Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2019, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 26.02.2019, Qupperneq 48
Kara Guð- mundsdóttir, matreiðslu- maður hjá Fiski- félaginu. MYNDIR/STEFÁN Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Fyrsta ráð sem Kara Guð-mundsdóttir, matreiðslumað-ur hjá Fiskifélaginu, gefur er að ofhugsa ekki hlutina þegar kemur að veitingum. „Það er betra að gefa sér meiri tíma í færri rétti svo gestir njóti færri betri rétta, frekar en of margra misgóðra rétta. Það er gott að vita af ýmsum sérþörfum, hvort gestir hafi ofnæmi og góður tími og undirbúningur skiptir miklu máli. Auk þess er góð regla í fermingar- veislum að hafa a.m.k. einn græn- metisrétt, jafnvel tvo.“ Hér gefur Kara lesendum þrjár uppskriftir. Graskerssúpa með lime og chili Fyrir 35 manns 4 stk. meðalstór grasker Fjölbreytnin í fyrirrúmi Kara Guðmundsdóttir, matreiðslumaður hjá Fiskifélaginu og meðlimur kokkalandsliðsins, gefur hér lesendum nokkrar skemmtilegar uppskriftir í fermingarveisluna. Lúxus piparhamborgari með sætri kartöflu.Epla-crumble með kanil og súkkulaði. Graskerssúpa með límónu og chili. 700 g saltað smjör 400 g púðursykur ½ stk. rautt chili, smátt saxað og fræhreinsað 3-5 límónur 2 l rjómi Smakkið til með salti Skerið graskerin langsum í tvennt og hreinsið kjarnann úr. Bútið smjörið yfir hvern helming og stráið púðursykri yfir. Bakist við 170°C með blæstri þar til gras- kerið er eldað í gegn (u.þ.b. 30-45 mín.). Takið graskerið úr ofninum og takið allt kjötið úr hýðinu, með t.d. skeið. Næst er graskerið sett í pott ásamt rjóma og chili. Maukið saman með töfrasprota. Mikil- vægt er að allt sé heitt á meðan svo maukið nái mjúkri áferð. Skrælið börkinn af límónunum með rif- járni og passið að hvíta fari ekki með. Kreistið safann úr límón- unum í súpuna, setjið börkinn í súpuna og smakkið til með salti og lime-safa. Lúxus piparhamborgari með sætri kartöflu Fyrir 35 manns 35 stk. hamborgarabrauð 35 stk. hamborgarabuff 8 stk. piparostur 6 stk. sætar kartöflur 8 stk. rauðlaukar 7 stk. rauð paprika 1 kg sveppir 1 búnt ferskt garðablóðberg (timían) 1 kg majónes 400 g Dijon-sinnep 100 g smjör Hrærið saman majónes og sinnep og setjið til hliðar. Skrælið sætu kartöflurnar og skerið í 1 cm þykkar skífur. Skerið piparostinn niður í sneiðar. Bakið kartöflurnar í ofni við 180°C í 10 mínútur. Raðið ostinum ofan á og bakið í 15 mín. Skerið sveppina, paprikuna og laukinn og setjið til hliðar. Steikið sveppina á heitri pönnu á háum hita með olíu og salti. Þegar svepp- irnir byrja að brúnast skal bæta við smjöri og fersku garðablóðbergi. Leyfið smjörinu að freyða til að ná fullkominni steikingu og takið af pönnu. Steikið hamborgarana á pönnu með salti. Steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Gott er að setja brauðin í ofn í 5 mínútur til að ná hita en ef hægt er skal setja það á grillið, 2-3 sekúndur á hvorri hlið. Smyrjið sósu á botnbrauðið og bætið við sveppunum, kjötinu, paprikunni og lauknum. Að lokum kemur sæta kartaflan með ostinum. Epla-crumble með kanil og súkkulaði Fyrir 35 manns 400 g hveiti 400 g saltað smjör 400 g púðursykur 400 g möndlumjöl 8 stk. græn epli 300 g sykur 3 msk. kanill Sítrónusafi 3 plötur súkkulaði (t.d. mjólkur- eða karamellusúkkulaði. Persónu- lega vel ég dökkt). 1,5 l rjómi Skerið eplin í miðlungs bita (2 cm x 2 cm) og kreistið safa úr einni sítrónu yfir svo þeir verði ekki brúnir. Stráið kanilsykri yfir og blandið saman. Setjið þurrefnin ásamt smjörinu í skál og vinnið saman með höndunum. Setjið eplin í eldfast mót og stráið deiginu yfir þannig að það nái yfir eplin. Hægt er að geyma réttinn á þessu stigi í kæli í heilan dag, áður en hann er bakaður. Að lokum er rétturinn bakaður við 170°C með blæstri í 35-45 mín. Saxið súkku- laðið í ræmur og setjið yfir um leið og rétturinn kemur úr ofninum. Þeytið rjómann og berið fram heitt. 32 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 6 8 -B 6 5 0 2 2 6 8 -B 5 1 4 2 2 6 8 -B 3 D 8 2 2 6 8 -B 2 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.