Fréttablaðið - 02.02.2019, Side 36
Ásthildur er fædd og uppalin í umhverfi sveitarstjórnarmála og landsmála. Faðir
hennar, Sturla Böðvarsson, var
bæjarstjóri í Stykkishólmi í 20 ár
og sat á Alþingi í 17 ár. „Sveitar
stjórnarmálin og seinna landsmál
in voru alltumlykjandi á heimilinu
og maður drakk þetta eiginlega
í sig með móðurmjólkinni. Mér
þóttu sveitarstjórnarmálin alltaf
áhugaverð,“ segir Ásthildur sem
hefur starfað í sveitarstjórnar
málum og hjá hinu opinbera í
hartnær 20 ár. „Ég hef alltaf haft
mikinn áhuga á málefnum sam
félagsins, hvernig megi búa svo
um hnútana að velferð fólks sé
sem mest og umhverfið þannig að
allir geti þroskast og dafnað. Það
er skemmtilegt og spennandi að
vinna hjá sveitarfélagi og geta haft
áhrif á nærsamfélag sitt.“
Tók ástfóstri við Vestfirði
Ásthildur var bæjarstjóri í Vestur
byggð í átta ár áður en hún tók við
starfi bæjarstjóra Akureyrar. „Við
fjölskyldan bjuggum þá á Patreks
firði en maðurinn minn er þaðan.
Þetta var ákaflega góður tími fyrir
okkur öll. Á þessum átta árum tók
ég miklu ástfóstri við Vestfirði og
held áfram að fylgjast náið með
öllu sem er að gerast þar. Vestfirð
ingar eru kraftmikið og dugandi
fólk,“ segir Ásthildur en ítrekar um
leið að hún sé fyrst og fremst Snæ
fellingur.
Einstakar móttökur
Ásthildur tók við sem bæjarstjóri á
Akureyri í september á síðasta ári.
„Það hefur verið mjög ánægjulegt
fyrir mig að finna hversu jákvæðir
bæjarbúar eru í minn garð. Ég hef
fengið einstakar móttökur sem ég
er mjög þakklát fyrir.“
Hún segir engan risastóran mun
á því að stýra Vesturbyggð og Akur
eyri. Bæði séu í vissum skilningi
dreifbýl sveitarfélög því eyjarnar
Grímsey og Hrísey eru hluti af
sveitarfélaginu Akureyri. „Ég segi
stundum að það sé erfiðara að vera
bæjarstjóri í smábæ en flóknara
og annasamara í stærra samfélag
inu. Í litla samfélaginu þarftu hins
vegar að gera flest sjálfur og þar er
nándin mikil.“
Mikilvægt að byggja upp
flugvöllinn
Hagsmunamál Eyfirðinga og
Akureyringa brenna á Ásthildi. „Ég
er raunar á þeirri skoðun að hags
munamál einstakra sveitarfélaga
séu iðulega hagsmunamál landsins
alls því það er engum til hagsbóta
að einn landshluti sé látinn sitja á
hakanum og það myndist ójafn
vægi á milli landshluta. Í þessu
sambandi má til dæmis líta til
uppbyggingar alþjóðaflugvallarins
á Akureyri. Við þurfum augljós
lega að eiga sterkan varaflugvöll
ef samgöngur um Keflavík truflast
af einhverjum orsökum.“ Önnur
hagsmunamál Eyfirðinga að mati
Ásthildar eru til dæmis raforku
öryggi og uppbygging í skóla
kerfinu. „Akureyri er sterkur fjöl
skyldubær og það brennur á mér
að rennt sé enn traustari stoðum
undir gott fjölskyldulíf í bænum.
