Fréttablaðið - 28.01.2019, Side 6
TRÚMÁL Á árunum 2013-17 greiddi
Þjóðkirkjan prestum tæplega 620
milljónir króna í rekstrarkostnað
vegna prestsembætta. Langstærst-
an hluta þeirrar upphæðar, 317
milljónir króna rúmar, má rekja til
bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast
við laun presta sem ákvörðuð voru
af kjararáði.
Þetta kemur fram í svari Guð-
mundar Þórs Guðmundssonar,
skjalastjóra Biskupsstofu, við
fyrirspurn Fréttablaðsins um
starfskostnað presta. Í svari við
fyrirspurninni þakkar Guðmundur
sýndan áhuga á starfsemi Þjóð-
kirkjunnar og segist „hlakka til að
sjá málefnalega umfjöllun blaðs-
ins“ um efni fyrirspurnarinnar.
Greiðslur rekstrarkostnaðar til
presta eiga sér stoð í lögum um
embættiskostnað og aukaverk
þeirra frá 1936. Þar segir að þjón-
andi prestar og prófastar skuli fá
greiddan rekstrarkostnað embætta
sinna frá Biskupsstofu samkvæmt
reglum sem kirkjuþing setur. Þær
reglur voru settar árið 1999 en upp-
hæðum reglugerðarinnar hefur
verið breytt nokkrum sinnum
síðan þá. Við eina slíka breytingu
var sagt að reglurnar sæktu laga-
stoð í hjúskaparlög.
Í starfsreglunum er kveðið á um
að skrifstofukostnaður prestsemb-
ætta sé á bilinu 252-294 þúsund
krónur árlega en greiðslurnar eru
misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá
greiðast að auki 154 þúsund krónur
árlega í síma-, póst- og fatakostnað.
Samkvæmt reglunum eiga
prestar rétt á að fá greiddan
árlegan aksturs- og ferðakostnað.
Sú upphæð fer eftir landfræði-
legri staðsetningu og víðfeðmi
sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sér-
þjónustu- og héraðsprestar til að
mynda 250 þúsund krónur á ári í
aksturskostnað og sóknarprestar
á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa
einir með fleiri en eina sókn, fá 380
þúsund. Prestar erlendis fá síðan
600 þúsund krónur og prestar í
víðfeðmum prestaköllum fá 850
þúsund. Talningin er fjarri því að
vera tæmandi.
Presti er heimilt að sækja um
undanþágu frá föstum mánaðar-
legum akstursgreiðslum og fá þess
í stað akstur greiddan samkvæmt
akstursdagbók. Þær greiðslur geta
aldrei orðið hærri en hámarks-
greiðslur þær sem fyrr var getið.
Í svari Guðmundar Þórs segir enn
fremur að honum sé ekki kunnugt
um að nokkur prestur hafi afþakk-
að þær greiðslur sem á undan er
getið.
Þá er í gildi gjaldskrá fyrir auka-
verk presta á borð við skírnir,
fermingar, hjónavígslur og útfarir.
Þar greiðast til að mynda rúmar 19
þúsund krónur fyrir fermingu og
tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir
eru ókeypis sé þeirra beiðst við
guðsþjónustu. Samkvæmt gjald-
skrá þeirri geta prestar innheimt
ferðakostnað samkvæmt almennu
akstursgjaldi ríkisstarfsmanna
vegna aksturs í tengslum við skírn
eða hjónavígslu. Þak er sett á þann
fjölda kílómetra sem unnt er að fá
endurgreiddan. Akstursgjald ríkis-
starfsmanna er sem stendur 110
krónur fyrir hvern ekinn kílómetra.
