Fréttablaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 2019Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttablaðið - 06.02.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 06.02.2019, Qupperneq 2
Veður Austan 10-18 í dag, en heldur hvass- ari SA- og NV-til. Slydda eða rigning SA-til, dálítil snjókoma N-lands, en annars úrkomulítið. Vægt frost, en frostlaust með S- og V-ströndinni. SJÁ SÍÐU 16 Grafið í Hafnarstræti Fornleifauppgröftur fer ekki bara fram á sumrin í góða veðrinu. Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur var í Hafnarstrætinu í gær þegar ljós- myndara gekk þar um. „Við erum að grafa upp fornminjar sem eru á lóðinni. Þær komu í ljós þegar við fjarlægðum grunna verslunarhúsa sem stóðu þarna,“ segir Lilja. Bætir því við að húsin séu líklega frá átjándu öld, hingað til hafi fundist leirker, glerflöskur og dýrabein. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SKIPULAGSMÁL Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum hand- laugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flata- hrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunn- skóla. „Ætlunin er að hafa færan- legar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsu- stjóri Nú, segir vaskana hafða færan- lega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga. „Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglu- lega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, Heilabrot í Hafnarfirði yfir útihátíðarvöskum Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færan- legir með fótpumpu FRÉTTABLAÐIÐ/NÚ Skólinn Nú starfar í nýju húsnæði á Reykjavíkurvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISVÍSINDI Karlmenn sem reykt hafa kannabis á einhverjum tímapunkti á ævi sinni virðast – nokkuð óvænt – státa af mun meira magni af sáðfrumum en þeir karlar sem aldrei hafa reykt kannabis. Þetta leiðir ný rannsókn vísinda- manna við lýðheilsustofnun Har- vard-háskóla í ljós, en niðurstöð- urnar voru birtar í ritinu Human Reproduction í nótt. Vísindamennirnir söfnuðu sæðis- sýnum úr tæplega sjö hundruð körl- um. Rúmur helmingur þeirra hafði reykt kannabis. Þessi hópur hafði að meðaltali 62,7 milljónir sáðfruma í hverjum millilítra. Hópurinn sem aldrei hafði reykt kannabis var með 45,4 milljónir sáðfruma að meðaltali. „Niðurstöðurnar stangast á við það sem áður hefur verið haldið fram,“ segir Feiby Nassan, aðal- höfundur rannsóknarinnar. „Ein möguleg ástæða fyrir þessu er sú staðreynd að karlar sem eru með hærri testósteróngildi eru líklegri til að stunda áhættuhegðun eins og kannabisreykingar.“ – khn Tengsl sæðis og kannabiss R E YK JAV Í KU R B O RG   H á m a r k s- hraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma  ákvörðun borgarstjórnar í gær. Einnig var samþykkt í gær að lækka  hámarkshraðann  á sama hátt  á Hofsvallagötu milli Hring- brautar og Ægisíðu, Ægisíðu, og á  Nesvegi milli Kaplaskjólsvegar og Sörlaskjóls. Þá voru samþykktar úrbætur vegna öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda á Hringbraut í Reykjavík. Þá fól borgarstjórnin skipu- lags- og samgönguráði að athuga á hvaða fleiri götum sé hægt að lækka hámarkshraðann í 40 kílómetra á klukkustund. – gar Dregið úr hraða á Hringbrautinni Óvænt tengsl á milli sæðismagns og kannabisreykinga. NORDICPHOTOS/GETTY framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heil- brigðiseftirlitsins orkaði það tví- mælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglu- gerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfis- stofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglu- gerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæj- arskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heil- brigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vösk- um sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“ gar@frettabladid.is Færanlegir vaskar sem ekki uppfylla skilyrði gamallar reglugerðar tefja útgáfu starfsleyfis til grunnskóla Fram- sýnar í nýju húsnæði í Hafnarfirði. Voru með undanþágu en heil- brigðiseftirlitið vill nú álit Umhverfisstofnunar á vöskunum. Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is lakaðu á eð lö g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, ki pir og spe na g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartslá tur g Kvíði g Streita g Pi ringur Einke i agnesí skorts i t.i 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 F -9 B 4 4 2 2 3 F -9 A 0 8 2 2 3 F -9 8 C C 2 2 3 F -9 7 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 31. tölublað (06.02.2019)
https://timarit.is/issue/400293

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

31. tölublað (06.02.2019)

Iliuutsit: