Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 8
8
STJARNAN
sér aÖ bera fram slíkan spádóm? Fjöldi
vantrúarmanna hafa ritaÖ óteljandi bæk-
ur á móti Biblíunni. En í 2,000 ár hefir
ekki einn einasti vantrúarmaður hrakiö
þennan spádóm um Týrus. Volney, hinn
franski vantrúarmaður segir jafnvel frá,
að hann hefði heimsótt blettinn, þar sem
borgin hefði staðið, og séð fiskimenn
þurka net sín þar, alveg eins og spádóm-
urinn sagði að þeir mundu gjöra. Traveis
2. bindi, bls. 212). Hvert ár, hver dagur,
hver mínúta, sem grundvöllur Týrusar
stendur í auðn, hrekur staðhæfingar van-
trúarmanna um að spádómar Biblíunnar
séu óljósir eða að þeir hafi verið gefnir
eftir að viðburðirnir áttu sér staS.
Einhver mun hugsa, “vel ágizkað,” en
það er ekki fullnægjandi úrlausn, sérstak-
lega vegna þess, að enginn vantrúarmað-
ur, enginn, nema rithöfundar Biblíunnar,
hafa gefið einn einasta áreiðanlegan spá-
dóm, sem náð hafi yfir fleiri hundruð
ára, viðvíkjandi nokkurri borg i heimi.
Hvernig stendur á því, að rithöfundar
Biblíunnar hafa getað gizkað á og það ná-
kvæmlega rétt, hvað mundi við bera þús-
undir ára fram í tímann?”
Hr. Einarsson stóð upp og svaraöi:
“Það er ekkert nema náttúrlegt, að rit-
höfundur, sem horfir á eyðilagða borg,
búist við og segi fyrir að hún verði aldrei
bygð upp aftur.”
“Slík ályktun, hversu náttúrleg sem
hún virðist, hefði strax komið spámann-
inum í vandræði,” svaraði hr. Djarfur.
“Vér skulum taka til dæmis, hefði Eze-
kíel beint athygli sinni að Sídon, sem var
aðeins 30 mílur frá Týrus og miklu eldri
borg. Sídon hafði svo iildum skifti borið
vott um afturför, meðan Týrus var í mikl-
um blóma. Ef vér fylgjum skoðun þinr.i
viðvíkjandi tímanum hvenær spádómur
Ezekíels er gefinn, þá styrkir það mjög
málstað vorn, því þótt Sídon væri á aft-
urfararskeiði árið 530 f. Kr., þá var hún
tekin og eyðilögð af Artaxerxes Ochus
Persa konungi árið 351 f. Kr.
“Samkvæmt skoðun þinni hr. Einars-
son, þá var spádómur Ezekíels gefinn
miklu seinna, að minsta kosti eftir tíma
Alexanders mikla, svo ef spámaðurinn
hefði bygt á líkindum árið 330 f. Kr., eins
og þú gjörir ráð fyrir, þá hefði hann sagt
að Sídon mundi aldrei úr rústum rísa, því
ekkert virtist líklegra. Sídon er enn við
lýði eftir 20 aldir, og hefir nú um 20,000
innbyggjendur. Borgin lætur jafnvel enn-
þá talsvert til sín taka. Nú skulum vér
lesa spádóm Ezekíels um þessa borg.
“Orð Drottins kom til mín svo hljóð-
andi: Manns son, snú þér að Sídon og
spá gegn henni, og seg: Svo segir herr-
ann Drottinn, sjá, eg skal finna þig Sí-
don . . . . og eg mun senda drepsótt í
hana og blóðsúthelling á stræti hennar,
og menn skulu í henni falla helsærðir fyr-
ir sverði, er alla vega skal yfir hana
ganga.” Ez. 28:21-23.
Takið eftir því að ákvæðið gegn Sídon
var ekki algjör eyðilegging, eins og spáð
var um Týrus, heldur blóðsúthelling og
særðir menn fallnir á strætum hennar, og
sverð er alla vega mundi yfir hana koma.
Hún átti að líða mikið en eklci að verða
eyðilögð. Engin borg í allri mannkyns-
sögunni hefir þolaö áhlaup og umsátur
eins oft of Sídon, að undtntekinni Jerú-
salem. Einu sinni kusu zjo,ooo íbúa hennar
heldur að deyja en að falla í hendur óvina
sinna. Þeir lokuðu sig inni ásamt konum
sínum og börnum, kveiktu í húsunum og
fórust þannig í eldinum. Þeir af inn-
byggjendum borgarinnar sem fjarlægir
voru þegar þetta kom. íyrir, bygðu borg-
ina upp að nýju, en erfiðleikar hennar
héldu áfram. Á krossferða tímunum var
Sídon hertekin fleiri skifti, og altaf rænd.
Árið 1840, þegar Ibrahim Pasha var rek-
inn burt af Sýrlandi, þá réðust herflotar
Austurríkis, Englands og Tyrklands á
móti borginni, og Napier sjóliðsforingi
náði henni á vald sitt. Aftur voru blóðs-
úthellingar og fallnir menn á strætum
hennar. En þrátt fyrir það þótt hún hafi
liðið svo mikið, veriö svo oft eyðilögð og
bygð upp aftur, þá hefir hún haldið á-