Þetta bætist við laun presta og
prófasta sem ákveðin voru af kjara-
ráði. Þau eru á bilinu 768 þúsund
til rúmrar milljónar eftir fjölda
sóknarbarna og hvort um prest eða
prófast er að ræða.
joli@frettabladid.is
Starfskostnaður presta árlega
kringum 120 milljónir króna
Prestar fá árlega fasta upphæð greidda til reksturs embætta þeirra. Árleg upphæð þeirra getur samsvarað
þrettánda mánuðinum allt eftir því hvernig brauð hvers og eins er. Árin 2013-2017 voru greiddar rúmar 317
milljónir í aksturspeninga. Þá eiga prestar einnig rétt á að fá akstur í tengslum við aukaverk sín greiddan.
Prestar fá allt að auka mánuð greiddan gegnum fastan rekstrarkostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fastur endurgreiddur
akstur presta er á bilinu 250
þúsund til 850 þúsund
krónur. Þá er þeim heimilt
að rukka fyrir akstur í
tengslum við aukaverk á
borð við hjónavígslur og
fermingar.
Bifreiðastyrkur 317,57 milljónir
Fatapeningar 11,61 milljónir
Póstkostnaður 10,97 milljónir
Símakostnaður 85,87 milljónir
Skrifstofukostnaður 193,77 milljónir
Samtals 619,79 milljónir
✿ Kostnaður 2013-17
PÓLLAND Starfsmenn í pólsku slátur-
húsi sjást á leynilegum upptökum
slátra fárveikum kúm án eftirlits
dýralæknis. Upptökurnar gættu
leitt til rannsóknar á gæðum kjöts
um alla Evrópu.
Rannsóknarblaðamaður á vegum
pólsku TVN fréttastofunnar mynd-
aði slátrunina í leynd. Greint er frá
að kúnum, sem voru svo illa haldn-
ar að þær vart stóðu í lappirnar,
sé slátrað án eftirlits dýralæknis,
sem er skylda innan Evrópusam-
bandsins. Slátrunin fóru fram um
miðja nótt og eru kýrnar dregnar á
hornum eða fótum til slátrunar.
Blaðamaðurinn sem tók upp
myndefnið segir að honum hafi
verið gert að hreinsa kjötið og láta
það líta út eins og um heilbrigt
nautakjöt hafi verið að ræða. „Yfir-
maður minn skipaði mér að merkja
kjötið sem heilbrigt, og að gera það
fallegra. Þetta var hryllilegt, trúið
mér. Lyktin af rotnandi kjöti lét
mann kúgast. Ég þurfti að gera kjöt-
ið fallegra með því að skrapa það
með hnífnum mínum,“ segir Patryk
Szczepaniak, blaðamaður TVN.
Hann greinir frá því að starfs-
mönnum sláturhússins hafi verið
gert að skera burt legusár og æxli
sem hrjáðu kýrnar. Dýralæknir
hafi svo komið deginum eftir og
kvittað undir að kjötið væri hæft
til manneldis. Samkvæmt lögum á
slíkur dýralæknir að vera viðstaddur
fyrir, á meðan og eftir slátrun til að
tryggja gæði kjötsins.
Ekki er hægt að staðfesta hvað
nákvæmlega hrjáði kýrnar, og því
ekki heldur hægt að skera úr um það
hvort kjötið valdi mannfólki hættu.
The Guardian ræddi við sérfræð-
inga í matvælaöryggi, sem segja að
myndbandið gefi tilefni til mikilla
efasemda um öryggi kjötsins frá Pól-
landi, en landið er stærsti útflytjandi
kjöts í ESB. Landið flytur út um 415
milljón kíló af kjöti ári hverju. – jt
Leyniupptökur gætu leitt til rannsókn á gæðum kjöts í Evrópu
TVN birti í gær sláandi myndir innan úr sláturhúsinu pólska. FRÉTTBLAÐIÐ/TVN
VERSLUN Costco nýtur mikilla vin-
sælda með þeirra sem kaupa elds-
neyti hjá fyrirtækinu í Kauptúni
í Garðabæ, en fær um leið lægstu
einkunn meðal viðskiptavina á
smásölumarkaði. Þetta kemur fram
í Íslensku ánægjuvoginni sem Zent-
er gerði fyrir Samtök iðnaðarins og
Stjórnvís.
