Fréttablaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 6
KJARAMÁL Atkvæðagreiðslan um
verkfallsaðgerðirnar er rafræn en
einnig er hægt að greiða atkvæði á
skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyr-
ir sérstakur bíll milli vinnustaða og
safnar utankjörfundaratkvæðum.
Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Eflingar, ánægður með viðtökurnar.
„Við höfum heldur betur fengið
góð viðbrögð við þessu. Það hafa
verið raðir á vinnustöðum og ótrú-
leg stemning. Þetta er alveg magnað
og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar.
Rétt til að greiða atkvæði hafa
allir félagsmenn sem vinna sam-
kvæmt kjarasamningi vegna vinnu
í veitinga- og gistihúsum.
Aðf lutt verkafólk er um helm-
ingur félagsmanna í Eflingu og enn
stærri hluti þeirra sem mögulega
fara í verkfall 8. mars. Viðar segir
mjög vel hafa gengið að ná til þessa
hóps og koma til hans skilaboðum.
„Það er hluti þess sem við höfum
verið að undirbúa síðustu mánuði.
Við höfum verið að rækta okkar
tengsl við þessa félagsmenn. Það
hefur verið eitt af okkar forgangs-
málum en við höfum til dæmis
verið að fara inn á vinnustaði með
fundi þar sem kosnir hafa verið
trúnaðarmenn.“
Oft sé um að ræða vinnustaði
þar sem aldrei áður hafi verið kos-
inn trúnaðarmaður. „Það er hluti
af okkar nýju hugmyndafræði að
virkja fólk til þátttöku í félaginu og
til þess að standa almennt vörð um
sín réttindi sjálft. Við höfum því
búið rækilega í haginn fyrir þetta
og finnum það mjög skýrt þegar við
rúllum af stað svona aðgerð eins og
verkfallskosningu.“
Samkvæmt nýjustu kjarakönnun
Ef lingar sem gerð var síðastliðið
haust voru meðalheildarlaun þeirra
sem starfa í gisti- og veitingaþjón-
ustu 449 þúsund krónur á mánuði.
Var það um 30 þúsund krónum
minna en meðaltal allra félags-
manna Eflingar.
Í eldri könnunum Ef lingar og
Flóabandalagsins voru laun ræst-
ingafólks sérstaklega könnuð.
Haustið 2017 voru meðalheildar-
laun þess hóps 393 þúsund á
mánuði. Til samanburðar voru
meðalheildarlaun í gisti- og veit-
ingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá
öllum félagsmönnum 473 þúsund.
Þess ber að geta að launarann-
sóknir Hagstofunnar ná ekki til
starfsfólks í gisti- og veitingaþjón-
ustu.
Viðar segir ljóst að ræstingafólk
sé hópur sem vinni oft mjög langan
vinnudag og vaktavinna sé regla
frekar en undantekning. „Þótt við
sjáum einhverjar tölur sem ná yfir
400 þúsund á mánuði þá er það ekki
vegna þess að fólk sé yfirborgað.
Það er bara vegna þess að fólk er að
vinna margar vaktir og er að hala
þetta inn með álagsgreiðslum.“
sighvatur@frettabladid.is
Gengið vel að ná til
erlendra starfsmanna
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif
og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins
telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana.
LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500
Range Rover Sport HSE PHEV
Verð frá: 13.690.000 kr.
Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll
setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi
aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan
sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum
og umhverfisvænum kosti.
Verið velkomin í reynsluakstur!
RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ
Í RANGE ROVER
www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
1
7
3
R
a
n
g
e
R
o
v
e
r
S
p
o
rt
P
H
E
V
5
x
1
0
f
e
b
Deila um lögmæti
Samtök atvinnulífsins skoruðu
í gær á Eflingu að stöðva
atkvæðagreiðslu um boðun
verkfalls þar sem ólöglega sé að
henni staðið. Telja samtökin að
ekki sé heimilt að um átta þús-
und félagsmönnum sé boðið að
taka þátt í atkvæðagreiðslu um
aðgerðir sem myndu aðeins ná
til um 700 félagsmanna.
Þessu hafnar Viðar Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri Eflingar.
Hann segir lögmenn félagsins
hafa farið vel yfir undirbúning
og framkvæmd atkvæðagreiðsl-
unnar. Þar hafi þeir meðal
annars notið liðsinnis Alþýðu-
sambands Íslands.
Þess má geta að Magnús M.
Norðdahl, deildarstjóri lög-
fræðideildar ASÍ, er jafnframt
formaður kjörstjórnar Eflingar.
Bíll frá Eflingu keyrði milli gististaða þar sem hægt var að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNSÝSLA Seðlabankinn telur
eðlilegt að endurskoða strax allar
sektarákvarðanir og sættir vegna
brota á fjármagnshöftum í gildistíð
tiltekinna eldri reglna um gjaldeyr-
ismál, þar til reglurnar voru lögfest-
ar síðla árs 2011, og fara þess á leit að
ríkissjóður endurgreiði sektir vegna
brota á reglunum. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá bankanum í gær.
