Fréttablaðið - 28.01.2019, Síða 47

Fréttablaðið - 28.01.2019, Síða 47
Engin yfirlýsingagleði Guardiola hefur jafnan gefið lítið fyrir fernutal og steig venju sam- kvæmt varlega til jarðar eftir leik- inn á laugardaginn. „Við erum komnir í úrslit í einni keppni, viljum komast langt í bikar- keppninni, koma á fullum krafti inn í einvígið gegn Schalke og berjast um Englandsmeistaratitilinn allt til loka,“ sagði Spánverjinn. „Við þurf- um að standa saman svo við getum náð markmiðum okkar. Við viljum alltaf spila vel og bæta okkur. Allir vilja spila og við þurfum að leika vel því andstæðingarnir eru sterkir.“ Þótt möguleikinn á að vinna fjór- falt sé enn fyrir hendi er sagan ekki með City í liði. Ekkert enskt lið hefur unnið fjór- falt og aðeins eitt lið hefur unnið þrefalt; Manchester United tíma- bilið 1998-99. Níu ár eru síðan lið vann tvöfalt (deild og bikar); Chel- sea 2009-10. Tíu ár eru síðan enskt lið vann deild og Meistaradeild á sama tímabili; United 2007-08. Og það hefur aðeins fjórum sinnum gerst að enskt lið vinni deild og Meistaradeild á sama tímabili; Liverpool 1976-77 og 1983-84 og United 1998-99 og 2007-08. Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, er ekki í vafa um að City geti orðið fyrsta enska liðið til að vinna fjórfalt. „Þeir eru með úrvals leikmenn og eru svo beittir. Hver á stöðva þá í að vinna allt þegar þeir eru í þessum ham?“ sagði Dyche eftir leikinn á laugardaginn. „Það er mjög erfitt að eiga við lið sem spila svona. Þeir eru með frábært lið og á svona degi refsa þeir fyrir hver einustu mistök.“ Kapphlaupið við Liverpool City hafði mikla yfirburði í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og sló fjölmörg met á leið sinni að fimmta Englandsmeistaratitlinum. Keppnin um titilinn er mun harðari í ár. City er aðeins með sex stigum minna en á sama tíma í fyrra en er samt fjórum stigum frá toppsætinu. Liverpool hefur átt frábært tímabil og aðeins tapað einum leik; gegn City í byrjun árs. Síðan þá hefur Liverpool unnið tvo nauma sigra og heldur fjögurra stiga forskoti. Rauði herinn stefnir á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 29 ár og þarf að halda vel á spöð- unum. City-menn eru til alls lík- legir um þessar mundir og munu gera allt til þess að verja Englands- meistaratitilinn. Og vinna hina þrjá titlana sem í boði eru. ingvithor@frettabladid.is Fernudraumur City-manna lifir enn Manchester City hefur skorað mörk í bílförmum í síðustu leikjum sínum. City setti fimm á Burnley í ensku bikarkeppninni á laugardaginn. Hér fagna City-menn með Kevin De Bruyne eftir að Belginn kom liðinu í 3-0. NORDICPHOTOS/GETTY Gabriel Jesus hefur skorað átta mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Manchester City. Hver á stöðva þá í að vinna allt þegar þeir eru í þessum ham? Sean Dyche, knatt- spyrnustjóri Burnley Sögulegur sigur hjá Djokovic TENNIS Novak Djokovic sigraði Rafael Nadal, 6-3, 6-2, 6-3, í úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Í kvennaflokki vann Naomi Osaka Petru Kvitová, 7-6, 5-7, 6-4. Þetta var sjöundi sigur Djokovic á Opna ástralska en hann er orðinn sigursælastur í sögu mótsins. Með sigrinum um helgina tók Serbinn fram úr Roy Emerson og Roger Federer sem unnu Opna ástralska sex sinnum hvor. Djokovic hefur nú unnið þrjú risamót í röð og 15 alls. Aðeins Federer (20) og Nadal (17) hafa unnið fleiri risamót. Osaka hefur nú unnið tvö risamót í röð í kvennaflokki. Hún vann fræg- an sigur á Serenu Williams í úrslita- leik Opna bandaríska á síðasta ári og fylgdi honum eftir með því að vinna Opna ástralska. Hin 21 árs gamla Osaka er sú fyrsta sem fylgir sínum fyrsta sigri á risamóti eftir með sigri á því næsta síðan Jennifer Capriati afrekaði það árið 2001. – iþs Novak Djokovic hefur unnið þrjú risamót í röð. NORDICPHOTOS/GETTY Eygló Ósk var stigahæst á RIG SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir átti stigahæsta sundið á Reykjavíkurleik- unum. Sundkeppni leikanna lauk í gærkvöldi. Kristinn Þórarinsson átti stigahæsta sundið í karlaflokki. Um 400 sundmenn tóku þátt, þar af 180 erlendir frá sex löndum. Eygló fékk 776 stig fyrir að vinna 100 metra baksund. Hún synti á 1:03,22 mínútu. Eygló hrósaði líka sigri í 50 metra baksundi. Kristinn fékk 773 stig fyrir sigur- inn í 50 metra baksundi. Hann synti á 26,19 sekúndum. Kristinn vann alls til fernra verðlauna á Reykja- víkurleikunum. – iþs Tvenn verðlaun til Íslendinga BADMINTON Margrét Jóhannsdóttir og Kristófer Darri Finnsson hrós- uðu sigri í tvenndarleik í badmin- ton-keppni Reykjavíkurleikanna. Í úrslitaleiknum unnu þau Margrét og Kristófer enskt par, 21-13 og 21-18. Margrét keppti einnig í úrslitum í tvíliðaleik með Sigríði Árnadóttur. Þær lutu í lægra haldi fyrir pari frá Englandi, 23-21 og 21-18. Í einliðaleik karla varð Daninn Mikkel Enghøj hlutskarpastur. Í kvennaflokki hrósaði hin enska Abigail Holden sigri. Í tvíliðaleik karla komu sigurvegararnir frá Portúgal. – iþs Eygló Ósk vann tvö gull á Reykja- víkurleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19M Á N U D A G U R 2 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 ÖLL BRAUÐ Á 25% AFSLÆTTI ALLA MÁNUDAGA • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS www.bjornsbakari.is 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 7 -1 D E 0 2 2 2 7 -1 C A 4 2 2 2 7 -1 B 6 8 2 2 2 7 -1 A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.