Samkvæmt niðurstöðunum fékk
Costco eldsneyti 86,5 stig af 100
mögulegum. Þar á eftir kemur Atl-
antsolía með 68,8 stig. Neðst mælist
N1 með 63,7 stig.
Annað er uppi á teningnum þegar
smásöluverslun er skoðuð en þar
mælist Costco neðst með 59,1 stig.
Vínbúðir ÁTVR mælast efstar 74,1
stig og þar á eftir kemur BYKO með
68,9 stig. – khn
Costco efst
og neðst í
ánægjuvoginni
Eldsneytissala Costco virðist njóta
mikillar hylli. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LANDBÚNAÐUR Kaupfélag Skag-
firðinga og sláturhús Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga sem staðsett er
á Blönduósi hafa ákveðið að greiða
viðbótargreiðslu á allt lambakjöt
sem lagt var inn síðastliðið haust.
Viðbótargreiðsla til sauðfjárbænda
nemur um 10 prósentum á innlegg
í ágústmánuði og um sex prósenta
viðbótargreiðsla verður greidd fyrir
innlegg bænda í september og októ-
ber. Í tilkynningu frá kaupfélög-
unum segir að ágæt sala hafi verið á
afurðum og að krónan hafi veikst á
tímabilinu sem skapi nokkuð ágæt-
an grundvöll til að greiða bændum
þessa viðbót.
En það eru ekki allir sem hafa
fengið þessa hækkun og hafa bænd-
ur sem lögðu inn til Norðlenska sent
fyrirtækinu áskorun um að greiða
sama álag til þeirra.
„Félag sauðfjárbænda við Eyja-
fjörð, Félag sauðfjárbænda í
Suður-Þingeyjarsýslu, Félag sauð-
fjárbænda á Héraði og Fjörðum
og Félag sauðfjárbænda á Suður-
fjörðum skorar á Norðlenska ehf.
að greiða innleggjendum sauð-
fjárafurða uppbót á haustinnlegg
2018 að lágmarki sambærilega
öðrum sláturleyfishöfum,“ segir í
kröfugerðinni frá bændum til fyrir-
tækisins.
Sauðfjárframleiðsla hefur á síð-
ustu árum staðið illa og hefur verið
nokkuð tap af framleiðslu sauð-
fjárafurða upp á síðkastið. Stjórn-
völd og bændur hafa reynt eftir
fremsta megni að flytja meira út af
dýrum vöðvum til að stemma stigu
við framleiðslutapinu. – sa
Vilja sömu laun og aðrir sauðfjárbændur
Sauðfjárframleiðsla hefur staðið illa undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HÚSNÆÐISMÁL Forsvarsmenn stéttar-
félagsins Framsýnar hafa sent Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra, bréf
þar sem gagnrýndar eru niðurstöður
átakshóps um húsnæðismál sem skil-
aði niðurstöðum sínum í síðustu viku.
Stéttarfélagið segir í bréfinu að ekki
sé horft nægilega til landsbyggðar-
innar hvað varðar sértækar aðgerðir
vegna húsnæðisskorts. Að mati félags-
ins hefði starfshópur um úrbætur í
húsnæðismálum þurft að horfa sér-
staklega á vanda landsbyggðarinnar
þar sem skortur á húsnæði er víða
mikill. „Það er von Framsýnar að í
frekari umfjöllun um niðurstöður
átakshópsins verði landsbyggðinni
gefið aukið vægi“, segir í bréfi Fram-
sýnar til forsætisráðherra. – sa
Gagnrýna
útfærslu
átakshóps
2 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:5
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
7
-0
F
1
0
2
2
2
7
-0
D
D
4
2
2
2
7
-0
C
9
8
2
2
2
7
-0
B
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K