Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 32

Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 32
Síðustu ár hefur orðið vakning hvað varðar heilsuspillandi og skað-leg efni í snyrtivörum. Sumar þeirra innihalda efni sem fara í blóðrásina og teljast til krabbameinsvaldandi efna en síðustu ár hefur efnum sem eru bönnuð í snyrtivörum fjölgað og snyrtivörufyrirtæki laga sig að nýjum tímum. Neytendur eru kröfu- harðari en áður. Ný reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur tók gildi 11. júlí 2013 en með henni var reglugerð Evr- ópusambandsins nr. 1223/2009 innleidd hér á landi. Með henni er meðal annars komið á samræmdu tilkynningarferli og gagnagrunni yfir allar snyrtivörur á markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Reglugerðin gerir auknar kröfur til framleiðenda og innflytjenda um að sýna fram á öryggi snyrti- vara og tilkynna um óæskileg áhrif af völdum þeirra. Nafngreindur ábyrgðaraðili á Evrópska efnahags- svæðinu skal uppfylla skyldur fram- leiðanda eða innflytjanda. Neytandinn þarf að vara sig Með breytingunum er ætlunin að stuðla að öruggari snyrtivörum á markaði, auka rekjanleika þeirra og einfalda stjórnsýslu. Umhverfisstofnun fer með fram- kvæmd snyrtivörureglugerðar hér á landi. „Neytandinn þarf samt sem áður að vara sig,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfis- stofnunar, um innihald snyrtivara. „Við þurfum að nota minna af efnum. Nota bara það nauðsynleg- asta. Við mælum með umhverfis- og ofnæmismerktum vörum sem upp- fylla strangari kröfur um efnainni- hald og lágmörkun á notkun hættu- legra efna. Við bendum sérstaklega á ofnæmisvaldandi ilmefni. Svo höfum við einnig lagt ríka áherslu á að vara fólk við fölsuðum vörum. Þegar þú kaupir falsaða vöru þá veistu ekki hvað þú ert að kaupa og nota á líkamann,“ segir Kristín Linda um stefnu Umhverfisstofn- unar þegar kemur að snyrtivörum. „Varðandi eftirlit með snyrti- vörum þá erum við í samevrópsku kerfi sem gengur út á það að þegar varan er komin á markað í Evrópu þá geti hún farið frjálst á milli. Það er gerð krafa um að varan sé rétt merkt og með ábyrgðaraðila í Evr- ópu. Efnastofnun Evrópu er í sífellu að fara yfir efni og hættulega eigin- leika þeirra. En það er ekki nóg,“ segir Kristín Linda sem segir sam- spil efna geta orðið varasamt. „Það er ástæðan fyrir því að við segjum við fólk að það sé best að nota minna. Færri efni með stuttar inni- haldslýsingar. Því hvað þýðir það þegar innihaldslisti snyrtivöru er með meira en 20 mismunandi inni- haldsefni? Það geta orðið svokölluð kokteiláhrif. Og svo er það þannig að það sem þú notar það endar ein- hvers staðar. Því er þessi gullna regla góð neytendum. Nota minna.“ Eru leikreglurnar að breytast með meiri kröfum og vitneskju um skað- leg áhrif? „Já, það er mikil þróun og neyt- endur hafa meiri völd en áður. Það Snyrtivörumarkaðurinn eins og villta vestrið Frá því að við vöknum á morgnana þar til við leggjumst á koddann á kvöldin notum við flest mikið magn af snyrtivörum. Tannkrem, sturtusápu, svitalyktareyði, sjampó og hárnæringu, baðsölt, ilmvatn og rakspíra, krem og alls kyns aðrar snyrtivörur. er minna framleitt af vörum með örplasti. Hormónaverkandi efni, neytandinn forðast þær vörur. Þess vegna er mikil þróunarvinna og snyrtivöruframleiðendur búa til ný efni sem það er svo verkefni evr- ópsku stofnananna að kanna. Ef við horfum á alþjóðavett- vang þá er evrópska kerfið hvað strangast, en að því sögðu þá er meginreglan samt að neytendur þurfa að vara sig. Vera skynsamir og nota minna,“ segir Kristín Linda. Hvaða brjálæði er í gangi? „Íslenskir snyrtivöruframleið- endur eru greinilega að stíla inn á kröfuharða neytendur og hafa lagt áherslu á hreinleika og