Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2019næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 44
Anna Gréta Sigurðardóttir Helga Laufey Finnbogadóttir Ingibjörg Azima María Magnúsdóttir Ragnheiður Gröndal Rósa Guðrún Sveinsdóttir Sara Mjöll Magnúsdóttir Sigurdís Sandra Tryggvadóttir Sunna Gunnlaugsdóttir Þórdís Gerður Jónsdóttir ÍSLENSKAR stjórnandi Sigrún Kri tbjörg Jónsdóttir 10. FEBRÚAR KL. 20.00 SILFURBERG Undanfarin tvö ár hefur Unnur búið í Los Angel es en áður var hún við nám í Amer-ican Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég bjó svo í Las Vegas í nokkra mánuði í fyrra, þar sem ég fór með hlutverk Jayne Mansfield í söngleik um ævi Marilyn Monroe.“ „Ég og vinur minn, Martyn Zub, höfum verið að semja tónlist saman í rúmlega ár. Hann hefur unnið mikið með Dan Gilroy, leikstjóra Velvet Buzzsaw, og vissi að hann væri að leita að lagi fyrir ákveðna senu í myndinni. Martyn leyfði honum að heyra lag sem við vorum nýbúin að taka upp og Dan fannst það smellpassa, svo allt í einu vorum við komin í samn- ingaviðræður við fólk frá Netflix. Lagið heitir Keep It Left og svona þar sem ég er að tala við ykkur heima á Íslandi, þá ætluðum við aldrei að gefa það út því við erum með önnur lög sem við erum miklu ánægðari með. En það virkaði samt svo vel fyrir stemninguna sem þau voru að skapa, svo það var gaman að lagið skyldi fá smá líf.“ Unnur segir það þó hafa æxlast þannig að senan, sem búið var að eyða þetta miklum tíma í að finna lag fyrir, var á endanum klippt úr myndinni. „Lagið var þó notað en á öðrum stað í myndinni og í styttri útgáfu.“ Frumsýningartryllingur „Myndin sjálf er gjörsamlega tryllt. Þetta er dökk satírsk spennu-hryll- ingsmynd sem skartar virkilega flottum leikurum. Jake Gyllen- haal fer með aðalhlutverkið og Toni Collette, John Malkovich, Billy Magnussen og fleiri eiga stórleik.“ Myndin var frumsýnd á Sundance- kvikmyndahátíðinni við frábærar viðtökur og fékk sérstaka frumsýn- ingu í Los Angeles daginn eftir þang- að sem Unnur og Martyn mættu. „Það er alltaf gaman að taka þátt í tryllingnum sem fer í eina svona frumsýningu. Maður er orðinn þokkalega vanur að sjá frægt fólk í LA, en það er samt óhætt að viður- kenna að unglingurinn í mér fékk veruleg fiðrildi í magann þegar herra Jake mætti á svæðið. Fólkið sem skipulagði veisluna eftir sýninguna hefur fengið þægi- legt „budget“ frá Netflix því það var búið að setja salinn upp eins og galleríið í myndinni, skreyttan með verkunum sem voru notuð í tökunum. Þeir sem sjá myndina munu skilja hversu virkilega óþægilegt og magnað það var á sama tíma.“ Unnur segir það að koma lag- inu í myndina hafa opnað margar dyr nú þegar. „Við Martyn höfum verið að funda með fólki sem hefur áhuga á að hjálpa okkur að koma tónlistinni okkar á fram- færi, og við erum spennt fyrir að gefa út lögin sem við höfum verið að vinna síðasta árið.“ Aðspurð segir Unnur nóg um að vera hjá sér en undir lok mánaðarins sé hún að fara í tökur á kvikmynd sem hún sé mjög spennt fyrir en myndin komi líklega út í sumar. „Svo er ég í nýorðin mamma Ellýjar, sem er lítill chihuahua-hundur sem ég ættleiddi eftir eldana hræðilegu í LA. Ég þurfti að taka hana með mér í prufu um daginn því ég náði ekki að skutla henni heim, og leik- stjórinn var svo hrifinn af henni að ég held að ég hafi fengið „callback“ einungis því að hann var svo heill- aður af henni. Svo ef einhver er að velta fyrir sér hvernig sé best að fóta sig í bransanum hér úti þá er lykill- inn einfaldlega að eiga sætan hund.“ Áhugasamir geta fylgst með ævin- týrum Unnar á instagram @unn- ureggerts. bjork@frettabladid.is Unnur og Martyn Zub, við frumsýningu myndarinnar í Los Angeles. Unnur með chihuahua-hundinn Ellý. Unnur Eggertsdóttir hefur búið í Banda- ríkjunum um nokk- urra ára skeið þar sem hún hefur reynt fyrir sér sem leik- og söngkona. Á dögun- um var lag eftir hana og félaga hennar Martyn Zub notað í Netflix-myndina Velvet Buzzsaw með Jake Gyllenhaal og Rene Russo í aðal- hlutverkum. Seldi lag í vinsæla Netflix mynd MAÐUR ER ORÐINN ÞOKKALEGA VANUR AÐ SJÁ FRÆGT FÓLK Í LA, EN ÞAÐ ER SAMT ÓHÆTT AÐ VIÐURKENNA AÐ UNGLINGURINN Í MÉR FÉKK VERULEG FIÐRILDI Í MAGANN ÞEGAR HERRA JAKE MÆTTI Á SVÆÐIÐ. LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Líð á frettabladid.is allar um fólk, tísku menningu, heilsu og margt eira. Fylgstu með á frettabladid.is/lid 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 F -B D D 4 2 2 3 F -B C 9 8 2 2 3 F -B B 5 C 2 2 3 F -B A 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 31. tölublað (06.02.2019)
https://timarit.is/issue/400293

Tengja á þessa síðu: 44
https://timarit.is/page/7044049

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

31. tölublað (06.02.2019)

Aðgerðir: