Fréttablaðið - 26.02.2019, Page 9

Fréttablaðið - 26.02.2019, Page 9
Samfélagsverkefnin eru marg­vísleg. Eitt þeirra er heil­brigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónar­ miða og þar má nefna sjúkraflutn­ inga í landinu. Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraf lutninga í sjálf boðaliða­ vinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíð­ arandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heil- brigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðis­ þjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heil­ brigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðis­ þjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjöl­ miðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða kross­ ins og ráðuneytis og að brýn endur­ nýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir upp­ gjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignar­ haldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráð­ herra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munn­ legum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skrif legri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkis­ Sjúkraflutningar – ábyrgð ráðherra Guðjón S. Brjánsson alþingismaður væða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verk­ efnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkra- bílum. Nýlega birtist á sjónvarps­stöðinni Hringbraut viðtal við Drífu Snædal, forseta ASÍ, um þjóðfélagsmál og stöðu kjaraviðræðna. Fram kom að eitt af erfiðustu úrlausnarefnum komandi kjarasamninga væri hús­ næðisvandi umbjóðenda hennar. Drífa taldi að ein af mestu stjórn­ unarmistökum sem gerð hafa verið á síðustu áratugum væri afnám félagslega húsnæðisker f isins í lok síðust aldar. Lausn húsnæðis­ vandans nú hlyti m.a. að felast í að koma á fót óhagnaðardrifnum (non profit) félögum sem önnuðust byggingu og rekstur íbúðarhús­ næðis fyrir hluta landsmanna. Að sömu niðurstöðu komst stjórn­ skipuð nefnd sem nýlega skilaði tillögum sínum. Þessi niðurstaða leiðir hugann að því að á sama tíma, þ.e. í lok síðustu aldar, var einnig tekin ákvörðun um að einkavæða bankakerfið. Sú tilraun stóð að vísu skemur en tilraunin með húsnæðiskerfið því 2008 hrundi bankakerf ið með skelf ilegum af leiðingum f yrir þjóðfélagið (um 600 milljarða kostnaði?). Þó tekist hafi að endur­ heimta verulegan hluta þeirra fjármuna stendur eftir að innviðir þjóðfélagsins voru óhjákvæmilega sveltir í mörg ár eftir hrun og enn fara verulegir fjármunir úr ríkis­ sjóði til greiðslu vaxta og af borg­ ana af hrunkostnaði. Því má færa Misvísandi nefndarálit, hvað veldur? Ari Teitsson bóndi og fyrr- verandi for- maður Bænda- samtaka Íslands rök fyrir því að fyrirhuguð veggjöld séu í raun gjald sem við þurfum að greiða fyrir hrunið. Í þessu ljósi er umhugsunarefni að nýlega hefur önnur stjórnskipuð nefnd komist að þeirri niðurstöðu að meðal leiða til að bæta banka­ þjónustu og lækka vaxtakostnað sé að einkavæða bankakerfið á ný. Sérstaka athygli vekur sá regin­ munur sem er á hugmyndafræði­ legri niðurstöðu þessara tveggja nefnda. Hvað veldur? Er einhver sá munur á þessum tveim þáttum grunnþjónustu við landsmenn að gjörólíkt rekstrarform sé nauðsyn­ legt? Er bankaþjónusta ef til vill svo f lókin og vandasöm að hún sé ekki á færi almennra þjóðfélags­ þegna eða félaga í þeirra þágu? Eða skýrist munurinn einfaldlega af skoðunum nefndarmanna og þeirra sem þá skipuðu? Nýlega hefur önnur stjórn- skipuð nefnd komist að þeirri niðurstöðu að meðal leiða til að bæta bankaþjón- ustu og lækka vaxtakostnað sé að einkavæða banka- kerfið á ný Aðrar upplýsingar Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2019 kl. 17:00 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík. Landsbankinn • landsbankinn.is • 410 4000 Aðalfundur Landsbankans 2019 Hluthafar eiga rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að vera skriflegar og berast bankanum fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 5. mars 2019. Endanleg dagskrá fundarins og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða gerð aðgengileg miðvikudaginn 6. mars 2019, á vefsíðu bankans: https://bankinn. landsbankinn.is/fjarfestar/adalfundir/. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs fyrir kl. 16:00, föstudaginn 15. mars 2019 til skrifstofu bankastjóra, Austurstræti 11, Reykjavík. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á vef bankans tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum, að frádregnum eigin hlutum, sem eru án atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 16:30 á fundardegi. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang. Reykjavík, 26. febrúar 2019 Bankaráð Landsbankans hf. 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Heimild til kaupa á eigin hlutum. 10. Önnur mál. Drög að dagskrá S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 6 8 -C 0 3 0 2 2 6 8 -B E F 4 2 2 6 8 -B D B 8 2 2 6 8 -B C 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.