nota efni úr íslenskri nátt- úru,“ segir Kristín Linda. Fjölmörg ný frumkvöðla- fyrirtæki hafa haslað sér völl og hafa þróað lífrænar snyrtivörur úr náttúr- legum innihaldsefnum. Einn af þeim frumkvöðl- um sem hafa náð langt er Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í líffræði, sem hefur þróað snyrtivörulínu úr þörungum, línan kallast Taramar. „Ef þú getur ekki borðað það, þá ættir þú ekki að setja það á þig,“ segir Guðrún um kveikjuna að því að hún hóf þróunarvinnu við snyrtivörurnar sem eru unnar úr þörungum. Guðrún vann í áratug á Hafrann- sóknastofnun og velti þá fyrir sér hvernig mætti nýta sjávarfangið betur. EF ÞÚ GETUR EKKI BORÐAÐ ÞAÐ, ÞÁ ÆTTIR ÞÚ EKKI AÐ SETJA ÞAÐ Á ÞIG. Guðrún Marteinsdóttir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Skaðleg efni í snyrtivörum Musk-xylene Musk-xylene er notað til að gefa lykt og notað í ilmvötnum og sápum sem annar valkostur við náttúrleg ilmefni. Musk-xylene er á lista Evrópusambandsins yfir efni sem verða bönnuð. Í hvað er efnið notað? n Notað í snyrtivörur og ilmkerti. Paraben Flokkur efna sem eru notuð sem rotvarnarefni í snyrtivörum fyrir bæði börn og fullorðna. Parben fer auðveldlega í gegnum húð. Rannsóknir hafa sýnt að paraben raskar horm- ónastarfsemi og geta mögulega stuðlað að brjóstakrabbameini. Leyfilegur hámarksstyrkur parabena í snyrti- vörum er háður takmörkunum og var lækk- aður árið 2014 eftir skoðun vísindanefndar Evrópusambandsins um neytendavörur. Þetta á við um eftirtaldar fjórar gerðir parabena: metýlparaben, etýlparaben, própýlparaben og bútýlparaben. Fimm aðrar gerðir parabena voru bannaðar í framleiðslu á snyrtivörum 30. október 2014 og frá og með 30. júlí 2015 mátti ekki selja snyrtivörur sem framleiddar voru fyrir þann tíma og innihalda eitt eða fleiri af þeim para- benum. Um er að ræða isóprópýlparaben, ísóbútýlparaben, fenýlparaben, benzýlpara- ben og pentýlparaben. Ef neytandinn vill forðast snyrtivörur sem innihalda paraben þá eru vörur án parabena til á markaði. Snyrtivörur með umhverfis- merkinu Svaninum innihalda ekki paraben og hægt er að nálgast þær meðal annars í ýmsum apótekum og heilsubúðum. Í hvað er efnið notað? n Paraben eru notuð í snyrtivörur, svo sem ýmis krem, áburð, hárvörur, sólarvarnarefni og andlitsfarða. Siloksan D5 er efnasamband í efnahópnum Siloksan sem telur mörg ólík efni. D5 er notað t.d. í sjampó, krem og þess háttar og gefur þessum vörum þá eiginleika að það verður auðveldara að „smyrja þeim á sig“ og nota. Efnið er einnig notað til lengja endingartíma málningar sem þarf að standast álag vinds og veðurs. Auk þess er það notað í raftækjum. Af hverju er það hættulegt? Notkun efnisins er umfangsmikil í alls konar vörum og efnið því í miklu magni í umhverf- inu. Efnið brotnar hægt niður og safnast því fyrir í lífríkinu. Ekki er mikið vitað um langtíma- verkun efnisins. Í hvað er efnið notað? n Snyrtivörur og vörur fyrir umhirðu líkamans. Tríklósan (Triclosan (TSC) og triclocarban (TCC)) Tríklósan er efni með bakteríudrepandi áhrif. Af hverju er það hættulegt? Tríklósan er mjög eitrað lífverum í vatni og notkun þess er talin geta valdið því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. Slíkt getur leitt til þess að smávægilegar sýkingar sem við getum í dag unnið gegn með sýkla- lyfjum, verði hættulegar þegar sýklalyfin virka ekki lengur á bakteríuna. Tríklósan hefur fund- ist í líkama manna úti um allan heim. Í hvað er efnið notað? n Tannkrem n Svitalyktareyði n Snyrtivörur n Textílvörur (t.d. æfingafatnað) *Upplýsingar frá Umhverfisstofnun. 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 8 -9 9 B 8 2 2 3 8 -9 8 7 C 2 2 3 8 -9 7 4 0 2 2 3 8 -9 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.