Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 9
STJARNAN 9 fram aÖ vera til alt fram á þennan dag. “Setjum nú svo a<5 F.zekíel het’Öi sagt, aÖ bæÖi Týrus og Sídon mundu verða eyðilagðar og aldrei framar úr rústum rísa, þá mundi hver einstaklingur meðal hinna núverandi 20,000 innbyggjenda hennar vera lifandi vitni um að spádóm- urinn væri falskur. “Eða ef spámaðurinn hefði sagt, að Týrus mundi haldast við og líða miklar hörmungar, en Sídon yrði algjörlega eyðilögð og mundi aldrei endurreist verða, þá hefðu vantrúarmennirnir fengið vind í seglin, og haft ástæðu til að tala um ónákvæmni spádómsins. “Hvernig hittist svo á, að spámaðurinn sagði sannleikann viðvíkjandi framtíð beggja þessara borga? HVernig stendur á því að borgin, sem aldrei hefir verið end- urbygð, er einmitt sú sama, sem þetta var spáð um, og borgin, sem liðið hefir alls konar hörmungar, en er þó enn við lýði, er sú hin sama, sem spámaðurinn sá að mundi haldast við til hins síðasta? “Hér er önnur spurning ennþá erfið- ari viðfangs. Sídon eins og ýmsum öðr- um borgum í fyrndinni hefði getað hnign- að svo, að hún gæti enga mótstöðu veitt gegn árásum óvinanna, og hún veriö í slíkri niðurlægingu að enginn hefði haít ágirnd á henni. Hvernig gat Ezekiel vitað að Sídon, þrátt fyrir allar hörmungar, mundi haldast við og vera svo öflug, að menn mundu öld eftir öld berjast um yfirráð hennar, og að hún, blóði drifin, mundi ganga frá einum sig- urvegaranum til annars ? Hr. Einarsson svaraði: “Báðar þessar borgir voru voldugar og vel kunnar, og á þeim tíma sem spádómurinn var gefinn, sáust likur, sem bentu á hver framtíð þeirra mundi verða. Þessir spádómar eru samt sem áður nokkurn veginn nákvæm- ir, en þú getur varla bygt fullyrðingu þina um áreiðanlegleika Bibliunnar á svo veik- um grundvelli.” “Vissulega ekki, þess er heldur ekki þörf,” svaraði hr. Djarfur. “Það er hægðarleikur að koma með spádóm, sem stenzt hvaða reynslu sem óskað er eftir. Þú segir að ástand Týrusar og Sídonar hafi bent á, hver verða mundi framtíð þeirra. Nú skulum vér nefna aðra borg, sem þetta verður ekki um sagt. “Vér skulum taka til dæmis tvær setn- ingar um Askalon, borg, sem var varia í minna áliti, heldur en hinar fyrnefndu. ‘Askalon mun verða að auðn.’ Zef. 2:4. “Borg þessi var grundvölluð árið 1800 f. Kr. og stóð í blóma sínum á hérvistar- dögum Krists, þar er ekki hægt að segja að neitt hafi bent á slík forlög, þegar spádómurinn var gefinn en hvernig er það nú? “Eg skal tilfæra nokkur orð frá “En- cyclopedia Britannica” 2. bindi bls. 544: “Nú er þáð auðn á sjávarströndinni 12 milur fyrir noröan Gaza .... Brotnar súlur, og rústir af eyðilögðum bygging- um, gnæfandi hér og þar upp úr sand- auðninni, bera vott um forna dýrð . . . . Landið umhverfis er frjósamt mjög. Vín- viður, olíutré og alls konar ávaxtatré blómgvast þar.” “Takið eftir að hér er verið að lýsa núverandi ástandi borgarinnar Askalon með sömu orðum og Biblían notar. Spá- maðurinn sá, fyrir 2500 árum síðan, það sem söguritarinn sér nú. Vér skulum til- færa hvað sama bók segir ennfremur um þessa borg: “Askalon var fæðingarstaður Heródes- ar Mikla, hann skreytti borgina með fögr- um byggingum. Á Rómverska timabil- inu var Askalon miöpunktur grískra vís- inda. Biskupsdæmi var einnig stofnað þar. Frá 104 f. Kr. var Askalon í fjórar og hálfa öld frjáls rómversk nýlenda. “Samkvæmt þessu naut borgin álits og upphefðar svo öldum skifti, eftir að spá- dómurinn var gefinn. Árið 636 e. Kr. féll hún í hendur Múhameðstrúarmanna. Á krossferðunum var hún lykillinn að suð-vestur hluta Palestínu. Baldvin þriðji hertók hana eftir 6 mánaða um-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.