Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 3
r STJARNAN 3 4 I Nítján hundruð og þrjátíu og eitt Margt hefir borið við liðna árið, sem vel mætti rita nokkuð mikið um, t. d. stjórnarbyltinguna á Spáni, þurkana miklu víðsvegar um heiminn, fjármál þjóðanna og margt fleira, en plássið leyf- ir oss það ekki. Þess vegna skulum vér aðeins benda á fáein atriði, sem: sýna og sanna á hvaða tímum vér lifum í sögu þessa heims. Plugferoir. Stjarnan hefir áður bent á, að spádóm- ar Ritningarinnar (Jes. 60:8; Nah. 3:17) tala skýrum orðum um flugferðir nú- tímans. Aldrei hefir fluglistin tekið eins miklum framförum á einu einasta ári eins og hún tók hið liðna. Hugsa sér að geta flogið hér um bil tíu enskar mílur upp í geiminn og komist heill á húfi til jarðar aftur eins og Pic- card gjörði. Liðna árið var einnig flog- ið í fyrsta sinn alla leið frá Austurálf- unni þvert yfir Kyrraliafið til Vestur- heims án þess að lenda neins staðar á leiðinni. Þessir tveir ungu menn flugu frá Tokio í Japan þriðja október síðast- liðinn og lentu í Wenatchee í Washington ríkinu eftir að hafa flogið 4458 enskar mílur á f jörutíu og einum klukkutíma og þrettán mínútum. Tveir aðrir ungir menn, Wiley Post of Harold Gatty flugu kring um hnöttinn á átta dögum fimtán klukku- tímum og einni mínútu. Liðna árið var einnig flogið þvert yfir meginland Amc- ríku í dagsbirtu, eða á rúmum fjórtán klukkutímum frá Kyrrahafsströndinni yfir á Atlantshafsströndina. Lingberghs hjónin flugu einnig í skemtiferð frá Bandaríkjunum yfir Canada, Alaska, Si- beríu til Japan og Ivína. Sumir menn hafa einnig orðið frægir fyrir flugferðir milli Norðurálfunnar og Suður-Ameríku. Hvað þýðir alt þettá? ÞaS þýðir að í næsta stríði getur engin borg verið óhult, hvort sem hún er á sjávarströndinni eða í hjarta landsins. Flugvélar óvinanna munu finna hvaða borg sem er og eyða henni á styttri tíma en það tók þig að borða morgunverð í dag. í uæsta stríði verða allir, undantekningarlaust, fyrir árásum stríðsvarganna. Loftförin munu láta síga eitraðar gastegundir úr loftinu, til að svæfa alla íbúa borganna, til þess að þeir geti ekkert afl haft til að veita mótstöðu og aö því búnu munu þeir frá loftförun- um láta rigna eldi og brennisteini — sprengikúlum—sem munu kveikja í öllu og eyða því. Það verður árárs á sið- menninguna sjálfa. Atvinnuleysið. í öllum menningarlöndum hafa menn í heilan mannsaldur haldið áfram að yfir- gefa bújarðirnar og streyma inn í stór- borgirnar, til að geta fengið hærra kaup, stvttri vinnutíma, haft meiri þægindi og fleiri skemtanir. Til að byrja með gekk alt ljómandi vel. Margir forsjálir menn höfðu sig áfram og urðu vel efnaðir. Börn þeirra höfðu tækifæri til að mentast og komast i góðar og velborgaðar stöður í mannfélaginu. En nú er það einu sinni svo að þegar jafnvægið milli sveitanna

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.