Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 5
STJARNAN 5 hugsa. Vér gáfum yÖur trúarbrögöin yÖar og hinar fáu hugsjónir yðar. Vér höfum gjört meira fyrir yÖur en þér getiÖ nokkurn tíma gjört fyrir oss . . . . Hjættið að vera lygarar og hræsnarar, og þér munuð hætta að vera það, sem þér eruð í dag: Hinir mest hötuðu og fyrir- litnu menn um þvera og endilanga Aust- urálfuna og Norður-Afríku .... Eg hefði getað bent á heila tylft af dæmum, til að sanna að þér eruð að neyða upp á heim- inn hið komandi stríð milli Austurálfunn- ar, allrar Austurálfunnar og Norðurálf- unnar og Ameríku, með öðrum orðum stríð á móti kristindómnum. Þér eruð að hrúga saman efni í Jehad, heilagt alls- herjar MúhameSstrúar-, allsherjar Aust- urálfu stríð, risavaxinn reikningsskapar- dag og hildarleik hins nýja Attila og Tamarlanes .... sem munu nota rifla og kúlur í staðinn fyrir spjót og sverð. Þér eruð daufheyrðir gagnvart rödd skyn- seminnar, hreinskilninnar, svo þér verðið að fá tilsögn með hinu hvínandi, sveifl- andi sverði, þegar það er rautt.”—Forum 52. bindi, bls. 483-497. Þetta eru ekki tóm orð. Þjóðirnar taka þau meS í reikninginn og gjöra allan undirbúning, til að taka á móti þessum voldugu Austurálfu-þjóðum, þegar þeir ætla að koma. Það er ein ástæðan fyrir því að svo margar friðsamar þjóðir eru alt í einu orðnar svo herskáar, að þær leyfa engum sannkristuum útlendingum að verða borgarar landsins, þegar þeir upp á trú og æru neita að bera vopn til að myrða óvinina, eins og vér höfum verið vottar að í hinu mikla Maclntosh máli í Bandaríkjunum. Alt þetta bendir á að vér hröðum skrefum nálgumst Harmagedón, þegar þessi mjög svo alvar- legi spádómur um komu Austurálfuþjóð- anna mun rætast: “Og hinn sétti helti úr sinni skál yfir fljótið mikla, Eufrat; og vatnið í því þornaði upp, svo að vegur yrði búinn fyrir konungana, þá er koma úr sólar- uppkomu-stað. Og eg sá koma út af munni drekans og út af munni dýrsins og út af munni falsspámannsins þrjá ó- hreina anda, sem froskar væru, því að þeir eru djöfla-andar, sem gjöra tákn og ganga út til konunga allrar heimsbygðar- innar, til að safna þeim 'saman til stríðs- ins á hinurn mikla degi Guðs hins alvalda. —Sjá, eg kem eins og þjófur; sæll er sá sem vakir og varðveitir klæði sín, til þess að hann gangi ekki nakinn um kring og menn sjái blygðun hans. — Og þeir söfnuðu þeim saman á þann stað, sem á hebresku kallast Harmagedón.” Opinb. 16:12-16. Páfavaldið og stjórnarvöldin Vegna þess að menn upp á síðkastið hafa verið vottar að fáeinum nábúakryt- um á milli páfans og Mussolini, og að því, að hin nýja stjórn Spánverja hefir komið til vegar algjörðum skilnaði ríkis og kirkju í því landi, þar sem trúfrelsi um margar aldir, hefir verið sjaklgæf vara, og þrjátíu og fimm þúsund kaþólskir prestar eru hættir að fá styrk úr ríkis- sjóði, þá halda þeir, að páfakirkjan sé í þann veginn að hnigna, en það er öðru nær. Hjún er alla tíð að skara eld að sinni köku. Það, sem hún tapar í einu landi vinnur hún margfaldlega aftur í öðru. Það verður vafalaust að lokum svo að páfavaldið uni stuttan tíma mun fá töglin og hagldirnar í Norðurálfunni, því að vér lesum: “Og hornin tíu, sem þú sást, eru tíu konungar, sem enn hafa eigi tek- ið konungdóm, heldur fá vald sem kon- ungar eina stund ásamt dýrinu. Þessir munu heyja stríð við lambið, og lamið mun sigra þá,—af því að það er Drott- inn drotnanna og Konungur konunganna —og þeir, sem með því eru, hinir kölluðu og útvöldu og trúu.” Opinb. 17:12-14. Af þessu er það mjög svo auðséð að páfavaldið mun á einhvern hátt komast inn í stjórnmál Norðurálfunnar og um stuttan tíma verða valdhafinn, sem einu sinni enn mun reyna a8 ofsækja fólk Guðs, en í þetta sinn mun Guð ekki leyfa því að sigrast á lýð hans.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.