Fréttablaðið - 02.02.2019, Síða 92

Fréttablaðið - 02.02.2019, Síða 92
„Hvað skyldi þetta nú vera,“ sagði Konráð og tók upp pappírsblað með tölustöfum og undarlegum táknum sem hann sá liggja á jörðinni. „Mér sýnist þetta vera stærðfræðiþraut,“ sagði Lísaloppa. „En þessi þrjú tákn þarna eru ekki tölustafir, svo það getur nú varla verið,“ sagði Konráð. „Það er nú einmitt þrautin,“ sagði Lísaloppa. „Að finna út fyrir hvaða tölustafi þessi þrjú tákn standa, svo þessi fjögur dæmi gangi upp,“ bætti hún við. Konráð á ferð og flugi og félagar 338 Getur þú reiknað út fyrir hvaða tölustafi táknin þrjú standa ? ? ? Lausn á gátunni @ er 2, ¥ er 5 og § er 8 ? Nafn: Lillý Elísabet Jökulsdóttir Aldur: Sjö ára Skóli: Kársnesskóli Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Ég veit það ekki. Eiginlega bara allt. Finnst gaman í stærðfræði og íslensku og er góð í íslensku en annars allt gaman. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla? Ég fer alltaf í dægra- dvölina eftir skóla og leik mér. Lita, perla, og stundum fæ ég að leika með legó eða playmó. Ertu að æfa einhverjar íþróttir eða í tómstundum? Ég er að æfa sund og frjálsar. Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Vísindamaður, skóla- kennari eða kafari. Mig langar að verða vísindamaður því mér finnst risaeðlur svo flottar, og ég held líka að sumar risaeðlur séu pínulitlar. Svo langar mig að vera kafari því ég held það séu svo mörg flott dýr og svo fal- legt í sjónum. Áttu gæludýr? Zizou og Keano. Þau eru Husky-hundar. Þau eru stór og Keanu er með tvílit augu, eitt blátt og eitt brúnt, en Zizou er með tvö blá. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en mest myndi mig langa til að eiga tígrisdýr – ef það væri tamið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sviðakjammi og núðluréttur. Hvað myndir þú taka með þér á eyðieyju? Ég myndi taka með mér mat, Zizou og Keano og fjölskylduna mína. Hvað finnst þér skemmtilegt að horfa á í sjónvarpinu? Það er mjög margt en aðallega K3 og Blíða og Blær. Hvernig heldur þú að framtíðin verði? Árið 2050? Held að heim- urinn verði mjög ólíkur því sem hann er núna. Held það verði búið að brenna fleiri hús og bara dálítið öðruvísi. Ég held að bílarnir verði alveg eins og núna en kannski aðeins verri. Ég held að fólkið verði jafngott og núna. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Grænn. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar það snjóar? Oftast finnst mér skemmtilegast að hlaupa allsber út og rúlla mér í snjónum. Ég gerði það með Uglu systur hans pabba um daginn. Væri til í að eiga tamið tígrisdýr Lillý Elísabetu langar til að verða vísinda- maður, skólakennari eða kafari þegar hún er orðin stór. Henni finnst skemmtilegt sport að hlaupa allsber út og velta sér í snjónum. Lillý Elísabetu Jökulsdóttur finnst risaeðlur flottar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gallsteinar afa Gissa er stór-skemmtileg saga eftir Krist-ínu Helgu Gunnarsdóttur. Gallsteinar afa Gissa fjallar um Torfa og Grímu sem eiga virkilega leiðinlega fjölskyldu. Mamma þeirra er skipanaglaður harðstjóri með hollustuæði, pabbinn er viðutan vinnusjúklingur og Úlfur er ömur- legt unglingaskrímsli. Systkinin dreymir um afslappað heimilislíf, gæludýr og gotterí. Getur hinn sí- glaði sjóari, afi Gissi, látið draumana rætast? Hvað gerist ef Torfi og Gríma eignast óskasteina? Geta óskir verið hættulegar? Leikfélag Akureyrar mun frum- sýna barna- og fjölskyldusöngleik byggðan á bókinni í Samkomu- húsinu 23. febrúar næstkomandi. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir. Við mælum með Gallsteinum 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R48 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 8 -C 1 3 8 2 2 3 8 -B F F C 2 2 3 8 -B E C 0 2 2 3 8 -B D 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.