Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.02.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Verð 8.990.000 kr. Verð með aukabúnaði áður 10.040.000 kr. Afsláttur 1.050.000 kr. · Innfellanlegt dráttarbeisli · Leðurklætt aðgerðastýri með hita · Rafmagn í framsætum · Milano leðuráklæði · Rafdrifin opnun á afturhlera · Nálgunarvarar að framan & aftan · Bakkmyndavél · Audi Sound System 180W · 10 hátalarar · Dökkar rúður · LED aðalljós · 18” álfelgur · Mjóbaksstuðningur · Þriggja svæða tölvustýrð loftkæling Audi Q5 Design quattro SKATTAR Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð ríkisskatt­ stjóra (RSK) um að eiganda hús­ næðis beri að greiða 25 prósent álag vegna vanframtalinna tekna af útleigu húsnæðis á Airbnb. Eigand­ inn hafði ekki talið fram rúmlega þrjár milljónir króna sem hann hafði í tekjur árið 2016 af slíkri leigu. Í úrskurði RSK kom fram að ekki hefði verið gefin upp til skatts upp­ hæð frá Airbnb sem greidd var inn á reikning eigandans. Það að telja ekki fram slíkar tekjur teldist verulegur annmarki á framtali og því var gripið til álagsins. Þá niðurstöðu kærði eigandinn til YSKN. Sagði hann að hann ætti enga sögu um vanframtalda skatt­ stofna og að hann hefði greiðlega veitt upplýsingar um útleiguna. Því bæri að lækka álagið. Lögum samkvæmt er heimilt að lækka álagið leiðrétti skattskyldur aðili upplýsingarnar sjálfur eða fella það niður með öllu ef honum verður ekki kennt um mistökin. YSKN taldi ljóst að svo væri ekki í þessu máli og stendur álagið því óhaggað. – jóe 25 prósent álag á skatt vegna Airbnb Vantaldar tekjur eigand- ans námu þremur milljónum króna DÓMSMÁL Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakar­ giftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningar­ lögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal ann­ ars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynn­ ingu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvar­ legum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjöl­ miðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssak­ sóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn  Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til hér­ aðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skipta­ stjóri fyrir. Kærur hafa gengið á  víxl lengi og mörg dóms­ m á l s p r o t t i ð af skiptaferl­ inu  sem ekki hafa öll verið til lykta leidd. – aá Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Sveinn Andri Sveinsson. STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun bauð Íslandspósti ohf. (ÍSP) að fyrra bragði að vinna stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu meðal annars til að slá á óréttmætar ásakanir. Afrit af erind­ um sem ríkisendurskoðandi hefur sent ÍSP í gegnum tíðina fást ekki afhent þar sem þau eru nú meðal gagna við vinnu skýrslu um félagið. Um miðjan síðasta mánuð sendi fjárlaganefnd Alþingis ríkisendur­ skoðanda beiðni um að unnin yrði stjórnsýsluúttekt á ÍSP. Meðal þess sem beðið var um að skoðað yrði er hvort aðgreining einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið full­ nægjandi og hvort skýringar fyrir­ tækisins á fjárhagsvanda þess séu fullnægjandi. Alþingi samþykkti fyrir jól heim­ ild til að lána ÍSP allt að milljarð króna til að mæta lausafjárskorti fyrirtækisins. Lánveitingin er bundin skilyrðum og þarf fjárlaganefnd að gefa grænt ljós á lánið áður en það er leyst út. Vonir þingmanna standa til að skýrslan liggi fyrir í vor. Áður en beiðnin var samþykkt var til umræðu hvort ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins þar sem stofnunin endurskoðar reikninga fyrirtækisins. Á fundi stjórnar ÍSP í febrúar 2017 komu Sveinn Arason, þáver­ andi ríkis endurskoðandi, og Óskar Sverris son, starfsmaður stofnunar­ innar, á fundinn til að ræða ársreikn­ ing ÍSP fyrir árið 2016. Þá lýsti Ingi­ mundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, áhyggjum sínum og framkvæmda­ stjórnar yfir því að ráðamenn átti sig ekki á alvarleika í rekstrarstöðu ÍSP. „Með viðvarandi taprekstri væri hætta á að stjórnendur gerist sekir um vanrækslu í starfi í ljósi dóms í Milestone máli þar sem stjórnendur töldust ekki hafa sinnt hagsmuna­ gæslu fyrir fleiri hagsmunaaðila en eigendur, og einkum lánardrottna,“ er haft eftir Ingimundi. Af fundar­ gerðum stjórnar má ráða að ÍSP skuldi Landsbanka Íslands, sem er nærri alfarið í eigu ríkisins, hátt í tvo milljarða króna. „Ríkisendurskoðun sagðist geta beitt stjórnsýsluendurskoðun til að skýra rekstrarumhverfi ÍSP á hlut­ lausan hátt og slá á óréttmætar ásak­ anir,“ er haft eftir Sveini og Óskari. Stjórnin svaraði með því að segja að ekki væri tilefni til slíks „heldur frekar tilefni til aðgerða gegn stjórn­ sýslunni“. Fréttablaðið beindi tvíþættri fyrir­ spurn til ríkisendurskoðanda. Fyrri liðurinn sneri að því að fá afrit af erindum sem stofnunin hefur sent ÍSP með athugasemdum vegna fjár­ festinga í dótturfélögum. Svarið var á þá leið að ekki væri unnt að afhenda gögnin þar sem þau væru nú meðal vinnugagna úttektarinnar. Sambæri­ leg fyrirspurn var send ÍSP en svarið þar var að allar athugasemdir hefðu verið munnlegar. Síðari spurningin var hvort fyrr­ greind orð gæfu tilefni til að efast um hæfi stofnunarinnar til að vinna úttektina. Svarið var að ekki væri hægt að tjá sig um einstök atriði sem kunna að koma til meðferðar. joli@frettabladid.is Ríkisendurskoðun bauðst til að slá á óréttmætar ásakanir Stjórn Íslandspósts hafnaði því á fundi í febrúar 2017 að tilefni væri til að gera úttekt á félaginu. Réttara væri að beina sjónum að stjórnsýslunni og því skilningsleysi sem rekstur fyrirtækisins mætti þar. Ríkisendur- skoðandi hefur gert athugasemdir vegna fjárfestinga Póstsins í dótturfélögum. Afrit af því fást ekki afhent. Íslandspóstur hefur meðal annars hlotið gagnrýni fyrir framgöngu á samkeppnismarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Með viðvarandi taprekstri væri hætta á að stjórnendur gerist sekir um vanrækslu í starfi í ljósi dóms í Milestone máli. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, á stjórnarfundi í febrúar 2017 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 F -A F 0 4 2 2 3 F -A D C 8 2 2 3 F -A C 8 C 2 2 3 F -A B 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.