Bærinn býður upp á mjög góða
þjónustu við íbúa sína en það má
alltaf gott bæta.“
Mörg sóknarfæri
Ásthildur segir mörg sóknarfæri
í sveitarfélaginu. „Háskólinn er
okkar fjöregg og Akureyri tók
stökk fram á við þegar skólinn
tók til starfa. Flugvöllurinn getur
verið stjóriðjan hér í Eyjafirði en
við þurfum uppbyggingu á honum
sem er lykilatriði fyrir vöxt ferða
þjónustunnar. Við erum einnig
með tvö öflugustu matvælafram
leiðslufyrirtæki landsins, stórt
alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki og
í kringum þau eru sömuleiðis sterk
stoðfyrirtæki,“ segir Ásthildur sem
telur að frekari nýsköpun og fleiri
verkefni hjá þessum fyrirtækjum
muni gera þennan geira þann
öflugasta í landinu. „Ég er einn
ig sannfærð um að starfsemin í
kringum háskólann geti vaxið enn
frekar, þá sérstaklega í tengslum
við þessi fyrirtæki sem ég nefndi.“
Fjölskyldan alsæl
Eiginmaður Ásthildar er Hafþór
Gylfi Jónsson útgerðarmaður
og börnin þeirra eru Daníel Jón,
tæplega 17 ára, og Lilja Sigríður,
tveggja ára. Hún er innt eftir því
hvort fjölskyldan hafi verið sátt við
að flytja sig um set.
„Það má segja að maðurinn
minn hafi átt þá hugmynd að flytja
hingað norður. Sonur okkar var á
leið í Menntaskólann á Akureyri
og þetta var því augljóslega ekki
fráleit hugmynd. Svo fór að ég var
ráðin í starf bæjarstjóra. Við fjöl
skyldan erum alsæl og teljum þetta
mikið gæfuspor. Það er nefnilega
frábært að búa á Akureyri. Nú til
dags er fólk yfirleitt ekki bundið
neinum átthagafjötrum og mér
líður að mörgu leyti eins og ég sé
komin heim.“
Blómlegt mannlíf
Ásthildur segir Akureyri einstakan
stað með ótal afþreyingarkostum.
„Ég hefði aldrei getað ímyndað
mér hversu gott er að búa hérna
á Akureyri. Þjónustan við barna
fjölskyldur er að mínu mati
framúrskarandi og hér upplifi ég
það lífsmunstur sem fólk sækist
Ásthildur og Lilja Sigríður.
Lilja Sigríður hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á Akureyri. Mamma og pabbi eru sæl með stelpuna sína.
Ásthildi og fjölskyldu hennar líður afskaplega vel á Akureyri og þau hlakka til næstu ára. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Framhald af forsíðu ➛
einna helst eftir, það er að segja
einfalt og streitulítið daglegt líf.
Hér er vinnukúltúrinn agaður,
hér sér maður að fólk drífur sig út
í hreyfingu um leið og vinnudegi
lýkur. Framboðið er mikið; skíði,
hlaup, hjólreiðar, sund, siglingar,
golf, fótbolti og skautar. Svo ég
tali nú ekki um umfangsmikið
stígakerfi í bænum sem fólk nýtir
sér í æ meira mæli. Það eru ekki
bara íþróttir og hreyfing sem vekja
athygli heldur einnig dásamlegt
menningarstarf; Listasafnið, Leik
félag Akureyrar, Menningarhúsið
Hof og svo frábært tónlistarlíf.
Bærinn er mikill suðupottur blóm
legs mannlífs.“
En er hún komin með einhver
plön fyrir sumarið?
„Mitt stærsta verkefni verður
auðvitað að sinna þessu skemmti
lega starfi. Ég hlakka til að hjóla
um hjólastígana sem liggja um alla
Akureyri og fíflast á leiksvæðunum
sem eru óteljandi með Lilju Sigríði.
Sömuleiðis hlakka ég til að heim
sækja eyjarnar Hrísey og Grímsey
og skoða mannlífið þar að sumar
lagi. Svo verður dásamlegt að njóta
Lystigarðsins, sundlaugarinnar
og Kjarnaskógar sem íbúi en ekki
sem ferðamaður. Ég held að ég sé
að breytast í Akureyring á undra
skömmum tíma.“
Við fjölskyldan
erum alsæl og
teljum þetta mikið gæfu-
spor. Það er nefnilega
frábært að búa á Akur-
eyri.
Í Hlíðarfjalli er að finna frábært skíðasvæði. Hér er Ásthildur á skíðum með
vinkonum sínum þeim Brynhildi Einarsdóttur og Kristrúnu Lind Birgisdóttur.
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
2
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
8
-F
7
8
8
2
2
3
8
-F
6
4
C
2
2
3
8
-F
5
1
0
2
2
3
8
-F
3
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
1
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K