Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 7
> 4 STJARNAN Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir Ráð til að kollvarpa kenningum Biblíunnar Öllum kom þaS mjög á óvart þegar hr. Djarfur bauðst til aÖ gefa vantrúar mönn- um ráð, til þess að kollvarpa kenningum Biblíunnar. Fáeinir trúaöir menn, sem viðstaddir voru létu í ljósi hrygð sína og vonbrigði. Vantrúarmennirnir virtust alveg hissa. Hr. Einarsson stóð upp og sagði: “Þú kannast þá við að hægt sé að koll varpa kenningum Biblíunnar ?” “Þvert á móti. Elg trúi ekki að hægt sé að kollvarpa einu einasta atriði af kenningum hennar,” svaraði Davíð Djarf- ur brosandi. “En þú lofaðir að sýna oss hvernig vér gætum kollvarpað ikenningum hennar,” greip hr. Einarsson fram í. “Og eg stend við loforð mitt.” “Þú virðist mótmæla sjálfum þér, en láttu okkur nú heyra hvað þú hefir að segja.” “Guð sjálfur hefir ekki einungis boðið yður út að hrekja kenningar Biblíunnar, eða kollvarpa þeim, heidur jafnvel sýnt vður aðferðina til þess. Týrus er stöðugt minnismerki um spádóma Biblíunnar á móti árásum vantrúarmanna. “Þú skalt aldrei framar endurreist verða, því að eg Drottinn hefi talað það, segir herrann, Drottinn.” Ez. 26:14. Híér er gefin á- stæðan fyrir því, hvers vegna hún getur aldrei orðið bygð upp aítur. Hér er ráð- ið fyrir vantrúarmanninn: blátt áfram að endurbyggja borgina. Þetta eina at- riði væri nóg til að hrekja spádóma Bib- líunnar. Það er engin fjarstæða að stinga upp á þessu. Msrgar borgir hafa verið endurbygðar. Róm reis úr rústum eítir að Neró hafði brent hana til að út- vega sjálfum sér yrkisefni. Reynslan sýnir að stuttan tíma þarf til að byggja borg, því á tveggja ára tíma- bili var borgin Dangview í Washington bygð og fullgjörð upp á nýjustu txzku, og það á grundvelli, sem tveimur árum áður hafði verið vott mýrlendi. Eg hefi sjálf- ur heimsótt borg þessa, og dáðst að verk- fræðisþekkingu manns þess, er fyrir starfinu stóð. “Aðeins einn dollar írá hverjum van- trúar manni í Englandi og Ameríku væri nægilegt fé til að endurreisa borgina Týrus, og þannig gætuð þér eitt skifti fyrir öll kollvarpað spádómum Biblíunn- ar. Hjvers vegna ekki stofna vantrúar- manna nýlendu þar sem Týrus stóð í fyrndinni ,og setja þar upp fiskiverzlun eftir nýjum sið, og þannig hrekja orðið, sem segir: “Þú skalt aldrei framar end- urreist verða, því að eg, Drottinn, hefi talað það.” “Hvernig gat nokkur spámaður vogað

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.