Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 17
www.mosfellingur.is - 17 Listasalur Mosfellsbæjar hefur í mörg ár notið þess að vera í samstarfi við List án landamæra. Nú er það listamaðurinn Ísak Óli sem opnar einkasýningu hjá okkur. Hann sýnir myndir sem hann málar upp úr Tinna bókunum. Sýninguna kallar hann Tinni í túninu heima. Umkringdur 400 plastfígúrum Ísak Óli er 28 ára gamall og var greindur með einhverfu fjögurra ára að aldri. Hann býr með foreldrum sínum í Reykjavík og er þar að auki umkringdur um 400 plast- fígúrum sem eiga sér fyrirmyndir í mynda- sögubókum, s.s. Strumpum, Barbapabba- fjölskyldunni, Skófólkinu, karakterum úr Tinnabókunum o.fl. Hann hóf snemma að teikna og síðar að mála þessa karaktera, bæði sem heildstæð- an og skýran heim í lífi hans, innan þess heims sem hann og við flest upplifum. Útskrifast úr Myndlistarskólanum í vor Ísak Óli útskrifaðist af starfsbraut fyrir fatlaða frá Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ árið 2009, þar gafst honum kostur á að þroska list sína. Síðan hefur hann sótt fjölda námskeiða í Myndlistarskólanum í Reykjavík og í vor mun hann vera í hópi fyrstu nemenda sem útskrifast af diplóma- braut Myndlistarskólans í Reykjavík fyrir fólk með þroskahömlun. Ísak Óli hefur haldið fjölda sýninga i gegnum árin, bæði einkasýningar og sam- sýningar, og hefur m.a. verið í samstarfi við Hugleik Dagson. Þeir sýndu saman verk á Kjarvalstöðum árið 2014 á sýning- unni SAMSUÐA. Ísak Óli var einnig einn af hönnuðum markaðsefnis vegna Stoltgöng- unnar sem gengin var í fyrsta sinn í fyrra. Þar vann Ísak Óli í samstarfi við auglýsinga- stofuna PIPAR/TWBA Afkastamikill listamaður Ísak Óli er í stöðugri þróun sem listamað- ur og listin þroskar hann sem einstakling. Hann er mjög afkastamikill listamaður og er fjöldi verka hans í einkaeigu sem og í eigu hins opinbera um land allt. Ísak Óli vinnur mikið með endurtekn- ingu í verkum sínum. Þannig má á vinnu- stofu hans t.d. sjá óteljandi málverk af strumpunum í öllum mögulegum útfærsl- um, bræðurna Karíus og Baktus, Valla og Múmínálfana. Listasalur Mosfellsbæjar Lopinn og lífið á Álafoss Fyrra kvöldið, þriðjudaginn 28. mars, fór Ari Eldjárn uppistandari með gamanmál og reytti af sér brandarana svo salurinn lá í hlátri. Síðan fluttu Regína Ósk og Svenni Þór frábæra tónlistardagskrá og fengu salinn til að syngja með. Alls komu 230 gestir sem skemmtu sér konunglega og lýstu yfir sér- stakri ánægju með kvöldið. Kúbukvöld á þriðjudaginn Seinna Menningarvorskvöldið var 4. apríl og var þá flutt dagskrá af allt öðrum toga en fyrra kvöldið og hugurinn látinn reika til Kúbu. Tómas R. Einarsson mætti með tíu manna band sem lék lög af diski hans Bongó sem hefur fengið frábæra dóma. Tómas R. sagði frá kúbverskri tónlist og skáldskap og Tamila Gámez Garcell frá sögu landsins. Einnig tóku dansararnir Jóhannes Agnar Kristinsson og Bergþóra Andrésdóttir þátt í dagskránni og var mikið fjör. Þetta kvöld var einnig afar vel sótt. Bókasafn Mosfellsbæjar Menningarvor 2017 Í tilefni Hönnunarmars var sett upp í Listasal Mosfells- bæjar sýning á værðarvoðum frá Ístex sem hannaðar eru af Guðrúnu Gunnarsdóttur og Védísi Jónsdóttur. Einnig var sýnd heimildarmyndin Álafoss Ull & ævintýri sem framleidd var af Hjálmtý Heiðdal, Hildi Margrétardóttur og Guðjóni Sigmundssyni. Myndin sem er 50 mínútur að lengd var sýnd á klukkutíma fresti allan daginn. Listasalur Mosfellsbæjar Tinni í túninu heima Sýningin verður opnuð kl. 14:00 laugardaginn 8. apríl og er opin til 13. maí. Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins. mikið hlegið á menningarvori

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.