Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 6
6 STJARNAN Nýja almanaksbótin Um allan heim er fögnutSur lijá öllum sannkristnum mönnum yfir því, aÖ þjóÖa- bandið feldi tillögu einstakra manna, fé- laga og þjóÖa um að innleiða nýjan tíma- reikning, þannig að vér myndum liafa fengið þrettán rnánuði í árinu í staðinn fyrir tólf, og einn aukadag, sem alls ekki mundi verða talinn og þess vegna koma ruglingi á vikudagana, svo ek-ki myndi verða mögulegt fyrir Guðs fólk í borg- um að halda hinn rétta hvíldardag. Sjö- unda dags Adventistar sendu marga og mikla ræðumenn til Genf á Svisslandi og var þeim leyft að ræða þetta mál frammi fyrir þjóðabandinu. Höfðu þeir einnig með sér undirskriftir svo hundruðum þúsundum skifti. Auðvitað voru einnig margir og voldugir menn þar til að mót- mæla þeim. En eftir að meðlimir þjóða- bandsins höfðu gaumgæfilega hlustað á þessar miklu umræður, feldu þeir tillög- una og mun þetta mál ekki koma á dags- skrá fyr en árið 1939. Kristniboðið Innan um alt þetta öfugstreymi og all- ar þessar byltingar er mikil hreyfing, sem heldur stööugt áfram hvort sem heimur- inn gefur henni gaum eÖa ekki. Guð sendir á þessum tíma boðskap til allra þjóða. í öllum löndum eru menn, sem löngunarfullir líta til himins og hrópa til Skaparans um hjálp, að hann losi þá við syndabyrðina og veiti þeim frelsi. Hánn, sem heyrir hungursóp hrafnsung- anna, lætur ekki á sér standa að senda hjálp mönnum, sem þrá hana af öllu hjarta. Fyrir nokkru fann ungur kristni- boði, sem sendur hafði verið af Sjöunda dags Adventistum, ellefu hundruð manns í norðurhluta Suður-Ameríku, sem voru farnir að halda hvíldardaginn fyr en nokkur kristniboði hafði náð til þeirra. t mörgum öðrum löndum hafa menn ver- iS vottar að samskonar fyrirbrigðum. Guð gaf höfðingjumi þessara kyn-kvísla vitranir og sýndi þeim alt, sem innifalið er í boðskapnum, sem hann sendir heim- inum á þessum tíma. Afleiðingin var sú að þeir fóru að ganga í ljósinu og hlýða öllum boðum Guðs. Vissulega er það að rætast fyrir augum vorum, sem Páll post- uli fyrirsagði: “Því að Drottinn mun gjöra upp reikn- ing sinn á jörðunni, binda enda á hann og ljúka við hann í skyndi.” Róm. 9:28. Kæri vinur, Drottinn langar að gjöra upp reikning sinn i hjarta þínu. Ætlar þú að leyfa honum að gjöra þaS á þessu nýja ári? Hann hefir óvisnandi arfleifð handa þér. Veittu arfinum eilífa viðtöku. —D. G. Gulli dýrmœtari í Veles, Austur Colombia finst hin besta tegund af gulli, sem til er, segja ntenn. Þar er grafið, mokað og erfiðað til að finna þenna dýrmæta fjársjóð, sem rnargir meta rneira en alt annað. Sá fjársjóður er til, sem er langt um cjýrmætari en gull. Davíð segir: “Þess vegna elska eg boð þín frarnar en gull og skíra gull.” Hvers vegna elskar hann Guðs boðorð? Hann svarar því sjálfur er hann segir: “Eg geyrndi þitt orS i hjarta rnínu, svo eg syndgaði ekki á móti þér.” Boðorð þín hafa verið minn lof- söngur í húsi útlegðar minnar.” “Þitt orð er larnpi fóta minna og ljós á vegunt ntín- unt. Boð þín hafa gjört mig vitrari en óvinir mínir eru. Gnótt friðar hafa þeir. er elska lögmál þitt.” Sálmaskáldið fann gleði, frið, ljós, vizku og varðveizlu í boðorðunt Drottins svo það er ek-ki furða þó hann segði: “Lögntálið af munni þínum er ntér mæt- ara en þúsundir af gulli.” Sálm. 119 \~j2.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.