Stjarnan - 01.01.1932, Qupperneq 14

Stjarnan - 01.01.1932, Qupperneq 14
14 STJARNA N inn var, og bað þær aÖ hindra útbreiðslu hans. Gorelic og eg flýttum okkur þangað og gjörðum alt, sem í okkar valdi stóð til að frelsa heimili þau, er höfðu loka'Ö dyrum sínum fyrir okkur; aðrir útlagar hjálpuðu einnig. Skepnuhús voru áföst við íbúðarhúsin, og uppi á þakinu var alt sem til var af heyi. Við skipuðum fólkinu upp á þessa heystakka og á þök stráþöktu húsanna og létum vatnsföturnar ganga á milli þeirra, þær voru fyltar í læk, sem ran.n skamt frá, og réttar upp til þeirra, sem á þökunum voru, svo hægt væri að slökkva strax ef neisti hrykki á þetta eld- fima efni. Mikilvægasta íþróttin Samkeppnin er almenn á vorum dög- um. Sá, sem er fljótastur að hlaupa, get- ur stokkið hæst, eða kastaS boltanum best, fær hrós fjöldans fyrir íþróttirnar. Slíkar íþróttir bera vott um þroskaða lík- amskrafta, og þjóðin stærir sig af þeim, sem skara fram úr öðrum í þessu tilliti. En svo þegar leikurinn er úti, lófaklapp- inu linnir og fólkið hefir látið í ljósi aS- dáun sína yfir hreystiverkunum, þá snúa menn aftur til framleiðslustarfsins, sem er grundvöllur hreysti og velmegunar, þá skyldu menn ætla að allir keptu eftir hæstu verðlaununum. Þá er ekki um at$ gjöra að framleiða sem mest, heldur vinna svo vel og mikið, sem hægt er, án þess að ofætla heilsu sinni og kröftum. Á íþróttavellinum er það álitið fyrirlitn- ingar vert að hindra aðra viljandi frá því að komast áfram. Á atvinnu sviðinu virð- ist sem menn séu ekki eins samvizkusamir. Mikil framför yrði í heiminum, ef menn fylgdu meginreglu kristindómsins í framkomu sinni við aðra menn, það er: “Hvað sem þér viljið að mennirnir gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.” D. T. Gleðilegt nýár 1 932 (Framh. frá bls. 2) Þetta er einmitt það, sem vér þurfum með, að öðlast guðlegt eðli, og lifa í stöð- ugu samfélagi við Jesúm, þetta fæst með þekkingunni á Guði vorum og frelsara, og þekkinguna getum vér fengið með því að lesa heyra og hlýða Guðs lifandi æ- varandi orði. Orðið er þaö sem endur- getur oss til lifandi vonar og gefur oss hluttekning í þeirri arfleifð, sem ófor- gengileg er, flekklaus og aldrei fölnar. “Þér, sem eruð endurfæddir ekki af for- gengilegu sæði heldur óforgengilegu, fyrir orð Guðs, hans, sem lifir og varir.” 1. Pét. 1:2 3. Jesús segir oss sjálfur hvernig vér get- um notið návistar hans og félagskapar. “Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig, en sá, sem elskar mig mun verða elskaður af föður mínum, og eg mun elska hann og sjálfur birtast honum. . . . Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt orð, og faðir minn mun elska hann, og til hans munum við koma og gjöra oss bústað hjá honum.” Jóh. 14:21,23. Hvað höfum vér þá aö óttast, þegar vér höfum vitnisburð Guðs anda að vér séum Guðs börn? Hann, sem hefir alt vald á himni og jörðu elskar oss og dvelur hjá oss. Ó, hvílíkur fagnaðarboðskapur. Þess vegna, vinir mínir, látum oss lesa Guðs orð og hlýða því. “Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki, fræðið og áminnið hver annan, meS sálmum, lofsöngvum og and- legurn ljóðum, og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar.” Kol. 3:16. Með þessu móti getur hið nýbyrjaða ár orðið hið gleðilegasta og blessunarríkasta sem vér höfum ennþá lifað. Að þetta megi svo verða er bæn mín og ósk til allra lesenda Stjörnunnar. S. Johnson.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.