Fréttablaðið - 06.02.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 06.02.2019, Síða 18
Það er mjög líklegt að höfuðstöðvar Tempo verði fluttar til Banda-ríkjanna. Þar er okkar stærsti markaður og eigendur meirihluta félagsins eru í Los Angeles. Við munum áfram reka öflug dóttur- félög í Reykjavík og Montreal í Kanada,“ segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo, í sam- tali við Markaðinn. Fjárfestingafélagið Diversis Capi- tal keypti 55 prósenta hlut í Tempo af Origo, sem áður átti hugbúnaðar- fyrirtækið að fullu, í nóvember fyrir 34,5 milljónir dollara, jafnvirði 4,2 milljarða króna. Eigendurnir munu sameiginlega leggja Tempo til tvær milljónir dollara, jafnvirði 241 millj- ónar króna. Jafnframt hafa þeir lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast. Diversis Capital tilefnir þrjá í stjórn Tempo en Origo tvo. „Þeir fara með meirihluta í félag- inu og vinna mjög náið með okkur á mörgum sviðum. Þeir horfa til tækifæra í innri vexti – við teljum að hann verði áfram um 30-35 pró- sent á ári – og mögulega að yfirtaka önnur fyrirtæki. Við fáum stuðning til að hraða vextinum enn frekar en verið hefur,“ segir Ágúst. Origo leitaði að meðfjárfesti í tvö ár og hitti Ágúst yfir 100 fjárfestinga- sjóði staðsetta í Evrópu og Banda- ríkjunum í því skyni. „Hugmyndin var að sjóðurinn væri ekki of stór til þess að við myndum fá næga athygli og stuðning frá honum. Sjóðurinn þurfti að vera sérhæfður á þeirri syllu sem við störfum á og hafa sýnt fram á góðan árangur. Síðast en ekki síst þurfti starfsfólk okkar og þeirra að smella saman. Þetta allt fengum við frá Diversis Capital. Við erum stærsta fjárfesting þeirra og þeir eru afar áhugasamir um reksturinn,“ segir hann. Höfuðstöðvar líklega fluttar til Ameríku „Reksturinn á síðasta ári var alveg frábær. Hann hefur aldrei verið eins góður,“ segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Þeir horfa til tæki- færa í innri vexti – við teljum að hann verði áfram um 30-35 prósent á ári – og mögulega að yfirtaka önnur fyrirtæki. Bandaríkin eru stærsti markaður Tempo og stærsti hluthafinn er þaðan. Munu áfram reka dótturfélög í Reykjavík og Montreal í Kanada. Starfsmönnum í Mont- real hefur fjölgað hratt vegna styrkingar krónu en þar eru laun lægri. Þar eru margir háskólar og greiðari aðgangur að starfskröftum. Tíu ára saga Ágúst segir að fyrir tíu árum hafi fámennt teymi innan TM Software, sem var í eigu Nýherja og sam- einaðist síðar í Origo, smíðað ein- faldan hugbúnað til að sinna tíma- skráningum sem fyrst og fremst hafi verið notaður af starfsmönnum. „Við fórum síðar að skima eftir tækifærum og hófum samstarf við Atlassian. Þeirra hugbúnaður, sem snýr að vinnu- og verkefnastjórnun, er í skýinu. Önnur hugbúnaðarfyrir- tæki geta þróað viðbætur, eins og við höfum gert. Á þeim tíma var Atlassian lítið og ungt fyrirtæki en veltan hefur vaxið um 40-50 prósent á hverju ári og við höfum fylgt þeim vexti. Tekjur Tempo hafa vaxið um 30-35 prósent á ári. Þær hafa vaxið úr engu í að vera 22 milljónir dollara, jafn- virði 2,6 milljarða króna, á síðasta ári. Starfsmenn eru orðnir rúmlega 100 í þremur löndum. Nær alla tekjurnar eða 99 prósent koma erlendis frá en við erum með 13 þúsund viðskiptavini. Atlassian er með með 134 þúsund viðskipta- vini en þar af eru 65 þúsund sem nota Jira og geta þar af leiðandi notað okkar hugbúnað. Á undanförnum tveimur árum höfum við verið að undirbúa að tengjast fleiri kerfum á borð við Jira til að vaxa enn frekar. Það eru færri en tíu slík kerfi sem rökrétt væri fyrir okkur að vera í. Við endur- skrifuðum vöruna fyrir Amazon Web Services (AWS) og getum því auðveldlega sótt í önnur kerfi sem eru í skýinu.“ Keyptu lítið fyrirtæki í Montreal Hefur Tempo áður ráðist í yfirtöku? „Við yfirtókum lítið fyrirtæki í Montreal í Kanada fyrir þremur árum. Það var grunnurinn að upp- byggingunni þar í landi. Starfsmenn þar eru orðnir um 50.“ Til hvernig fyrirtækja er horft varðandi yfirtöku? „Þrjár tegundir fyrirtækja koma til greina. Í fyrsta lagi fyrirtæki sem myndi auka markaðshlutdeild okkar hjá Jira. Í öðru lagi fyrirtæki sem myndi hraða vegferð okkar við að byggja upp viðskipti í öðru kerfi því þá þurfum við ekki að byrja frá grunni. Í þriðja lagi kemur til greina að kaupa áhugaverða gervigreindar- tækni sem eykur sjálfvirkni.“ Er engin hætta á að Atlassian hætti að vaxa svona hratt? „Atlassian er metið af rannsóknar- fyrirtækjum það allra besta í þessum geira. Um er að ræða nýja kynslóð af hugbúnaði í skýinu sem skákar keppinautnum. Við höfum mikla trú á áframhaldandi vexti hjá þeim.