fólksfjöldanum áttu níu- tíu og sjö af hundraði af öllum auðnum í landinu. Babýlon dó, þegar tvö prócent af íbúunum áttu allan auSinn og Róma- ríkiS andaðist, þegar átján liundruö menn áttu allan hinn þáþekta heim.”—“Philo- sophy of Mutualism” eftir Parson. Þetta er einmitt ástandiS, sem nú er ríkjandi í heiminum í dag og eins vist og sólin mun renna á morgun er það, að öll- um heimi stafar hætta af þessu fyrir- komulagi. Þegar hinn hungraði fjöldi stórborganna lætur til sín heyra, þá er engin veraldleg stjórn, sem, getur ráðiö viS hann, og munum vér þá sjá eftirfar- andi spádóm rætast: “HeyriS nú, þér auSmenn, grátið og kveiniS yfir þeim eymdum, sem yfir yÖur munu oma. Auður yðar er orÖinn fúinn og klæði yðar eru oröin mölétin, gull yÖar og silfur er orSiS rySbrunniÖ, og ryðið á því mun verða ySur til vitnis og éta hold yðar eins og eldur; þér hafið fjár- sjóðum safnað á síðustu dögunum. Sjá, laun verkamannanna, sem hafa slegið lönd ySar, þau er þér hafiS haft af þeirn, hrópa, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottms hersveitanna. Þér hafiö lifað í sællifi á jörðinni og í óhófi; þér hafiÖ alið hjörtu yðar á slátr- unardegi. Þér hafið sakfelt, þér haíið drepiS hinn réttláta; hann stendur ekki í gegn yÖur. Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjá, akuryrkjumað- urinn bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarSarinnar og þreyir eftir honum, þang- aS til hann hefir fengið haustregn og vorregn. ÞreyiS og þér, styrkið hjörtu yðar, því aS koma Drottins er í nánd.” Jak. 5:1-8. Priðarhreyfingin og stríðsútbúnaffurinn. Margir friSarpostular hafa látiS til sín heyra síðastliSinn mannsaldur. Yér dá- umst að þessum mönnum og tilraunum þeirra, en samt sem áður getur enginn lokað augum sínum fyrir veruleikanum og hann er sá, að allar þjóðir eru óðum að búa sig í annað stríð. Glögt stendur þetta stjórnmálamönnum fyrir sjónum og þess vegna reyna þeir með friðarráð- stefnum, aÖ sefa ótta lýSsins. Framsókn- armenn, sem einskis svífast, til að geta haft sínu fram, sitja aS völdum í sumum löndum. Þeir vilja ekki frið heldur stríS, til þess aS geta náð yfirráðum yfir viss- um þjóðum, sem þeir þykjast hafa rétt til að drotna yfir. Á Indlandi sýður í öllu. í Kína leikur alt á reiðiskjálfi. Austur- álfan öll er vöknuð og hinir herskáu leið- togar gulu þjóðanna, foringjar Múham- eðstrúarmanna ásamt Mahatma Gandhi, hinum nafnfræga leiÖtoga Hindúa, bíSa einungis eftir tækifæri til að losa sig undan valdi hvítu þjóSanna og ráðast á NorÖurálfuna og Norður-Ameríku. Austurlöndin eins vel og vestrænu þjóSirnar hafa sína ofsamenn og þar eins vel og hér reyna þeir að æsa menn upp. Hugsunarháttur þess konar manna gagn- vart hvítu þjóðunum kemur í ljós í orð- um Achmed Abdullah, sem er ættingi Múhameds mikla: “Vér kendum yður að lesa, skrifa og

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.