Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 32
Stefanía Guðný Ívarsdóttir fæddist 4. desember 2016. Foreldar hennar eru Þóra Dögg og Ívar og búa þau í Lágafellshverfi. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Kartöflusalat ömmu Huldu Í eldhúsinu Laufey og Ingvar deila hér með okkur uppskrift að kartöflu- salati sem þau segja punktinn yfir i-ið þegar elda á góðan grillmat. Salatið passar vel með öllum grillmat en er einnig frábært með köldum hamborgarhrygg eða öðru reyktu kjöti. Hráefni: • 10 meðalstórar kartöflur • 3 harðsoðin egg • 1/2 meðalstór laukur • 1/2 paprika • 2 rauð epli • 1 bolli sýrður rjómi • 1 bolli majones • 1/4 tsk papriku- krydd • 1/2 tsk hvítlauks- salt Eggjarauðurnar marðar og blandað saman við majonesið og sýrða rjómann og kryddinu er bætt við. Eggjahvíturnar og grænmetið saxað niður í bita og öllu blandað saman. Uppskriftin dugar vel fyrir allavega 4-5. Verði ykkur að góðu. Kæru sveitungar Já, komið þið sæl og takk fyrir síðast. Hvort sem það var að við hittumst um daginn á förnum vegi eða bara hér á síðum Mosfellings. Að vera Mosfellingur er góð skemmt- un.... jaaa svona oftast nær, það er mik - ið ábyrgðarhlutverk að vera Mosfell- ingur, að minnsta kosti, en í senn mik il forréttindi. Þó svo að Mosfellingar telji tæp tíu þúsund þá er ég orðinn sv o fjandi gamall að ég fæddist í Mosfells- sveit (3.000-5.000 manns). Þó svo að andlegur þroski minn telji 10 – 11 ár þ á er ég orðinn 20+. Já eða um 25-30+.... Jæja, þið getið svo sem reiknað hvenæ r Mosfellssveit varð að BÆ. Svo ég komi mér að andskotans efninu þá held ég að við þurfum að útbúa bækling fyrir nýja Mosfellinga. Um sögu okkar, hefðir og venjur. Það mætti svo sem smella í doðrantinn stuttu „Bio“ um alla snillingana sem sveitin hefur alið svo að við hin höfum eitthvað til að stefna að (komast í næs ta bækling). Hvar á ég að byrja... Hjalti Úrsus, Dóri heitinn LAX, Steindi, Jón á Reykjum, Ragnheiður mín Ríkharðs , Dóri DNA, Stjáni póstur og svona ca. 1.569 manns í viðbót sem ég hef hvork i þolinmæði né skrifpláss til að nefna. En „velkomin heim bæklingur“ gæti fylgt öllum sem ákveða að flytja í sveit - ina góðu. Í þennan bækling þurfum vi ð að koma upplýsingum um hvernig á að haga sér í sveitinni. Það er kannski skrítið að vera fæddur og uppalinn í öðru bæjarfélagi og þurfa að flytja í sveitina og læra nýjar reglur. Svo sem að keyra í gegnum 62 hringtorg á leið til vinnu án þess að lenda í slysi, og gefa fucking stefnuljós í öllum 62, að dans a í Hlégarði (Níels og Haukur Sörli bjóð a upp á danstíma annan hvern þriðju- dag í Harðarbóli), fara út að labba me ð hundinn og tína upp eftir hann hunda - skítinn (þetta er regla sem mörgum tekst illa að læra, úr hvaða bæjarfélag i sem þeir koma) að mæta á þrettánda- brennu á réttum degi (hún hefur ekki verið haldin á þrettándanum í ca. 5-10 ár) og að mæta á AFTURELDINGAR- leiki. Alltaf... karla.... kvenna... hand- bolta...fótbolta... blak og hvað sem er. Mér er andskotans sama hvort þér hafið verið ælt úr Hlíðunum eða verið skitið úr Safamýrinni. Þú mætir á heimaleiki (já, Högni, þú líka). En nú er tuðplássið mitt uppurið í þessum Mosfellingi þannig að ég verð að hald a áfram með þetta seinna. (To be continued) högni snær hjá IngvarI og Laufey ju Ingvar og Laufey skora á Jenna og Thelmu að deila næstu uppskrift með Mosfellingum - Heyrst hefur...32 kliddi.blog.is NæsTa bLað keMur úT 27. apríL Mosfellingur er borinn út í hvert hús og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis á mánudegi fyrir útgáfudag. mosfellingur@mosfellingur.is 586 8080 selja... Byggðarholt - raðhús á einni hæð eign vikunnar