Sem kunnugt er birti umboðs-
maður Alþingis í lok janúar álit
vegna kvörtunar Þorsteins Más
Baldvinssonar, forstjóra Samherja,
þar sem meðal annars var komist
að þeirri niðurstöðu að við með-
ferð máls Þorsteins Más hjá Seðla-
bankanum hefði bankinn ekki
tekið afstöðu til röksemda sem lutu
að afstöðu ríkissaksóknara til gildis
laga og reglna um gjaldeyrismál sem
refsiheimilda.
Seðlabankinn lagði 1,3 milljóna
króna stjórnvaldssekt á
Þorstein Má en hann
var meðal annars
sakaður um að hafa
ekki skilað innan
tilskilinna tíma-
marka erlendum
gjaldeyri sem hann
fékk greiddan á árinu
2010 vegna endur-
greiðslu láns til f jár-
málafyrirtækis.
Þorsteinn Már
hélt því hins
vegar fram að
bankann hefði
skor t heim-
ildir til að gera
h o nu m a ð
greiða stjórnvaldssekt vegna brota
á reglunum og að auki hefði ekki
verið um neitt brot að ræða.
Veg na álit s umboðsmanns
Alþingis ritaði Seðlabankinn ríkis-
saksóknara bréf þar sem þess var
óskað að ríkissaksóknari skýrði
frekar þau ummæli um gildi reglna
um gjaldeyrismál sem refsiheimilda
sem fram komu í fyrri ákvörðunum
hans, að því er rakið var í tilkynn-
ingu Seðlabankans.
„Í svarbréfi ríkissaksóknara sem
barst Seðlabankanum undir lok
síðustu viku segir að mat hans sé
að reglur um gjaldeyrismál gátu
ekki talist gild refsiheimild fyrr en
þær voru lögfestar með lögum nr.
127/2011.“
Með bréfinu er þar með tekinn
af allur vafi um að mat ríkissak-
sóknara, sem æðsta handhafa
ákæruvalds, sé að reglusetningar-
heimild í bráðabirgðaákvæði laga
um gjaldeyrismál hafi ekki uppfyllt
áðurnefnd skilyrði um framsal laga-
setningarvalds og skýrleika refsi-
heimilda. Þar með gætu reglur
um gjaldeyrismál, sem settar
voru á grundvelli bráðabirgða-
ákvæðisins, ekki talist gildar sem
refsiheimild,“ segir í tilkynn-
ingunni. – kij
Ríkið endurgreiði sektir
K JARAMÁL Fjölmennur fundur
fagaðila í iðnaði, sem haldinn var
í gær, fordæmdi harðlega það sem
þeir telja óforskömmuð vinnubrögð
verkalýðshreyfingarinnar þar sem
þeir hafi gengið freklega fram hjá
innlendri framleiðslu við inn-
flutning á fullbúnum húsum, inn-
réttingum og húsgögnum hingað
til lands.
„Að forsvarsmenn verkalýðs-
hreyfingarinnar semji við erlenda
aðila um innflutning á húsum, inn-
réttingum og húsgögnum, á sama
tíma og þeir eiga að standa vörð um
innlenda framleiðslu, vernda störf,
halda við kunnáttu í handverki og
tryggja réttindi þeirra starfsmanna
sem vinna þessi störf, ber heil-
indum þeirra ekki gott vitni,“ segir
í ályktun fundarins. „Það er heldur
ekki sannfærandi vitnisburður
um getu þeirra til að sinna þeim
störfum sem þeim hefur verið falið.“
Á þennan fund mætti fjöldi iðn-
aðarmanna sem fordæma starfs-
hætti ASÍ og BSRB.
„Fasteignafélagið Bjarg, stofnað
af ASÍ og BSRB, hefur látið fram-
leiða og f lytja inn einingahús frá
Lettlandi og borið fyrir sig að inn-
lendir aðilar anni ekki því magni
sem óskað er eftir,“ segir Eyjólfur
Eyjólfsson, framkvæmdastjóri
Axis. „Þetta er klárlega næsti bær
við félagsleg undirboð og við telj-
um þessi samtök, sem verja eiga
réttindi verkafólks, ekki gera það í
þessu tilviki.“ – sa
Iðnaðarmenn hjóla í
verkalýðshreyfinguna
Eyjólfur Eyjólfs
son, fram
kvæmdastjóri
Axis.
Már Guð
mundsson
seðla
bankastjóri.
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
6
8
-9
D
A
0
2
2
6
8
-9
C
6
4
2
2
6
8
-9
B
2
8
2
2
6
8
-9
9
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K