Fréttablaðið - 02.02.2019, Síða 34

Fréttablaðið - 02.02.2019, Síða 34
„Ég vann þá mikið úti á sjó. Sat stundum á kvöldin og ræddi við sjó- menn um hvernig þeir voru að nýta sjávarfangið. Ég hafði alltaf þennan áhuga á að nýta eiginleika sjávar- fangs með einhverjum hætti. Árið 2005 lenti ég svo í miklum í vand- ræðum með húðina á mér. Ég fór að skoða innihaldsefni í snyrtivörum sem ég var að nota með augum vísindamannsins og fékk áfall. Ég hugsaði með mér: Hvaða brjálæði er eiginlega í gangi? Neytendur eru smám saman að vakna til meðvitundar. Það eru þeir sem hafa þrýst mörgum skaðlegum efnum út af markaði. Það eru þeir sem neituðu að kaupa vörur með parabeni. Það er ekki af því að eftir- litsstofnanir bönnuðu efnin. Þeir hafa leyft þau í öll þessi ár. Leyft þessu að viðgangast,“ segir Guðrún sem segir að framleiðendur þrói ný efni sem erfitt sé að fylgjast með. „Nýlega var gerð rannsókn á einu af þessum nýju rotvarnarefnum sem mátti aðeins nota í 1% af inni- haldi snyrtivöru. Magnið var mælt og það kom í ljós að í meirihluta þeirra vara sem voru rannsakaðar var innihaldið 8%,“ segir Guðrún. „Neytandinn verður því miður að reikna með því að eftirlitið sé lítið sem ekkert. Það eru til vörur með parabenefnum sem eru ætluð ung- börnum og snyrtivörur sem inni- halda sömu efni og húsamálning. Þetta bara gengur ekki,“ segir Guð- rún. „Hugmyndin varð til út frá því hvað ég þoldi sjálf að setja á húð- ina. Árið 2010 var Taramar skráð á markað og til ársins 2104 vorum við í þróunarvinnu. Snyrtivörurnar komu svo á markað árið 2015 og hefur verið tekið vel af neytendum,“ segir Guðrún frá. „Við fengum fyrsta rannsóknar- styrkinn okkar inn í félagið árið 2012, þá dró ég inn í þróunar- vinnuna eiginmann minn, Krist- berg Kristbergsson, prófessor í matvælafræði, og nemendur hans. Þetta er ein ástæðan fyrir því að Taramar snyrtivörurnar eru líkari matvælum en húðvörum. Hefð- bundnar snyrtivörur eru vanalega þróaðar af lyfjafræðingum. Þró- unin tók langan tíma, og það tók tvö ár að þróa aðferðir til að að ná hámarks hreinleika í formúlunum,“ segir Guðrún. Engin eiginleg eða manngerð rot- varnarefni eru notuð í vörunum. „Auðveldasta leiðin til að búa til krem er að nota mikið af efnum sem auka stöðug- leika og til að ná fram skemmtilegri áferð. Því miður eru þetta efnin sem við þurf- um að forðast og erfitt getur verið að finna vörur án þessara efna á markaði. Við lögð- um því mikla vinnu í þennan þátt þró- unarinnar. Það borg- aði sig. Neytendur gera síaukna kröfu um gæði. Það er gefandi að reka fyrirtæki sem er með sterkan tilgang og neytendur eru þakk- látir fyrir. Þetta er ástríða og því fylgir gleði að sjá fólk nota snyrtivörurnar. Fólk sem hefur kannski ekki getað notað snyrtivörur í langan tíma án þess að verða fyrir vand- ræ ð u m , “ s e g i r Guðrún. er ilmur, að það sé úr ilm- kjarnaolíum (essential oils). Ég sneiði hjá öllum parabenefnum sem eru talin hormónatruflandi, sodium lauryl sulfate vil ég ekki en það er það sem lætur sápur og annað freyða. Ég forðast formalde- hýð og ég held að þetta séu allt nöfn yfir það: n DMDM hydantoin n Imidazolidinyl urea n Diazolidinyl urea n Quaternium-15 n Bronopol (2-bromo-2-nit- ropropane-1,3-diol ) n 5-Bromo-5-nitro-1,3- dioxane n Hydroxymethylglycinate Formaldehýð getur valdið ertingu í augum og húð, ofnæmi og jafn- vel krabbameini. Það er algeng ástæða snertiof- næmis sem getur orðið langvinnt. Haldgóð öpp neytenda En einfaldast finnst mér að kaupa ekki snyrtivörur með svona skrítnum nöfnum og núorðið veit ég alveg hvaða merkjum ég get treyst,“ segir Ebba Guðný o g m æ l i r m e ð öppum fyrir þá Eiturefni í snyrtivörum