Fréttablaðið - 28.01.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 28.01.2019, Síða 16
Þjálfunarprógrammið Stelpur styðja stelpur (e. Girls 4 Girls) var stofnað í byrjun árs 2017 af konum sem útskrifuðust saman úr Harvard háskóla og vildu leggja sitt af mörkum við að efla færni, hugrekki og tengslanet kvenna um allan heim. Stofnendurnir, sem koma frá ólíkum löndum, voru sammála um að eitthvað þyrfti að aðhafast varðandi gjá á milli stöðu karla og kvenna. Þær veltu fyrir sér hvað það væri sem kæmi konum áfram í atvinnulífinu og voru sam- mála um að gott stuðningsnet skipti máli þegar kemur að því að halda út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir í lífinu, segja þær Fanney Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri verkefnisins hér á landi, og Vala Rún Magnúsdóttir samfélagsmiðlastjóri þess. Stelpur styðja stelpur er ætlað ungum konum á aldrinum 16-25 ára og gefur þeim tækifæri til að þjálfa ýmsa hæfileika undir leiðsögn reyndari aðila, svokallaðra ment- ora. Í febrúar hefst þriðja umferð verkefnisins en skipuleggjendur eru að leggja lokahönd á röðun í hópa þessa dagana. Næsta umferð fer svo af stað í haust. „Prógrammið er sett þannig upp að leiðandi konur úr atvinnulífinu taka að sér að vera mentorar fyrir ungar konur og stelpur sem vilja tileinka sér ýmsa eiginleika sem nýtast þeim til framtíðar. Þátttakendum er skipt í 4-6 manna hópa, sem ýmist einn eða tveir mentorar taka að sér yfir ákveðið tímabil. Hver fundur hefur ákveðið þema og mentorarnir styðjast við fræðsluefni sem prófess- orar Harvard háskóla settu saman, um leið og þeir miðla reynslu sinni úr atvinnulífinu,“ segir Fanney. Úr öllum áttum Fyrsti fundur hvers hóps er hugs- aður til þess að kynnast og ræða markmið og áskoranir, bætir Vala Rún við. „Þemu næstu funda eru leiðtogahæfni, samskiptafærni, samningatækni og opinber fram- koma. Þátttakendur fá heima- verkefni sem felast í nokkurs konar sjálfsvinnu, þar sem hvatt er til þess að hugsa um eitthvað sem við- komandi hefur ætlað að takast á við en frestað. Örlítil pressa leiðir oft til skapandi lausna sem skila árangri. Eftir að hóparnir hafa lokið fimm fundum hittast allir þátttakendur og mentorar á lokahófi þar sem tæki- færi gefst til að kynnast innbyrðis, ræða þátttökuna og mynda stærra tengslanet.“ Stofnendur hópsins koma úr ólíkum áttum, allt frá því að hafa unnið fyrir Sameinuðu þjóðirnar að málefnum kvenna, yfir í að leiða fjárfestingarfyrirtæki í Kína og að sjá um umhverfisstefnu innan Hvíta hússins í forsetatíð Obama. Einn stofnenda hópsins er Halla Hrund Logadóttir, stofnandi og stjórnandi Arctic Initiative, sem er miðstöð Norðurslóðamála við Harvard háskóla. Auk hennar hefur Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögfræðingur þróað og stýrt verkefninu á Íslandi, og síðar bættist Fanney í hópinn. Hindranir enn til staðar Fanney og Vala tóku báðar þátt í verkefninu síðasta haust og eru himinlifandi með afraksturinn. „Upplifun mín var hreint út sagt frábær,“ segir Fanney. „Ég kynnt- ist metnaðarfullum og klárum stelpum sem hafa bæði svipaða og ólíka reynslu og ég af því að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu. Í hópnum okkar Völu vorum við fjórar með einn mentor, allar með ólíkan bakgrunn en áttum það sam- eiginlegt að hafa mætt áskorunum á vinnumarkaði þar sem hallaði á okkur sem konur. Enn eru til staðar hindranir fyrir konur í íslensku atvinnulífi þó svo að margt gott hafi áunnist á síðustu áratugum og gátum við deilt upplifun okkar. Efnið kom sér mjög vel og margir góðir punktar sitja eftir sem ég efast ekki um að ég eigi eftir að njóta góðs af.