Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 13
STJARNAN 13 á borðinu meÖan presturinn var inni, en til allrar lukku þekti hann hana ekki, annars hefÖi kennarinn, aÖ líkindum mátt viÖ illu búast. Gorelic opnaÖi Biblíuna og las í henni orð, sem mótmæltu því, er presturinn hafði talaÖ í kirkjunni. Menn þeir, sern með honum voru virtust hissa yfir þvi, að hann skyldi vera svo djarfur að mót- mæla prestinum þeirra. Þegar faðir Alexanders fann son sinn sagði hann honurn að við hefðum sent cftir Nýja Testamentinu. Hann hefði aldrei fengið það með öðru móti. Þótt honum sárnaði mjög jað við skyldum afturkalla þessa dýrmætu gjöf,þá afhenti hann föður sínum það. Hann frétti þeg- ar heim kom hvernig hefði verið leikið á hann. Faðirinn hefir ef til vill haldið að eina sáluhjálpar vonin fyrir son sinn, væri nndir því komin, að hann gæfi upp það sem hann hafði lært í Biblíunni. Tengdabróðir Alexanders, Páll að nafni, mentaður maður, var á heimilinu þenna tíma. Hann las með okkur í Biblí- unni og sannfærðist um að margar kenn- ingar grísk-katólsku kirkjunnar væru falskar. Hann breytti til með guðrækn- is iðkanir sínar í samræmi við Guðs orð, og misti þar með hylli ættingja sinna og ýmsra annara, en þeir gengu ekki eins hart að honum eins og þeir höfðu gjört við Alexander. Páll var formaSur fyrir smíðafélagi, sem ferðaðist víðsvegar og leit hann eftir verkinu. Hvert sem þeir fóru það sumar sagði hann frá hinum einkennilegu út- lögum og trúarbrögðum þeirra. Seinna, þegar leið vor lá gegn um hin sömu þorp, þá fundum vér að þekkingin á trú vorri hafði flust til allra bygðanna, þrátt fyrir ónógar samgöngur. Foreldrar Alexanders vildu okkur burtu, svo við leituðumst fyrir um annað húsnæði, en fáir þorpsbúar þorðu svo mikið sem láta okkur koma inn fyrir hús- dyr hjá sér. Toks fundum vér mann, sem lofaði að láta okkur hafa herbergi með öðrum út- laga, sém í húsinu var, ef hann gæfi sam- þykki sitt. Seinna er vér komum til að spyrja hvort útlaginn vildi leyfa okkur herbergið með sér, þá hafði húseigandinn breytt ákvörðun sinni, og vildi ekki ljá okkur húsnæði. Meðal útlaganna í þorpinu var auð- ugur verksmið j ueigandi, hann hafði fengið leyfi til að fá konuna sína þangað. Við vorum kunnugir honum, og er hann heyrði að við hefðum reynt að fá her- bergi með útlaga þeim, er eg mintist á, sagði hann okkur eftirfylgjandi sögu: Aður en konan hans kom hafði hann verið í sama húsi og þessi útlagi ásamt tveimur eða þremur öðrum, og eina nótt höfðu þeir með valdi og hótunum heimt- að af honum mikla peninga upphæð, og kváðust þeir mundu hefna sín grimmi- lega, ef hann segði frá hvað þeir hefðu gjört. ViS vorum þakklátir að við höfð- um ekki lent í herbergi með slíkum fé- lögum. Það leit illa út fyrir okkur með að geta fengið herbergi, en ekki leið á löngu þar til okkar himneski Faðir leiðbeindi okkur hvert halda skyldi. Við heimsótt- urn mann, sem var mjög bilaður á heilsu og einnig félaus. Þegar við stungum upp á að leigja part af húsi hans, og lögðum á borðið fáeinar rúblur, sem við gátum borgað fyrir fram, þá samþykti hann með gleði að við flyttum þangað, það var hjálp fyrir hann í fjárkröggunum. Meðan vér vorum að flytja í hið nýja heimkynni okkar varð öllum þorpsbúum hverft við að heyra kirkjuklukkunum hringt. Eldur hafði kviknað í húsi einu í útjaðri bæjarins. Vindurinn stóð úr þeirri átt, sem eldurinn var, svo alt þorp- ið var í veði, því húsin stóðu þétt. Engin tæki voru til að slökkva eldinn og flestir karlmennirnir voru fjarverandi á fiski- veiðum. Kvenfólkið æpti og grátbændi dýrðlinga myndirnar um varðveizlu, þaS tók myndastyttur út þangað sem eldur-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.