Fréttablaðið - 06.02.2019, Qupperneq 2
Veður
Austan 10-18 í dag, en heldur hvass-
ari SA- og NV-til. Slydda eða rigning
SA-til, dálítil snjókoma N-lands, en
annars úrkomulítið. Vægt frost, en
frostlaust með S- og V-ströndinni.
SJÁ SÍÐU 16
Grafið í Hafnarstræti
Fornleifauppgröftur fer ekki bara fram á sumrin í góða veðrinu. Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur var í Hafnarstrætinu í gær þegar ljós-
myndara gekk þar um. „Við erum að grafa upp fornminjar sem eru á lóðinni. Þær komu í ljós þegar við fjarlægðum grunna verslunarhúsa sem stóðu
þarna,“ segir Lilja. Bætir því við að húsin séu líklega frá átjándu öld, hingað til hafi fundist leirker, glerflöskur og dýrabein. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SKIPULAGSMÁL Framsýn menntun
ehf., sem rekur grunnskólann Nú í
Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu
samþykki fyrir færanlegum hand-
laugum í skólastofum sínum og þar
með starfsleyfi á nýjum stað.
Nú flutti sig um áramótin úr Flata-
hrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í
skólanum eru sextíu nemendur í
þremur efstu bekkjardeildum grunn-
skóla.
„Ætlunin er að hafa færan-
legar handlaugar sem hvorki verða
tengdar neysluvatnslögn né fráveitu
húsnæðisins,“ segir í fundargerð
heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar-
og Kópavogssvæðis um umsókn
skólans.
Kristján Ómar Björnsson, heilsu-
stjóri Nú, segir vaskana hafða færan-
lega til þess að skólastofurnar séu
sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt
þessari lausn mikinn áhuga.
„Við bara kærum okkur ekki um
að sóa plássi í fastan vask á vegg sem
hindrar okkur í að gera þá hluti sem
við erum að gera,“ segir Kristján.
„Þetta eru færanlegar handlaugar
sem fyllt er á vatn – og pumpað upp,
svipað og í færanlegum salernum
sem notuð eru á útisamkomum – og
affall fer í tank sem er tæmdur reglu-
lega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson,
Heilabrot í Hafnarfirði
yfir útihátíðarvöskum
Við bara kærum
okkur ekki um að
sóa plássi í fastan vask á vegg
sem hindrar okkur í að gera
þá hluti sem við erum að
gera.
Kristján Ómar Björnsson,
heilsustjóri Nú
Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færan-
legir með fótpumpu FRÉTTABLAÐIÐ/NÚ
Skólinn Nú starfar í nýju húsnæði á Reykjavíkurvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HEILBRIGÐISVÍSINDI Karlmenn sem
reykt hafa kannabis á einhverjum
tímapunkti á ævi sinni virðast
– nokkuð óvænt – státa af mun meira
magni af sáðfrumum en þeir karlar
sem aldrei hafa reykt kannabis.
Þetta leiðir ný rannsókn vísinda-
manna við lýðheilsustofnun Har-
vard-háskóla í ljós, en niðurstöð-
urnar voru birtar í ritinu Human
Reproduction í nótt.
Vísindamennirnir söfnuðu sæðis-
sýnum úr tæplega sjö hundruð körl-
um. Rúmur helmingur þeirra hafði
reykt kannabis. Þessi hópur hafði að
meðaltali 62,7 milljónir sáðfruma í
hverjum millilítra. Hópurinn sem
aldrei hafði reykt kannabis var með
45,4 milljónir sáðfruma að meðaltali.
„Niðurstöðurnar stangast á við
það sem áður hefur verið haldið
fram,“ segir Feiby Nassan, aðal-
höfundur rannsóknarinnar. „Ein
möguleg ástæða fyrir þessu er sú
staðreynd að karlar sem eru með
hærri testósteróngildi eru líklegri
til að stunda áhættuhegðun eins og
kannabisreykingar.“ – khn
Tengsl sæðis og kannabiss
R E YK JAV Í KU R B O RG H á m a r k s-
hraði á Hringbraut frá Ánanaustum
að Sæmundargötu verður lækkaður
úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund
samkvæmt einróma ákvörðun
borgarstjórnar í gær.
Einnig var samþykkt í gær að
lækka hámarkshraðann á sama
hátt á Hofsvallagötu milli Hring-
brautar og Ægisíðu, Ægisíðu, og
á Nesvegi milli Kaplaskjólsvegar
og Sörlaskjóls. Þá voru samþykktar
úrbætur vegna öryggis gangandi og
hjólandi vegfarenda á Hringbraut í
Reykjavík.
Þá fól borgarstjórnin skipu-
lags- og samgönguráði að athuga á
hvaða fleiri götum sé hægt að lækka
hámarkshraðann í 40 kílómetra á
klukkustund. – gar
Dregið úr
hraða á
Hringbrautinni
Óvænt tengsl á milli sæðismagns og kannabisreykinga. NORDICPHOTOS/GETTY
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Hafnarfjarðar.
Heilbrigðisnefndin frestaði
afgreiðslu málsins. „Að mati Heil-
brigðiseftirlitsins orkaði það tví-
mælis hvort þessi gerð handlauga
stæðist ákvæði hollustuháttareglu-
gerða og var ákveðið að fresta málinu
milli funda og óska álits Umhverfis-
stofnunar á því hvort þessi gerð
handlauga stæðist reglugerð,“ segir
Hörður.
„Við erum sem sagt ekki með fasta
vaska í kennslustofunum – eins og
gömul reglugerð kveður á um: reglu-
gerð sem var sett 1930 og eitthvað
þegar komu upp berklar í Vesturbæj-
arskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi
reyndar notað sömu færanlegu vaska
á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heil-
brigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út
áður og skólinn fengið undanþágu.
Að sögn Kristjáns hefur enginn
kvartað undan þeim færanlegu vösk-
um sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn
oft notaðir og í kennslustofum með
hálffullorðið fólk; aldrei.“
gar@frettabladid.is
Færanlegir vaskar sem
ekki uppfylla skilyrði
gamallar reglugerðar
tefja útgáfu starfsleyfis
til grunnskóla Fram-
sýnar í nýju húsnæði í
Hafnarfirði. Voru með
undanþágu en heil-
brigðiseftirlitið vill nú
álit Umhverfisstofnunar
á vöskunum.
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
lakaðu á
eð lö
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
ki pir og spe na
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartslá tur
g Kvíði
g Streita
g Pi ringur
Einke i
agnesí
skorts
i t.i
6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
F
-9
B
4
4
2
2
3
F
-9
A
0
8
2
2
3
F
-9
8
C
C
2
2
3
F
-9
7
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K