Fréttablaðið - 26.02.2019, Qupperneq 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Fjórðung af
heildar-
losun
gróðurhúsa-
lofttegunda
má rekja til
framleiðslu
og flutnings
matvæla.
Þetta eykur
flækjustig og
er aðför að
lýðræðislega
kjörnum
fulltrúum í
borgarstjórn.
Nýverið sendu þeir Sigmundur Davíð Gunn-laugsson, þingmaður og formaður Mið-f lokksins, og Jón Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisf lokksins, frá sér frumvarp til laga um
skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu.
Ef frumvarpið verður samþykkt þá tekur Alþingi
skipulagsvaldið frá Reykjavík á stóru svæði í
Kvosinni en Reykjavíkurborg á tæplega helming
eigna á þessu tiltekna svæði. Alþingislóðin er um
18,5 prósent af svæðinu og þá eru rúm 35 prósent
lóða í einkaeigu. Þannig er lóð Alþingis einungis
tæpur fimmtungur af því svæði sem lagt er til að
tekið verði undan skipulags- og byggingarvaldi
Reykjavíkurborgar.
Þetta sendir mjög slæm skilaboð til allra sveitar-
félaga á Íslandi. Ákveðnum aðilum í þinginu finnst
borgin ekki vinna hlutina nákvæmlega eins og
þeir sjálfir myndu gera en byggja svo mál sitt á
litlum sem engum rökum. Að Alþingi geti komið
og hrifsað skipulagsvald af sveitarfélögum þegar
þeim sýnist er grafalvarlegt mál. Ég held að þetta
endurspegli öðru fremur yfirgripsmikla vanþekk-
ingu á skipulagsmálum.
Í stjórnarskránni er talað um sjálfsákvörðunar-
rétt sveitarfélaga og að skipulags- og mannvirkja-
mál séu almennt í höndum sveitarfélaga. Ég sé ekki
hvernig þetta tiltekna svæði eigi að lúta öðrum
lögmálum og fá einhverja sérmeðferð. Þetta eykur
f lækjustig og er aðför að lýðræðislega kjörnum
fulltrúum í borgarstjórn.
Breytingar á skipulagsvaldi í tilteknum málum
– til þess einfaldlega að koma sínum málum áfram
– eru hvorki fagleg né lýðræðisleg vinnubrögð. Ef
frumvarpið verður að lögum er um að ræða veru-
legt inngrip ríkisins í skipulagsvald Reykjavíkur-
borgar. Sjálfstæðisf lokkurinn sat hjá í atkvæða-
greiðslu um þetta mál í borgarráði. Ef það er
eitthvað sem kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn hafa
alltaf verið sammála um þá er það að standa vörð
um skipulagsvald.
Þegar þeim sýnist
Aron Leví Beck
varaborgarfull-
trúi Samfylk-
ingarinnar
VELDU GÆÐI!
PREN
TU
N
.IS
................................................
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM
Samráð er hafið um frumvarpsdrög atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hér er um að ræða viðbragð stjórnvalda við dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstóls-
ins um að núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir
innflutningi kjöts og eggja, og frystiskyldu kjöts, brjóti í
bága við EES-samninginn.
Frumvarpið er yfirgripsmikið; markmið þess og
aðferðir virðast rækilega rökstudd. Að auki virðist,
miðað við greinargerð frumvarpsins, að nokkuð víðtækt
samráð hafi átt sér stað við ritun þess, þar á meðal um
myndun verkefnastjórnar um nauðsynlegar mótvægis-
aðgerðir sem stjórnvöld munu þurfa að grípa til með
þessum breytingum. Í þeim hópi er að finna fulltrúa
stjórnvalda, bændasamtaka og atvinnulífsins.
Með breytingum er áætlað að ábati neytenda verði
tæpar 900 milljónir króna á ári, á meðan áætlaður
heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda
landbúnaðarafurða verði allt að 600 milljónum króna á
ársgrundvelli. Að auki felst ábati neytenda í betra úrvali
matvæla og meiri samkeppni á matvælamarkaði.
