Fréttablaðið - 06.02.2019, Síða 22

Fréttablaðið - 06.02.2019, Síða 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu, verður ræst í tólfta sinn í dag. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurs- hópa og geta allir landsmenn tekið þátt, hver á sínum forsendum. „Við hvetjum vinnustaði, skóla og einstaklinga til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega,“ segir Hrönn Guð- mundsdóttir, sviðsstjóri almenn- ingsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hugmynd verður að veru- leika Forsaga Lífshlaupsins er að árið 2005 skipaði þáverandi mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfshóp til þess að fara yfir íþróttamál í landinu með það að markmiði að móta íþróttastefnu. Starfshópurinn setti fram hugmyndir um mótun íþróttastefnu Íslands í skýrslunni; Íþróttavæðum Ísland, aukin þátt- taka, breyttur lífsstíll. Í skýrslunni er að finna leiðir fyrir alla hópa þjóðfélagsins, óháð aldri, búsetu, fjárhag eða öðrum þáttum til að stunda íþróttir og hreyfingu með einum eða öðrum hætti sér til heilsubótar. Á sama tíma setti vinnuhópurinn af stað vinnu við vef sem ÍSÍ var afhentur haustið 2006. Síðan þá hefur almennings- íþróttasvið ÍSÍ, ásamt samstarfs- aðilum, mótað verkefnið. Tvö hundruð þúsund þátttakendur „Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er, það er í frítíma, í vinnu, í skóla og við val á ferðamáta,“ segir Hrönn og bendir á að í ráðlegg- ingum frá Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og ungling- um ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. „Allt telur og er betra en ekkert.“ Frá upphafi hafa um 200 þúsund manns tekið þátt í Lífshlaupinu. Árlega taka í kringum 15 til 20 þúsund starfsmenn vinnustaða og nemendur í grunn- og framhalds- skólum þátt. Auðvelt að taka þátt Það er afar einfalt að taka þátt í Lífshlaupinu. „Til þess að skrá sig og sinn vinnustað eða skóla og svo lið er farið inn á www.lifshlaupid. is og þar í Mínar síður. Auðvelt er að nota sama aðgang ár frá ári. Eins, ef maður hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna, má nota sama aðgang og notaður er þar,“ lýsir Hrönn. Hún bendir á að þeir sem haldi utan um skráningu á daglegri hreyfingu sinni með smáforritunum Strava og Runkeeper geti nú auðveldlega fært upplýsingar úr forritunum og yfir á Lífshlaupssíðuna. Góður árangur og skemmti- leg stemning Fjölmargir hafa notað Lífshlaupið til að gera breytingu á lífsstíl sínum. „Við heyrum alltaf reglu- lega af fólki sem hefur náð að finna sér hreyfingu við hæfi eða hefur fundið sinn takt í hreyfingu með þátttöku í Lífshlaupinu og með því að skrá og halda utan um sína hreyfingu á vefnum okkar. Okkur þykir afar vænt um að heyra slíkar sögur. Þær gefa okkur byr undir báða vængi og hvetja okkur áfram til að halda verkefninu á lofti og breiða út boðskap þess. En annars er ávinningur Lífshlaupsins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Lilja D. Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra og Þuríður Óttarsdóttir skólastýra ásamt nem- endum í Vættaskóla-Borgum sem tóku þátt í að setja Lífshlaupið formlega. Dagur B. Eggertsson spreytir sig í dekkjahlaupi.Frá upphafi hafa um 200 þúsund manns tekið þátt í Lífshlaupinu. Cullest pores minim voluptur? Acipisquia volup spel iatque sumquam ut odis es as spel iatque sumquam ut odis es as tio. Ut re perro enis am, que voloribus, quid quam ut quas ea poribusaepel ius aliquid quo sedit ipsanis delestisi destibus. Aquo consequo blabor ma voles etusant. Offictam que verit a di asinul- lauda qui aut aut pedis voluptia dit eritiani omnis debit, ute conse- quam unt poresendam, sum sunt. Allar nánari upplýsingar má finna á www.xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx.is. Framhald af forsíðu ➛ Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is klárlega sá að starfsfólk keppist við að hreyfa sig við hvert tæki- færi.“ Hrönn segir líka dæmi um að skemmtilegur keppnisandi myndist á vinnustöðum og oft séu til dæmis hádegin nýtt til að brjóta upp daginn til að keppa í hinum og þessum greinum eins og tröppu- hlaupi, reiptogi, armbeygjum eða öðru skemmtilegu. Myndaleikur og verðlaun Í Lífshlaupinu getur fólk tekið þátt í myndaleik. „Það gerir fólk með því að senda okkur skemmtilegar myndir í gegnum heimasíðuna, í gegnum Instagram með því að merkja þær #lifshlaupid, í gegnum Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er, það er í frítíma, í vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Facebook-síðuna okkar eða bara með því að senda tölvupóst á lifs- hlaupid@isi.is. Við drögum úr inn- sendum myndum tvisvar sinnum og verðlaunum svo bestu myndina í lok átakstímabilsins.“ Einnig er í gangi skráningar- leikur á meðan á keppninni stendur en þeir sem skráðir eru til leiks og eru með skráða hreyfingu eiga möguleika á því að vinna glæsilega vinninga frá Skautahöll- inni, Klifurhúsinu, Rush Iceland, Lemon, World Class og MS. Nánari upplýsingar á www.lifs- hlaupid.is Í Lífshlaupinu getur fólk tekið þátt í mynda- leik. Það gerir fólk með því að senda skemmti- legar myndir í gegnum heimasíðuna, í gegnum Instagram með því að merkja þær #lifshlau- pid, í gegnum Facebook-síðu Lífshlaupsins eða bara með því að senda tölvupóst á lifs- hlaupid@isi.is. Í ráðleggingum frá Embætti land- læknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag Við heyrum alltaf reglulega af fólki sem hefur náð að finna sér hreyfingu við hæfi eða hefur fundið sinn takt í hreyfingu með þátttöku í Lífshlaupinu. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 F -B 3 F 4 2 2 3 F -B 2 B 8 2 2 3 F -B 1 7 C 2 2 3 F -B 0 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.