Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 11
STJARNAN ii 8. KAPÍTUU- Skömmu eftir að við komum til Sí- beríu, sendum við heim eftir Biblíu, en vegna samgönguleysis um þann tíma, sem ísinn er a8 brjóta upp, þá urÖum viS aÖ bíða lengi eftir henni. ViÖ fréttum aÖ til væri ein Biblía í þorpinu, hún var und- ir umsjón skólakennarans. Við beiddum hana að láta okkur hafa Biblíuna, og gjörði hún það með því skilyrði að við létum engan vita það. Við höfðum líka Nýja Testamentið, sem fangavörðurinn í Kursk gaf okkur. Það vakti athygli þorpsbúa, er þeir heyröu að sumir útlagarnir væru alveg ó- líkir öðrum að hugsunarhætti. Margir komu af forvitni til að sjá okkur og sum- ir fengu löngun til að kynnast Biblíunni. Meðal þessara var ungur, pólskur stríðs- fangi. Hann hætti að hafa félagsskap við glæpamenn þá, er hann hafði áður umgengist, hann virtist hafa einlæga löngun til að kynnast Guðs orði. Við sannfærðumst um að það sem vér hefðum þolað, var ekki tilgangslaust en aS Guð mundi hafa eitthvað verk fyrir okkur að vinna, jafnvel hér á útjaðri menningarinnar. Elzti sonur húsráðanda okkar var sá fyrsti, sem við vonuðum eftir að geta hjálpað. Hjann var giftur en lifði á heimili foreldra sinna, eins og siður er meðal Rússa. Á kvöldin, eftir að allir voru gengnir til hvílu, læddist hann inn í herbergi okkar, sem var næst hans eigin, og hlustaði á með athygli er vér lásum upphátt. Hann varð hissa er hann heyrði kenningar Krists, hversu ólíkar þær voru kenningum prestanna. Þessi ungi maður, Alexander að nafni, hafði gleymt því litla, sem hann hafði lært að lesa, þegar hann var drengur, svo við buðumst til að kenna honum að lesa. Við gáfum honum lika Nýja Testamentið okkar. Það gladdi hann mjög að eign- ast þennan dýrgrip, og eftir það heyrð- um við hann snemma á morgnana og seint á kvöldin, lesa upphátt inni í her- bergi sínu. Eoreldrarnir voru þakklátir fyrir hvað vér hefðum gjört fyrir son þeirra. Þau voru upp með sér yfir því aS hann gat lesið, jafnvel þótt það væri ekki reip- rennandi. Einu sinni buðu þau okkur inn í þann hluta hússins, þar sem þau bjuggu, til að lesa í Biblíunni fyrir ná- grönnum, sem þar voru samankomnir. Það virtist þannig að trúboðsstarf vort gengi rólega áfram, en vér vissum af reynslu fyrri tima, að búast mætti við mótstöðu frá prestinum, þegar fram í sækti. Þessi ungi maður var oft viðstaddur á guðræknisstundum okkar, hann furðaði sig á því að við hneigðum okkur ekki fyrir dýrðlinga myndum né gjörðum krossmark. Eitt kvöld lásum við Pbst- ulas. 17,25 að “Guði verður ekki þjón- að með manna höndum”. Upp frá því fékst Alexander aldrei til að gjöra kross- mark. Við bjuggumst ekki við að hann mundi vera svo fljótur á sér að ákveða hvað gjöra skyldi, og óttuðumst fyrir að mót- spyrna sú, er af því leiddi, mundi draga úr honum kjarkinn. Nokkrum dögum seinna sagði hann okkur að‘ konan sín hefði legið grátandi alla nóttina, vegna þess hún komst að því að hann var hættur að brúka krossmarkið, sem hann hafði áður haft í hálsbandinu. Þeir, sem eru ókunnugir trúarbrögðum

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.