Einar Oddsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, röltir með blaðamanni í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu og lítur yfir úrval snyrtivara og merkingar á þeim. „Í Evrópu búum við við eina ströngustu löggjöf varðandi snyrti- vörur í heiminum. Neytandinn ætti að líta á það hvort séu til staðar upplýsingar um evrópskan ábyrgðaraðila á umbúðum snyrti- vara. Það er vísbending um að varan hafi farið í gegnum öryggis- mat hjá ábyrgðaraðila. Þetta ör- yggismat á að vera gert af til þess hæfum aðila,“ segir Einar og tekur upp húðkrem og fer yfir innihalds- lýsinguna. Neðst eftir langa runu efna kemur fram ábyrgðaraðili vörunnar í Írlandi. „Það er gott að neytendur séu meðvitaðir um þetta. Utan EES eru gjarnan aðrar reglur og í þeim vörum gætu jafn- vel verið efni sem eru bönnuð hér,“ segir Einar. Hann bendir á að þó að ábyrgðar aðili sé gefinn upp, sé það ekki endilega fullkomin trygging fyrir því að varan hafi verið rétt öryggismetin. Í því samhengi. Hvað eru kok- teiláhrif? „Efnin geta verið örugg hvert fyrir sig, en svo þegar þau koma saman geta orðið kokteiláhrif. Það er átt við þau samverkandi áhrif sem efni geta haft í umhverfi okkar. Við mat á efnum, þá eru þau metin hvert fyrir sig. En þegar þau koma saman þá getur orðið önnur verkun sem er erfitt að ná utan um. „Þess vegna er besta ráðið að ofnota ekki snyrtivörur og forðast einnig eftir bestu getu ýmislegt annað efnaáreiti í okkar daglegu lífi,“ ráðleggur Einar. Hann segir söluaðilum og fram- leiðendum skylt að telja upp öll innihaldsefni og heilt yfir sýna aðilar ábyrgð í þeim efnum. Hann tekur upp vöru þar sem framleið- andinn hefur límt upplýsingar um innihaldsefni á íslensku á límmiða á umbúðirnar. „Þetta er ekki gott, hér er aðeins farið offari. Það má ekki dylja skylduupplýsingarnar sem felast í erlendu merkingunum, það eru mikilvægar upplýsingar,“ segir Einar. Þróunin er í rétta átt. Snyrtivörur eru að verða öruggari. „Paraben- efni eru nú færri í snyrtiefnum frá árinu 2015 og vísindanefnd á vegum ESB er í sífellu að meta og endurmeta efnin. Framleiðendur eru meðvitaðir um það. En það er samt margt sem þarf að vara sig á. Til dæmis eru meiri líkur á ofnæmisviðbrögðum frá snyrti- vörum sem innhalda ilm-, litar- og rotvarnarefni.“ En formaldehýð? Er það ekki bara eiturefni? „Jú, það er sterkt eiturefni og strangar kröfur gerðar um há- marksstyrk þess í snyrtivörum. Það getur verið í ýmsum snyrtivörum, til dæmis er það notað í nagla- herði,“ segir Einar Hvað myndir þú ekki nota? „Ég mæli með því að menn ofnoti ekki snyrtivörur. Sjáfur læt ég sápu og tannkrem duga. Forðast ber vörur sem innihalda hættulegustu efnin. Botnvörurnar í snyrtivörugeiranum eru hárlitunar- efni, það eru bölvuð eitur í þeim.“ Og hvað með tríklósan, er það rétt að það sé að finna í tannkremi á markaði hér á landi? „Það er ekki bannað að hafa tríklósan í tannkremi og það hefur fundist í tannkremi á íslenskum markaði. Þó ekki þessari verslun greinilega. Tríklósan er talið stuðla að fjölgun ónæmra baktería og vera hormónaraskandi.“ En hvers vegna er það ekki bannað? Þetta er harðkjarnaefni. „Manni hefði fundist það eðli- legt ef maður ber það saman við ýmis önnur efni sem eru ekki leyfileg. Styrkleikamörkin eru reyndar mjög lág fyrir tríklósan í snyrtivörum. Það má ekki vera í meira en 0,3% styrk.