Fréttablaðið - 28.01.2019, Síða 2

Fréttablaðið - 28.01.2019, Síða 2
Veður Norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og við SA-ströndina, en hægari vindur og breytileg átt annars staðar. Víða snjókoma eða él og frost 0 til 10 stig, kaldast í inn- sveitum. SJÁ SÍÐU 22 Á hálum ís og kuldaboli bítur Reykjavíkurtjörn er ísilögð þessa dagana og á bjartviðrisdögum sem þessum má iðulega sjá misvel dúðaða Reykvíkinga spóka sig um á ísnum. Ísinn er ekkert á förum, svo mikið er víst, enda er spáð fimbulkulda á landinu öllu næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Akstur undir áhrifum vímuefna er aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð. Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is BLÖNDUÓS Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hlaut veglega gjöf frá hollvinasamtökum sínum á Blönduósi fyrir skömmu. Við hátíð- lega athöfn afhentu hollvinasam- tökin stofnuninni fullbúna aðstand- endaíbúð að gjöf sem ætluð er sem íverustaður aðstandenda langveikra sjúklinga sem þurfa mikla viðveru á Blönduósi. Íbúðin, sem er fullbúin helstu þægindum, er afhent í minningu Sigursteins Guðmundssonar. Sigur- steinn var læknir Austur-Húnvetn- inga lengi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands nær allt frá Húnavatnssýslum í vestri til Langaness í austri og starfar því á afar víðfeðmu svæði. Er þessi viðbót því kærkomin fyrir bæði sjúklinga og aðstandendur. – sa Hollvinir gáfu HSN nýja íbúð á Blönduósi STJÓRNSÝSLA Sjávarútvegsráðu- neytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að hneppa Kleifaberg RE-70 í 12 vikna veiðistöðvun vegna meints brottkasts afla við veiðar. Frestun réttaráhrifa nær til 15. apríl næst- komandi. Það þýðir að Kleifabergið, sem átti að fara í veiðibann frá 4. febrú- ar, mun geta haldið áfram veiðum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun ný áhöfn fara um borð annað kvöld og sigla norður í Barentshaf en þar munu þeir veiða á rúmum þrjátíu dögum um 1.200 tonn af þorski ásamt meðafla. Þann fjórða janúar svipti Fiski- stofa Kleifabergið veiðileyfi vegna rannsóknar hennar á brottkasti. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringa- þættinum Kveik á RÚV,“ sagði Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, þegar svipting veiðileyfisins var gerð opin- ber í Fréttablaðinu. Fiskistofa taldi að útgerðin hafi haft ávinning af þessum brotum með því að kasta fyrir borð fiski sem annars tefði vinnslu um borð. „Eins og atvikum er lýst verður að ganga út frá því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða,“ segir í ákvörðuninni og segja þeir miklu magni af fiski hafa verið hent með vitund og eftir fyrirmælum skipstjóra. Þann tíunda janúar síðastliðinn barst ráðuneytinu kæra Brims á ákvörðun Fiskistofu. Meðal ann- ars er í kærunni bent á að and- mælaréttur fyrirtækisins hafi verið brotinn gróflega af Fiskistofu og að rannsókn stofnunarinnar hafi verið ámælisverð. Veiðileyfissvipting Fiskistofu er talin hafa getað rýrt tekjur Brims um milljarða og 12 vikna veiði- stöðvun skipsins á þessum tíma hefði þýtt um sjö milljóna króna tekjumissi fyrir háseta á skipinu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var óánægja með að svo stór ákvörðun Fiskistofu hafi verið tekin án þess að rætt hafi verið við forsvarsmenn skipsins og þeir fengið að segja skoðun sína. „Svipting á veiðileyfi er ekki tekin út í loftið og er byggð á gögnum málsins,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. „Ákvörðun um frestun réttaráhrifa veiðileyfasvipt- ingarinnar er ákvörðun ráðuneytis- ins og ég hef enga sérstaka skoðun á henni.“ sveinn@frettabladid.is Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. Fiskistofa taldi útgerðina hafa ávinning af brotunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eyþór Björnsson, forstjóri Fiski- stofu. KJARAMÁL Samninganefndir í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðs- félags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnu- lífsins munu funda þrisvar í vikunni hjá ríkissáttasemjara. Formaður VR segir að á döfinni séu mál sem undirnefndir hafi lokið að ræða. „Við erum að fara að renna yfir hluti sem snúa ekki að stærstu kröfum okkar. Þar má nefna veik- indaréttinn og slysakaflann. Þetta eru ekki stærstu bitbeinin heldur mál sem undirhópar hafa vísað til okkar til afgreiðslu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Eftir standa enn stærstu kröfur félaganna fjögurra sem snúa meðal annars að skattbreytingum, hús- næðiskerfinu og launaliðnum. Í liðinni viku voru hugmyndir verka- lýðshreyfingarinnar um breytingar á skattkerfinu kynntar. „Viðbrögðin við þeim voru nokk- uð fyrirsjáanleg. Við munum ræða þær og húsnæðistillögurnar á vett- vangi ASÍ óháð því hvort félög hafa vísað deilunni til ríkissáttasemjara eða ekki,“ segir Ragnar Þór. Fundað verður í húsakynnum sáttasemjara í dag og síðan aftur á miðvikudag og föstudag. – jóe Fundað þrisvar í vikunni Frá fundi félaganna hjá ríkissátta- semjara. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 6 -E 7 9 0 2 2 2 6 -E 6 5 4 2 2 2 6 -E 5 1 8 2 2 2 6 -E 3 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.