Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2019, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.02.2019, Qupperneq 24
Ragna Fossberg förð-unarmeistari er nýhætt á Ríkisútvarpinu eftir nær hálfrar aldar starf þar. Hún hættir vegna aldurs en hún verður sjötug 27. febrúar. „Ég er mjög sátt af því alls kyns verkefni bíða mín. Hins vegar eru þessar reglur fáránlegar, þingmenn mega vinna áttræðir og þeir setja lögin, en ríkisstarfsmenn verða að víkja sjötugir þótt þeir hafi fulla heilsu,“ segir hún. Sjálf er Ragna einstaklega heilsu- hraust. Hún segir að á þeim 47 árum sem hún hafi unnið á RÚV hafi hún einungis tekið fjóra veikindadaga. Spurð hvort hún sé vinnuþjarkur svarar hún: „Ég held að ég megi kallast það. Ég get ekki farið í frí og legið á sólbekk, ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Hvenær fékkstu fyrst áhuga á förðun? „Þetta var bara tilfallandi. Ég lærði hárgreiðslu og greiddi sjónvarps- þulunum. Ég kynntist starfsfólki í húsinu og var reyndar gift einum sem vann þar. Auðbjörg Ögmunds- dóttir sem var yfirsminka og dönsk sminka fengu mig til að hjálpa til við förðun í uppfærslu á Skálholti Ég er ennþá að læra Ný verkefni bíða Rögnu sem segist samt ekki ætla að fylla líf sitt af vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Ragna Fossberg förð- unarmeistari vann í nær hálfa öld hjá Rík- isútvarpinu. Nú er hún hætt þar en ný verkefni bíða hennar. Í viðtali ræðir Ragna um starf sitt og segir frá óvenjulegri og dramatískri fjöl- skyldusögu. Hún fór árið 2000 til Jamaíka á slóðir fjölskyldu- harmleiks. eftir Guðmund Kamban. Eftir það var mér bent á að sækja um starf sminku og Auðbjörg kenndi mér síðan undirstöðuatriðin í förðun. Þannig byrjaði boltinn að rúlla. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt starf og ég segi alltaf að ég sé enn að læra. Ef ég hefði einhvern tímann fundið að ég væri ekki lengur að læra þá hefði ég hætt.“ Á þessum árum hafa fjölmargir sest í stólinn hjá Rögnu og fengið smink. Spurð hvort hún hafi farðað fólk sem hafi verið skjálfandi af stressi fyrir upptöku svarar hún því játandi: „Það gerist oft þegar fólk er að koma í fyrsta skiptið og oftar hjá konum, allavega viðurkenna þær frekar að þær séu stressaðar. Þá er það mitt að afstressa fólk og það gengur oft mjög vel.“ Hún segir að það hafi komið fyrir að fólk hafi neitað að láta sminka sig. „Thor Vilhjálmsson neitaði alltaf og þá var það bara í góðu lagi. David Attenborough sagðist alltaf hafa neitað að láta sminka sig. Við sminkurnar erum ekki að breyta fólki með því að farða það, við erum að láta fólki líða vel. Við erum iðn- aðarmenn.“ Himneskir íslenskir leikarar Ragna hefur gert alls kyns gervi fyrir ýmsa þætti eins og Spaugstofuna og Áramótaskaup. Hún er spurð hvort hún sé sérstaklega stolt af einhverju sérstöku gervi sem hún hafi gert. „Já, það sem mér hefur fundist takast best er Halldór Laxness sem Pálmi Gestsson lék. Hann var það líkur Laxness að Dunu dóttur hans fannst óþægilegt að horfa á hann.“ Hún hefur séð um förðun í tuga kvikmynda og hefur sjö sinnum unnið til Edduverðlauna. Hún hefur unnið með Baltasar Kormáki í flestum mynda hans. „Hann er stór- kostlegur leikstjóri, er fylginn sér og það sem hann segir stenst. Hann er með fasta mynd í huganum og er ekki stöðugt að umbylta henni. Það getur verið erfitt að vinna með leikstjórum sem eru alltaf að breyta hlutunum og ætlast svo til að maður viti af breytingunum án þess að þeir hafi sagt manni frá þeim.“ Hún hefur farðað fjölda erlendra stórstjarna en segir skemmtilegra að vinna með íslenskum leikurum en þeim erlendu. „Sumum erlendum stórleikurum finnst að það eigi að vera vesen í kringum þá og þeir komast upp með mikla tilætlunar- semi. Upp til hópa er þetta samt ágætis fólk. Ég kynntist Forrest Whittaker sem er afskaplega geð- ugur eins og Julie Christie, og Julia Stiles er yndisleg ung manneskja. Þetta er fólk sem fellur inn í það umhverfi sem það er í. Íslenskir leikarar eru himneskir, það er aldrei neitt vesen í kringum þá. Nýlega var ég að vinna með Elmu Lísu Gunnarsdóttur sem leikur aðalhlutverkið í Tryggð, og hún er yndisleg manneskja. Í myndinni er hún í hverri einustu senu og það kostar mikið átak fyrir leikara að túlka gleði og sorg allan tímann. Hún gerir það frábærlega.“ Amma var mamma Blaðamaður snýr talinu að uppvexti Rögnu og í ljós kemur fjölskyldusaga sem er sneisafull af dramatík og þar er líka mikill harmur. „Æskuheimili mitt var Barma- hlíð 7 þar sem ég bjó til tvítugs. Þar voru bæði amma mín, Jóhanna, og blóðmóðir mín, Helga. Ömmu mína kallaði ég móður og blóðmóður mína kallaði ég systur. Ég veit ekki hver faðir minn er, hef aldrei reynt að komast að því og mér stendur svo innilega á sama,“ segir Ragna. Spurðir þú aldrei blóðmóður þína hver væri faðir þinn? „Jú, ég gerði það en það gekk ekki þannig að ég hætti að spyrja. Það skipti heldur ekki máli. Ég fékk gott og heilbrigt uppeldi hjá þeirri konu sem ól mig upp.“ Hvenær vissirðu að hún væri ekki mamma þín? „Í barnaskóla átti ég að skrifa fæðingarártal móður minnar og þá setti ég höndina fyrir til að fela blaðið því enginn mátti sjá að móðir mín var fædd 1889. Fyrir fermingu þurfti ég svo að ná í fæðingarvottorð Á ÞEIM 47 ÁRUM SEM HÚN HAFI UNNIÐ Á RÚV HAFI HÚN EINUNGIS TEKIÐ FJÓRA VEIKINDADAGA. 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 8 -D 9 E 8 2 2 3 8 -D 8 A C 2 2 3 8 -D 7 7 0 2 2 3 8 -D 6 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.