“ Og hún sjálf? Er heilsan betri? „Ég er miklu betri. Eins og gerist hjá flestum þegar við eldumst þá var ég með uppsöfnuð eiturefni í húðfrumunum en hef nú náð að hreinsa húðina vel og koma aftur af stað eðlilegum efnaskiptum. Það eru þó mjög fáar snyrtivörur sem ég þoli. Það er mikilvægt að fólk viti að það getur skaðað heilsuna og húð- ina með notkun á snyrtivörum með eiturefnum. Ég er ennþá að sjá góðar breytingar á húðinni og er auðvitað ekki að skaða hana lengur,“ segir hún. Sneiðir hjá ilmefnum Ebba Guðný Guðmundsdóttir er mjög meðvituð um skaðleg efni í snyrtivörum og segir erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hversu heilsuspillandi þær geta verið. Það sé enda ekki einfalt mál að lesa inni- haldslýsingarnar sem geta verið langur listi framandi efna í smáu letri. „Snyrtivörumarkaðurinn er eins og villta vestrið finnst mér. Stút- fullur af slæmum efnum fyrir okkur og það er oft erfitt að átta sig á inni- haldslýsingum,“ segir Ebba Guðný sem segir úrval af skaðlausum snyrtivörum þó hafa aukist síðustu ár. „Úrvalið hefur aukist mikið frá því ég byrjaði að reyna að sneiða hjá óæskilegum efnum fyrir um 20 árum. Þá var ég í vandræðum, það er ég ekki lengur. En við eigum mjög langt í land,“ segir hún. „Ég sneiði alfarið hjá öllum ilm- efnum (perfume), vil bara, ef það SNYRTIVÖRUMARKAÐUR- INN ER EINS OG VILLTA VESTRIÐ FINNST MÉR. STÚTFULLUR AF SLÆMUM EFNUM FYRIR OKKUR. Ebba Guðný Think Dirty appið sem Ebba mælir með fyrir neytendur í verslunar- leiðangur nýtur mikilla vinsælda. Með því er hægt að skanna inn strikamerki á pakkningum á snyrtivörum. Sé varan á skrá hjá appinu fær það einkunn á skalanum 1-10. Því hærri einkunn, því skaðlegri er varan. Ekki eru margar vörur á skrá á Íslandi. sem vilja reyna að forðast skaðlegar snyrtivörur og vita ekki sitt rjúkandi ráð. „Think Dirty er app sem maður getur haft í símanum og flett upp snyrtivörum og séð hvort þær eru hreinar eða ekki. Good Guide er annað, CosmEthics, Detox Me og örugglega fleiri,“ ráðleggur hún. Ebba Guðný segist nota krem frá Taramar, sem er íslenskt merki. „Ég nota líka snyrtivörur frá Inika, Benecos (augabrúnablýant og naglalökkin t.d.), Logona, Dr. Haurschka (litað dagkrem og maskara) og Weleda-vörurnar finnst mér líka góðar og treysti þeim. Not- aði mikið barna- kremin á kinn- arnar á börnunum mínum þegar þau voru lítil og olíurnar. É g n o t a svitalykt- a r e y ð i frá þeim líka. Ég nota ann- ars ekki mikið af sápum og efnum. Ég set kaldpress- aða kókosolíu í handarkrikana og á fæturna áður en ég fer í sturtu. Olían tekur alla lykt og nærir. Þá þarf ég enga sápu. Ég tek líka farða af mér á kvöldin með kókos olíunni og heitu vatni. Ég nota Zenz-sjampóin frá Grænu stofunni í hárið,“ segir Ebba Guðný. Engar snyrtivörur fyrir börn „Mér hefur þar að auki alltaf verið illa við hefðbundna blautklúta og bleyjur fyrir börn. Held að hvort tveggja innihaldi ýmislegt slæmt og það er líka óumhverfisvænt. Það er auðvelt að þvo litla bossa með bómullarklútum. Þeir fást örugglega í IKEA og Rúmfatalagernum. Bleyta þá með heitu vatni og setja smá kaldpressaða olíu í þá (ólífu-, kókos- eða möndluolíu) og þurrka bleyju- svæðið. Olían tekur öll óhreinindi og alla lykt. Svo má stundum setja nokkra lavenderdropa líka í tusk- una með olíunni. Þeir eru róandi og sveppadrepandi. Það er gott að hafa lítinn bala með loki hjá skipti- stöðinni með köldu vatni og 1 mat- skeið af matarsóda. Setja óhreinar tuskur/bleyjur þangað og veiða svo upp úr og setja í þvottavélina þegar balinn er orðinn fullur og sjóða með umhverfisvænu þvottaefni í þvotta- vélinni. Það má setja 3 dropa af piparmintu-, eucalyptus-, tea tree-, lavender- eða annarri ilmkjarnaolíu í þvottaduftið í sápuhólfinu áður en maður setur vélina af stað,“ segir Ebba Guðný. 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 8 -E 3 C 8 2 2 3 8 -E 2 8 C 2 2 3 8 -E 1 5 0 2 2 3 8 -E 0 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.