“ Góður hópur Vala Rún tekur undir orð Fanneyjar. „Mér fannst verkefnið ótrúlega skemmtilegt alveg frá byrjun. Við Fanney vorum mjög heppnar með hópinn og ekki síður mentorinn okkar, Tönyu Zharov, aðstoðar- forstjóra DeCODE. Við stelpurnar kynntumst vel og lærðum helling af námsefninu, af hver annarri og af Tönyu. Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikið sjálfstraust mitt jókst og ég fékk út úr pró- gramminu, bæði í leik og starfi. Það sem stendur helst upp úr er hversu góður hópur kvenna hefur safnast saman, núna eftir síðustu umferð. Konur úr öllum áttum sem hafa sameiginleg markmið og styðja við bakið á hver annarri. Það er eitthvað sem er svo mikilvægt að eiga.“ Lærði helling Fanney sat beggja megin borðs- ins í haust því auk þess að sækja prógrammið var hún og er enn verkefnisstjóri þess. „Þar voru tví- mælalaust tvær flugur slegnar í einu höggi þar sem ég lærði helling sem þátttakandi og get nýtt mér þessa innsýn við áframhaldandi þróun verkefnisins.“ Henni fannst helst standa upp úr hvernig fundirnir efldu þátttakendur og veittu um leið innblástur til þess að takast á við persónuleg verkefni sem höfðu setið á hakanum. „Tengslanetið hefur nú þegar reynst vel en við höfum haldið samskiptum áfram og stutt hver aðra í nýjum verkefnum. Það kom mér helst á óvart hversu mikið maður getur komið sjálfum sér á óvart þegar maður bregst við áskorunum og uppskorið árangur þegar maður leggur allt í sölurnar, hefur stuðning og góð verkfæri í höndunum.“ Metnaðarfull markmið Markmið þeirra sem standa að verk- efninu er að stækka það enn frekar, bæði hér heima og erlendis. „Við viljum fá fleiri stelpur til að taka þátt og fá fleiri mentora. Þetta verkefni er svo ótrúlega mikilvægt fyrir okkur, jafnvel þótt jafnrétti sé komið lengra á veg hér heima. Það er nefnilega enn langt í land, t.d. er engin kona forstjóri hér á landi í fyrirtæki sem er skráð á markað. Stelpur styðja stelpur er því kjörinn vettvangur til þess að efla ungar konur svo dæmi sem þessu megi breyta. Einnig er stefnan að mynda betri alþjóðleg tengsl með því að heimsækja önnur lönd og kynnast þeim sem hafa farið í gegnum verkefnið þar,“ segir Vala Rún. Enn í þróun Fanney segir þær hafa nýlega heyrt fréttir frá Allen Asiimwe, umsjónar- manni verkefnisins í Afríku. „Hún er sjálf frá Úganda og teyminu hennar hefur gengið einstaklega vel að byggja upp starfsemina í nokkrum löndum Afríku á stuttum tíma. Ég hef það eftir henni að markmiðið fyrir árið 2025 sé að byggja tengsl- anet tíu þúsund mentora og einnar milljón þátttakenda á heimsvísu. Verkefnið er enn í mikilli þróun og hefur stækkað ört síðan það var sett á fót fyrir um tveimur árum. Markmiðið er skýrt; að halda áfram að efla ungar konur svo að þær hafi færni og þor til þess að ná árangri og takast á við öll þau verkefni sem þær taka sér fyrir hendur.“ Hægt er að kynna sér Stelpur styðja stelpur og skrá sig til leiks fyrir haustið á www.projectg4g.org/ iceland-application. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Fanney Hrafnsdóttir (t.v.) er verkefnisstjóri verkefnisins Stelpur styðja stelpur (e. Girls 4 Girls) hér á landi, og Vala Rún Magnúsdóttir er samfélagsmiðlastjóri verkefnisins. MYND/STEFÁN Þátttakendur og mentorar í lokahófi eftir 2. umferð prógrammsins haustið 2018. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . JA N ÚA R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 6 -F 1 7 0 2 2 2 6 -F 0 3 4 2 2 2 6 -E E F 8 2 2 2 6 -E D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.