“ Nánast hundaheppni Var það ígrunduðuð stefnumiðuð ákvörðun að hefja samstarf við Atlassian eða hundaheppni? „Það má alveg segja að þetta hafi nánast verið hundaheppni. Fyrir tíu árum var Atlassian lítið fyrirtæki frá Ástralíu en okkur þótti varan spennandi. Það hefur verið frábært að vinna með þeim. Þeim vegnar vel og eiga meðal annars hlut í og eru í nánu samstarfi við Slack sem margir þekkja.“ Slack er spjallforrit fyrir vinnustaði og er metið á 767 milljarða króna. Hvernig hefur rekstur Tempo gengið samhliða miklum vexti? „Reksturinn á síðasta ári var alveg frábær. Hann hefur aldrei verið eins góður. Ég vil ekki gefa upp hver hagnaðurinn var en EBITDA, hagn- aður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, sem hlutfall af tekjum var um tíu prósent.“ Hver er lykillinn að því? „Við höfum verið varkár þegar kemur að vextinum og gætt þess að ráða ekki starfsfólk nema tryggt sé að auknar tekjur séu handan við hornið. Auk þess hefur okkur auðn- ast að velja réttu verkefnin sem hafa skilað góðri afkomu.“ Krónan er sterk og laun hér á landi eru há, hefur ekki reynst dýrt að hafa Íslendinga á launaskrá í alþjóðlegri samkeppni? „Þetta var erfitt á árinu 2017 en krónan hefur veikst að undanförnu sem hefur bætt stöðuna. En það er einmitt ástæðan fyrir því að starfs- mönnum hefur fjölgað hratt í Mont- real. Þar kostar minna að framfleyta fjölskyldu og launin eru lægri. Því til viðbótar eru þar margir háskólar og því er greiður aðgangur að öflugu starfsfólki á meðan það er harðar barist um starfsfólk á Íslandi.“ Aðspurður segir Ágúst að í Kan- ada fáist 25 prósent endurgreiðsla af kostnaði við rannsóknir og þróun án þaks en hérlendis sé hlut- fallið 20 prósent og þak. Fyrir liggur frumvarp um að hækka þakið í 600 milljónir úr 300 milljónum króna. MARKAÐURINN Korta hefur ráðið tvo stjórn-endur. Sigtryggur A. Árnason tók við sem framkvæmda- stjóri upplýsingatækni og Andrea R. Þorláksdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður áhættustýringar, samkvæmt upplýsingum frá fyrir- tækinu. Sigtryggur hefur 20 ára reynslu úr hugbúnaðargeiranum meðal annars við að leiða hugbúnaðararkitektúr, tæknilega sýn fyrirtækja og teymi í fjölþjóðlegu umhverfi. Hann var áður framkvæmdastjóri yfir R&D og hugbúnaðararkitekt á heildarlausn Novomatic Lottery Solutions (NLS) þar sem hann leiddi innleiðingu nýrrar tækni og betrumbætur á hug- búnaði NLS. Áður tók hann þátt í að leiða þróun hugbúnaðar fyrir Lands- bankann í Lúxemborg og OZ. Andrea hefur mikla reynslu af greiðslumiðlun eftir að hafa starfað hjá Borgun í yfir 17 ár. Eftir að hafa byrjað í þjón- ustu við viðskipta- vini, vann Andrea í endurkröfudeild áður en hún flutti sig yfir í að þróa ferla fyrir erlend netviðskipti hjá Borgun. Síðustu átta ár hefur hún einblínt á áhættustýr- ingu og eftirlit með seljendum, búið til og þróað ferla ásamt því að starfa að innleiðingu nýrra eftirlitskerfa. Jakob Már Ásmundsson, fyrr- verandi forstjóri Straums fjárfest- ingarbanka, var ráðinn forstjóri færsluhirðingar- fyrirtækisins í desem- ber. Samhliða var hlutafé fyrirtækisins aukið um 1.050 millj- ónir króna. For- stjórinn lagði til um 80 milljónir króna. Kvika banki er stærsti einstaki hluthafi félagsins með yfir 50 prósenta eignar- hlut. – hvj Korta ræður tvo stjórnendur Kvika banki er stærsti einstaki hluthafi Korta með yfir 50 prósenta eignarhlut. Andrea R Þorláksdóttir. Sigtryggur A. Árnason. Að meðaltali vænta greinendur þess að Icelandair Group verði rekið með 49,5 milljóna dollara tapi, jafnvirði sex milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi. Það er 9,5 milljónum dollara, jafnvirði 1,1 milljarðs króna, meira tap en á sama tíma fyrir ári. Arion banki spáir því að tapið muni nema 51,4 milljónum dollara en IFS og Landsbankinn eru samstíga og reikna með 48,6 millj- óna dollara tapi. Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. Að meðaltali er reiknað með að tekjur fyrirtækisins aukist um 9,6 prósent á milli ára á fjórðungnum og þær muni nema 320 milljónum dollara. Að meðaltali reikna greinendur með að EBITDA, afkoma fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta, verði neikvæð um 23,8 milljónir doll- ara. Til samanburðar var EBITDA félagsins neikvæð um 16,9 milljónir dollara á sama tíma fyrir ári. Arion er svartsýnastur og reiknar með að tapið á þann mælikvarða verði 23,6 milljónir dollara en Landsbankinn er bjartsýnastur og gerir ráð fyrir 22,8 milljóna dollara tapi. IFS spáir því að EBITDA verði neikvæð um 25,1 milljón dollara. – hvj Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi 9,6% tekjuvöxtur á milli ára er það sem greinendur reikna með. 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 F -C C A 4 2 2 3 F -C B 6 8 2 2 3 F -C A 2 C 2 2 3 F -C 8 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.