Hins vegar er efnahagslegur ábati neytenda á engan
hátt það mikilvægasta í þessu samhengi. Ógnin sem
felst í auknu sýklalyfjaónæmi er ein sú alvarlegasta sem
blasir við mannkyni og líkur eru á að um miðja öld verði
ónæmi einhver mesta áskorun sem nútíma lækna-
vísindi hafa þurft að takast á við. Margþættar ástæður
búa að baki útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, þar á meðal er
ofnotkun sýklalyfja í almennri heilbrigðisþjónustu og
búfjárframleiðslu. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi er umtals-
vert minna en gengur og gerist víðast hvar annars staðar,
þennan árangur ber að vernda. En er það hægt með inn-
flutningi á ferskum matvælum?
Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er óneitanlega fylgifiskur
þeirra tíma sem við lifum, en með skilvirkum og vel
fjármögnuðum mótvægisaðgerðum, eins og þeim sem
tíundaðar eru í frumvarpinu, á að lágmarka þá áhættu.
Athyglisvert er að á sama tíma og tekist er á um ferska
matvöru þá hefur greið leið sýklalyfjaónæmra baktería
til landsins með ferðamönnum fengið litla athygli. Þetta
er hætta sem er til staðar og mun fara vaxandi á næstu
árum en lítill áhugi virðist á því að vekja ferðamenn og
ferðaþjónustufyrirtæki til umhugsunar um þetta.
Frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er
nauðsynlegt viðbragð við skekkju sem leiðrétta þarf
til að hlíta dómi EFTA, ellegar er hætta á neikvæðum
áhrifum af aðild að EES. Þeir sem tala fyrir hagsmunum
íslensks landbúnaðar ættu að horfast í augu við þessa
staðreynd og þess í stað beina orku sinni og athygli að því
að hvetja fólk til að kaupa frekar íslenskar vörur en aðrar.
Það ætti ekki að vera flókið verk.
Fjórðung af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda má
rekja til framleiðslu og flutnings matvæla. Og á tímum
þar sem heimsbyggðin hefur sameinast um að stemma
stigu við allra verstu hörmungum hnattrænna loftslags-
breytinga með því að draga úr losun, þá skýtur skökku við
að auka enn innflutning matvæla þegar höfuðáhersla ætti
að vera á innlenda sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
Ónæmi og óþarfi
Leynilegt
Atkvæðagreiðsla um verkfalls-
boðun ræstingafólks hótela
innan Ef lingar hófst í gær og
varð hún strax umdeild. Samtök
atvinnulífsins hafa nú þegar
boðað mál fyrir Félagsdómi
sem snýr að því hverjir hafi
kosningarétt. En það er ekki
hið eina sem velta má vöngum
yfir. Kosningin er rafræn en
að auki er hægt að kjósa utan
kjörfundar í þar til gerðum bíl
sem rúntar milli vinnustaða.
Vinnudeilulögin kveða á um að
slíkar atkvæðagreiðslur skuli
vera leynilegar. Það má því
velta fyrir sér hvort það standist
kröfur sem gera skal til leyni-
legra kosninga að kjörstaðurinn
mæti til þín og fylgst sé með
meðan atkvæði er greitt.
Engin símtöl
Undanfarnar vikur hefur
Fréttablaðið fjallað nokkuð
reglulega um greiðsluþrot
Íslandspósts og mögulegar
ástæður fyrir þeirri stöðu sem
komið hefur upp. Hefur það
þýtt að reglulega þarf að hafa
samskipti við fyrirtækið. Svörin
þaðan hafa oftar en ekki búið
til f leiri spurningar en þær
hafa svarað. Þá hefur forstjóri
fyrirtækisins neitað að ræða
við blaðið og vill aðeins svara
spurningum skrif lega. Slíkt
styrkir í raun tilfinninguna
um að eitthvað sé ekki í lagi.
joli@frettabladid.is
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
6
8
-B
1
6
0
2
2
6
8
-B
0
2
4
2
2
6
8
-A
E
E
8
2
2
6
8
-A
D
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K