Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 10
IO STJARNAN sátur árið 1153. Svona var borgin vold- ug 15 öldum eftir aÖ spáÖ var um eyÖi- leggingu hennar. Saga þessarar borgar í næstu 100 árin var endalaust stríÖ og blóðsúthellingar, þar til að lokum árið 1270 Sultan Beibars eyðilag'Si víggirðing- ar hennar, og fylti lendinguna með grjóti. Þannig hafa hinir tignarlegu turnar Askalons legið í rústum í 660 ár. Svo algjör var eyðileggingin, að enginn mann- leg vera hefir skýli í rústum hennar. “Setjum nú svo að Askalon eins og Sídon væri blómleg borg, hve fegnir mundu ekki vantrúarmennirnir nota sér þá sönnun, og það væri ekkert nema rétt. Biblían segir: “Fyrirlitið ekki spádóma, en prófið þá alla.” Þess. 5:20,21; (Moffats þýðing). “Þér fyrirlítið spádómana en prófið þá ekki. Hér höfum vér bent á þrjár borg- ir. Spámennirnir hafa nákvæmlega sagt fyrir um ástand þeirra eins og það er í dag. Hvernig sem þér viljið skýra það, þá er sannleikurinn sá, að spádómarnir hafa reynst áreiðanlegir.” Nú stóð hr. Einarsson upp og sagði: “Þú hefir aðeins nefnt þrjár borgir, en ef Guð er höfundur spádómanna, þá mundi hann vissulega einnig segja fyrir forlög heilla þjóða og ríkja. Slikir spá- dómar hefðu átt að vera gefnir, meðan ekkert úlit var fyrir að þeir mundu koma fram, og þeir ættu að ná fram til vorra tíma.” “Þetta. er sanngjörn krafa,” svaraði hr. Djarfur. “Meðal hinna mörgu ríkja og þjóða, sem mætt geta kröfu þinni, skul- um vér velja hið elzta söguland heimsins —Egyptaland.” (Næst: Spádómur og saga Egypta- lands). Fús hlýðni “Frænka, má eg ekki líka fara upp á þakið með pappirs drekann minn, það er svo gaman að þvi. Allir hinir drengirnir eru þar.” Frænka hans hefði gjarnan viljað láta þetta eftir honum, en hún var hrædd um að það væri hættulegt svo hún sagði: “Elskan mín, eg er hrædd um að það sé ekki óhætt, svo þér er betra að fara ekki.” “Jæja, frænka, eg fer þá út á engið,” svaraði drengurinn rólega. Frænkan gladdist yfir hlýðni drengsins. Daginn eftir kallaði móðir hans til hans og sagði: -“Verner, hvað ertu að gjöra?” “Eg er að leika mér að nýju skoppara- kringlunni minni, mamma.” “Getur þú ekki keyrt hana litlu systur þína í barnavagninum dálitla stund ? Sæktu vagninn og eg skal strax koma með hana.” “Eg skal koma,” svaraði Verner, stakk skopparakringlunni í vasa sinn og gjörði það sem móðir hans bað hann. “Má eg ekki koma ofan á verkstæðið þitt, frændi, og sjá fallegu körfurnar, sem héngu þar í gær?” spurði Verner einu sinni þegar hann var búinn að borða morgunmatinn. “Það er hjartanlega velkomið, drengur minn,” svaraði frændi hans. “Þú getur ekki farið strax,” greip móð- ir hans fram í, “þú verður fyrst að gjöra fáeina snúninga fyrir mig. Þú getur far- ið og heimsótt frænda þinn einhvern tíina seinna.” “Eg skal gjöra það,” svaraði Verner. Þessi drengur haföi lært að hlýða. Hann var glaður og viljugur að gjöra alt, sem hann var beðinn, án þess að mót- mæla, mögla eða spyrja með gremju: “hvers vegna.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.