Fréttablaðið - 26.02.2019, Qupperneq 42
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
Þórður Bjarni
Baldvinsson
er einlægur
áhugamaður
um Harry Potter
og ákvað að
hafa þemað í
fermingarveislu
sinni tengt
galdrastrákn-
um. MYND/SIG-
TRYGGUR ARI
Þemað var víða sjáanlegt.Harry setti svip á veisluborðið.
Fundu skraut í Góða hirðinum
Þórður Bjarni Baldvinsson fermdist í Seljakirkju á skírdag í fyrra. Í veislunni var Harry Potter þema
enda er Þórður einlægur aðdáandi . Skrautið kom úr nytjaverslunum og ýmsum geymslum.
Áhugi Þórðar á Harry Potter á sér langa sögu. „Ég held ég hafi verið um fjögurra ára
gamall þegar ég horfði á fyrstu
tvær Harry Potter myndirnar
á íslensku. Síðan þá hef ég haft
rosalega mikinn áhuga á öllu
sem tengist Harry Potter,“ segir
Þórður sem deilir áhuga sínum
með systur sinni Steinunni sem er
þrettán árum eldri en hann. „Við
erum mjög góðir vinir, eigum allar
bækurnar og allar myndirnar og
horfum á þær reglulega.“
Þegar kom að fermingunni kom
því ekkert annað til greina en að
velja Harry Potter þema í skreyt-
ingum. „Við keyptum langmest
af skrautinu á nytjamörkuðum
og í Góða hirðinum. Við vorum
lengi að safna saman bæði skrauti
og Harry Potter bókunum sem
við notuðum líka sem skraut.
Síðan skreyttum við borðin sem
voru fjögur löng eins og heima-
vistarborðin í myndunum og
bókunum,“ lýsir Þórður en
meðal muna sem keyptir
voru á nytjamörkuðunum
voru gamaldags kerta-
stjakar og annar álíka borð-
búnaður. Einnig fengu þau að
skoða í geymslur hjá ömmum
og öfum fermingarbarnsins til
að gramsa eftir álitlegu skrauti.
„Eftir veisluna gáfum við síðan
allt aftur til nytjamarkaða og
reyndum þannig að gera góðverk
um leið og við héldum veisluna.“
Þórður fermdist á skírdag í fyrra
í Seljakirkju. Veislan var haldin í
safnaðarheimilinu. Boðið var upp
á heitan mat og tertur í eftirrétt en
fermingarbarnið lét ekki sitt eftir
liggja í veisluundirbúningnum.
„Ég reyndi að taka sjálfur þátt
með því að skreyta, elda og baka,“
segir Þórður sem segist hafa fengið
að ráða flestöllu sem sneri að
veislunni.
Fermingarfötin voru hefð-
bundin jakkaföt en hins vegar stóð
gestum til boða að sveipa yfir sig
skikkju í Hogwarts-stíl við sér-
Kafað var í hillur nytja-
verslana og geymslur hjá
ömmum og öfum til að
finna réttu skrautmunina.
stakan myndavegg og láta smella
af sér mynd. „Fólki fannst Harry
Potter þemað mjög skemmtilegt
og var duglegt að nota myndavegg-
inn.“
Harry Potter áhugi Þórðar og
systur hans hefur síst dvínað á því
ári sem er liðið frá fermingunni.
Nú hlakka þau til næstu Fant-
astic Beasts myndarinnar
en þær myndir hafa tekið
við af Harry Potter mynd-
unum enda gerast þær í sama
galdraheimi. „Við systir mín
förum alltaf á frumsýningarn-
ar á þessum myndum. Viljum
sjá þær strax,“ segir Þórður.
Hann segir jafnaldra sína skilja
áhugamálið, sér í lagi einn af
vinum sínum sem deili áhuga-
num. „Við horfum saman á
gömlu myndirnar aftur og
aftur. Þær eldast svo vel.“
Nýjar fermingarmöppur
Mappan geymir myndir,
gestabók og kort
Varðveittu minningarnar um
fermingardaginn á einum stað
9 litir
Múlalundur Vinnustofa SÍBS
Reykjalundur | 270 Mosfellsbær
Sími 562 8500 | www.mulalundur.is
26 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
6
8
-B
B
4
0
2
2
6
8
-B
A
0
4
2
2
6
8
-B
8
C
8
2
2
6
8
-B
7
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K