www.fastmos.is MOSFELLINGUR 2. tBl. 16. árg. fimmtudagur 2. feBrúar 2017 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is www.jonb.iS Þjónustuverkstæði Bílaleiga á staðnum cabas tjónaskoðun ný skiptum um framrúður Mosfellingurinn Hulda M. Rútsdóttir verkefnastjóri Rauða krossins Alltaf haft mikinn áhuga á mannúðarmálum 20 Skilaboðaskjóðan var frumsýnd í Bæjarleikhúsinu sunnudaginn 22. janúar. Hér er á ferðinni söngleikur þar sem hinar ýmsu ævintýrapersónur koma fram í leikstjórn Agnesar Wild. Á myndinni má sjá litríkan hóp leikara áður en haldið var á svið. SkilAboðASkjóðAn frumSýnd Áhugamannaleikhús með metnaðarfulla sýningu •Um 40 listamenn taka þátt 6 LeikféLag MosfeLLssveitar setur upp ævintýraLegan söngLeik í bæjarLeikhúsinu Mynd/RaggiÓla Íslandsmótið í Ólympískum lyftingum var haldið í Mosfellsbæ þann 19. febrúrar. Fjöldi meta var settur og tókst mótið vel í alla staði og fékk frábæra umfjöllun. Dagur Fannarsson var annar í 69 kg flokki en hann lyfti 135 kg samanlagt. Einng voru Mosfellingar á Íslandsmót- inu í klassískum kraftlyftingum. Auður Linda Sonjudóttir varð Íslands- meistari í -52 kg flokki og setti sex ís- landsmet. Bjarni Páll Pálsson sett nýtt met í rétt- stöðu lyftu, 233 kg í -74 kg flokki. Það er öflug starfsemi í Lyftingafélagi Mosfellsbæjar bæði í Kraft- og Ólympísk- um lyftingum. Öflug starfsemi í Lyftinga- félagi Mosfellsbæjar dagur fannarsson bjarni páll, auður linda og hjalti úrsus heyrst hefur... ...artpro sé hætt í Þverholtinu og hafi flutt prentþjónustuna niður á Höfða. ...að Mið-ísland hópurinn verði með uppistand í Hlégarði í kvöld. ...að sr. ragnheiður sé að fara í 9 mánaða námsleyfi frá sókninni með haustinu. ...að Ásta og Gulli í snælandi séu búin að selja Ice, boost and burgers, eftir 17 ára í sjoppubransanum. ...að Mosfellingurinn eyjólfur Árni hafi verið kosinn formaður samtaka atvinnulífsins með 93% atkvæða. ...að margir hafi ætlað að ná sér í frí brúnegg á Teigi eftir að hafa lesið aprílgabb Mosfellings. ...að til standi að rífa kiwanis-húsið í Leirvogstungu en þar mun rísa áframhaldandi íbúðabyggð. ...að herrakvöld fótboltans fari fram laugardagskvöldið 29. apríl í Harðarbóli. ...að Team skoda/uMFus sé búið að vera í æfingabúðum á spáni. ...að hleypt hafi verið inn í hollum þegar Gljúfrasteinn opnaði á nýjan leik þann 1. apríl. ...að anna Lilja og Jói krydd eigi von á öðru barni í haust. ...að Áslaug í bakaríinu hafi orðið sjötug á dögunum og fagnað með fjölskyldunni á Tenerife. ...að sálin hans Jóns míns sé búin að boða komu sína með stórdansleik í Hlégarði 17. júní. ...að Óli Þormar á skálatúni sé fimmtugur í dag. ...að verið sé að auglýsa eftir nýjum organista í Lágafellssókn. ...að handboltakapparnir ernir Hrafn, einar Ingi og Mikk pinnonen verði allir með uMFa á næstu leiktíð. ...að Gísli myndarlegi sé kominn í Fálkana. ...að kristín Tryggva og Guðmundur páls eigi von á stelpu í lok sumars. ...að 167 lið séu búin að skrá sig á Mosöld sem fram fer undir lok mán- aðar. Það stefnir því í fjölmennasta öldungablakmót frá upphafi. ...að einar Ágúst úr skítamóral sé fluttur í Mosó. ...að Dalbúarnir Ýr og Hlynur hafi gift sig á dögunum. ...að boðið hafi verið upp á romm á kúbukvöldinu í bókasafninu á þriðjudaginn. ...að Gústi Linn og Tobba sé búin að kaupa sér hús á akranesi. ...að Ingvar Hreins hafi fagnað sextugsafmæli sínu um helgina. ...að afturelding mæti selfoss í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni handboltans sem hefst á mánudaginn. ...að nú fari hver að verða síðastur að kjósa um hugmyndir í Okkar Mosó en kosningu lýkur eftir helgi. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.