Fréttablaðið - 26.02.2019, Side 56

Fréttablaðið - 26.02.2019, Side 56
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan 16 ungmenni fermdust borgaralega fyrst allra hér á landi fyrir 30 árum. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Siðmennt hefur skipulagt borgaralega fermingu síðan árið 1989 þegar 16 ungmenni tóku fyrst þátt. Síðan þá hefur þátttakan aukist jafnt og þétt. Í ár taka alls 544 ungmenni þátt í borgaralegri fermingu sem er tæplega 13% af árganginum og eru þau víðsvegar að af landinu. Alls verða átta fermingarathafnir á höfuðborgarsvæðinu en einnig verða athafnir á Akureyri, Húsa- vík, Akranesi, í Reykjanesbæ, á Sel- fossi, Höfn og í Neskaupstað. „Landsbyggðin hefur verið að koma sterk inn í ár. Ég er búinn að fara víða að kenna á námskeiðum, meðal annars á Akranes, Árborg, Reykjanesbæ og Egilsstaði,“ segir Jóhann Björnsson hjá Siðmennt. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan 16 ungmenni fermd- ust borgaralega fyrst allra hér á landi fyrir 30 árum. „Þetta hefur ekki verið svona fjölmennt. Það voru innan við 500 krakkar í fyrra. Þetta er skemmtileg vinna og ég er búinn að vera sex helgar í röð að hitta fermingarbörn. Þetta er heilmikið starf á meðan á þessu stendur,“ segir hann en Jóhann byrjaði að kenna 1997. „Ferming er sterk hefð hér á Íslandi og það virðist vera mikill vilji til að halda upp á unglingsárin á þessum tímapunkti með nám- skeiði og athöfn. Það sem hefur líka verið að aukast er að börn sem eru að ferm- ast í kirkjunni, þau vilja vera með okkur. Það eru allir velkomnir og börn sem hafa alls konar trúar- og lífsskoðanir hafa komið til okkar. Útgangspunkturinn er að efla skapandi og gagnrýna hugsun.“ Metfjöldi fermist borgaralega Til að fermingardagurinn gangi sem best er gott að vera vel undirbúinn. Sumu þarf að huga að tímanlega, annað er hægt að gera með stuttum fyrirvara. Hér eru nokkur atriði sem huga þarf að. Panta sal Eitt það fyrsta sem þarf að gera er að panta sal, það er ef veislan á ekki að vera í heimahúsi. Vin- sælustu staðirnir eru pantaðir með allt að árs fyrirvara. Gestalisti Drög að gestalisa ættu að vera tilbúin þegar ákveðið er hvar á að halda veisluna. Boðskort Gott er að senda boðskortin út með að minnsta kosti mánaðar- fyrirvara en láta ættingja erlendis vita nokkrum mánuðum fyrr. Myndataka Það borgar sig að panta mynda- töku tímanlega. Fatnaður Gott er að fara nokkuð snemma af stað því unglingar geta haft nokkuð ákveðnar skoðanir á hvað þeir vilja. Hárgreiðsla Best að panta með góðum fyrir- vara. Servíettur og kerti Sumir láta árita servíettur og skreyta kerti. Gátlisti fyrir ferminguna Blinis eru litlar pönnukökur sem eru mjög hentugar á fermingarhlaðborðið. Þær eru vinsælar hjá veislugestum og um leið er auðvelt að útbúa þær. Þær má skreyta með ýmsu áleggi og ferskum kryddjurtum en algeng útgáfa inniheldur sýrðan rjóma, reyktan lax eða annars konar fisk- meti og ferskar kryddjurtir. Hnnig má leika sér með grafinn fugl, t.d. önd, alls kyns sultur og bragð- mikið sinnep. Þægilegur réttur 40 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 6 8 -8 9 E 0 2 2 6 8 -8 8 A 4 2 2 6 8 -8 7 6 8 2 2 6 8 -8 6 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.